Íslenski alpaklúbburinn virðist vera að komast inn hjá fjölmiðlum. Nú er það ekki bara útsendari Moggans sem fylgist gaumgæfilega með öllu heldur er DV líka komið í málið.
Það eina sem vantar er að Séð og heyrt fara að mæta í partí í Skútuvoginum.
Fyrir þá sem ekki nenna að fletta Dabbanum þá eru greinar um heimsmet í að stökkva fram af kletti og Everest leiðangur Mary Woodbridge í laugardagsblaðinu.
Skil samt ekki afhverju þetta er ekki inni í íþróttasíðunum?
Annars er skemmtileg fyrirsögn við hliðana á Mrs. Woodbridge „Dagblöð sem Klósettpappír.“ Þar kemur vel á vondan!
Mæli samt frekar með því að vera úti að leika sér í dag en að lesa DV.
kv.
Softarinn