Halló Ísalparar,
Var á ferð í Suðursveit síðustu tvær helgar á Þverártindsegg og Birnudalstind. Það eru mjög sérstök snjóalög þar sem fennt hefur yfir öskulagið frá því í maí. Öskulagið er oft vel glerjað og allt að 2cm þykkt íslag ofan á því eftir sólbráð. Á þverártindsegg voru t.d. 10-20cm jafnfallnir ofan á öskulaginu og allt að 1m uppá brún.
Hérna er sýnishorn af amk. 150m breiðu flóði sem fór af stað í Birnudal á laugardaginn líklega. Þetta er amk. Sz2 og vel blautt. Rann af stað á 20110521 öskulaginu. Það má því alveg passa sig á öskusvæðum í suðurhlíðum, það er ekki á hverjum degi sem maður sér flekaflóð í júní!
kv
Róbert Þór