- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
3. febrúar, 2008 at 18:45 #475462411784719Meðlimur
Fjallaskíði, skór og bindingar, hvað eru menn helst að nota ?
Er ekki einhver sem lumar á góðum upplýsingum um þetta allt sama.4. febrúar, 2008 at 08:55 #52362Gunnar MárParticipantÉg er að nota Atomic Kongur sem ég held að séu skilgreind sem Telemark skíði, Dynafit bindingar og Scarpa Spirit 4 skó. Þessi búnaður hefur reynst mér mjög vel. M.a. var ég viku í Sviss skíðaði bæði á braut og off-piste á þessu og líkaði það vel.
Af fjallaskíðabindingum eru Dynafit léttastar sem er kostur í göngu en aðrar bindingar t.d. Fritschi Diamir líkjast meira hefðbundnum alpaskíða bindingum.
Nokkrir linkar fyrir þig:
http://www.atskis.com/ – Fullt af upplýsinugm um Alpine Touring og review á vörur.http://www.backcountryworld.com/ – Ágætis forum um skó, bindingar og margt fleira t.d. snjóflóð.
4. febrúar, 2008 at 12:35 #523630412805069MeðlimurSæll
Aðalmálið í þessu er að vera í góðum skóm sem henta því sem þú ert aðallega að gera. Endatýpurnar eru annars vegar léttir og mjúkir skór sem henta vel á göngu en eru þá lakari í brekkurennsli og hinn endinn eru mjög stífir skór, oft án göngusóla og henta þeir í freeride aðstæðum og eru því of stífir fyrir þægilega göngu.
Ég fór milliveginn og nota Scarpa Spirit skó. Þeir eru mjög góðir til göngu og henta ágætlega í brekkurennsli. Ég prófaði líka Garmont skó, en þeir virðast vera of breiðir fyrir minn fót. Það réði nokkuð um valið. (http://www.scarpa-schuhe.de/start/index.php?page=11&child=3&pid=207)
Varðandi bindingarnar, þá mæli ég sterklega með Diamir Fritschi. Þær eru einfaldar, sterkar og auðstillanlegar. Ég hef ekki hitt einn einasta mann í ölpunum sem mælir með Dynafit. Flestir hrista hausinn þegar talað er um þær. Þær eru þó sniðugar og verðugt að skoða þær. Ég efa það ekki að nokkrir hér á spjallvefnum eigi eftir að lofa þær. (http://diamir.com/en/produkte/freerideplus.html?mid=produkte&sid=freerideplus)
Varðandi skíðin, þá er allur gangur á því hvað fólk er að taka. Allt frá örmjóum touring skíðum upp í feit púðurskíði. Þar fór ég líka milliveginn og tók skíði sem eiga að krossa freeride og touring. (http://www.blizzard-ski.com/goto/en/produkte/07_08/tourenski/free-adventure/free-pro)
S.s mæli með því að þú veljir skó og bindingar af kostgæfni og prófir þí áfram með skíðin.
4. febrúar, 2008 at 15:04 #523642806763069MeðlimurÉg hef ekki hitt einn einasta erlendan fjallaleiðsögumann sem ekki notar Dynafit! Og reyndar á það sama við um flesta þá íslendinga sem vinna á fjalla-skíðum (þeir 4 sem mér dettur í hug í svipinn nota allir Dynafit eftir því sem ég best veit).
Þannig að dauðadómurinn hér að ofan kemur mér furðulega fyrir sjónir.
Annars er víst best að ég tjái mig sem minnst um skíði og skíðagræjur.
Get þó sagt að ég tel 99% líkur á að hægt sé að skíða Eyjafjallajökulinn niður í sundlaug algerlega rispu frítt.
Góða skemmtun,
Ívar
4. febrúar, 2008 at 15:16 #523650412805069MeðlimurJæja,
Ég ákvað að kasta sprengju, en sagði þó: „þær eru þó sniðugar og vert að skoða þær“. Ekki er rétt að kalla það dauðadóm.
Ég hef samt ekki hitt nokkurn mann í ölpunum sem nota dynafit, enda ekki hitt mjög marga. Hins vegar hafa þeir fjallaleiðsögumenn sem ég hef hitt þar sagt að þeir noti einungis Fritschi. Þetta var það sem ég upplifði.
Það þarf ekkert að segja um gæði bindingana heldur meira um þau „trúarbrögð“ sem fyrirfinnast í öllu tækjasporti. Best er að velja það sem manni líst vel á.
Því segi ég eins og Ívar,
Góða skemmtun.
BO
P.s ég er nú ekki í ölpunum dags, daglega og því kannski ekki furða að ég hafi ekki hitt mann á dynafit.
4. febrúar, 2008 at 15:23 #52366Gunnar MárParticipantÉg er að hugsa um að taka Ívar á orðinu og fara á Eyjafjallajökul næstu helgi. Eru einhverjir fleiri að fara?
4. febrúar, 2008 at 22:49 #52367Stefán ÖrnParticipantSkipti út telemarkinu fyrir fjallaskíði síðasta vor. Keypti mér Black Diamond KiloWatt skíði, Scarpa Spirit 4 skó og Dynafit bindingar.
Get ekki annað sagt að þetta dót hafi allt þrælvirkað hingað til og títtnefndar Dynafit bindingar staðið sig með mikilli prýði….
Ath að það er hægt að kaupa Dynafit í nokkrum útgáfum – frá því að vera meira hugsað fyrir þramm og framleitt úr andefnum yfir í brekkubindingar úr jarðneskum efnum (en samt létt).
Kostur við Spirit 4 skóna er að það fylgir með þeim stífari tunga ef menn vilja stífa skóna enn frekar upp. Veit ekki hvor þetta fylgi með öðrum týpum frá Scarpa eða örðum tegundum almennt.
Hils,
Steppo5. febrúar, 2008 at 00:10 #523680412805069MeðlimurSæll Stefán
Lagðist í lestur. Hvaða Dynafit bindingar ertu með? Mér sýnast Dynafit TLT Vertical vera ákaflega áhugaverður kostur. Þær eru nokkuð verklegar og fá ágætis dóma.
Scarpa skórnir koma líka með mismunandi innri skóm og getur munað í það minnsta 200 g á reimuðum skóm og thermo innri sokki.
Nóg í bili frá mér. Gaman væri að fá þrennuna (skíði, bindingar og skór) frá fleirum.
5. febrúar, 2008 at 00:21 #523690304724629MeðlimurÉg nota BD Havoc, Spirit 3 og Dynafit. Skothelt kombínasjón. Hef sjálfur ekki hitt ,,alvöru“ skíðamann sem notar annað en Dynafit. Heyrði af prófi sem gert var í útlandinu um styrkleika bindinga og kom í ljós að Dynafit bindingarnar voru sterkari en Diamir. Sel það þó ekki dýrara en ég keypti það.
Aðalmálið er þó að nota draslið, hvað sem verður fyrir valinu. Ég verð seint talinn bókstafstrúarmaður varðandi skíðabúnað. Nota ennþá tíu ára gömul Tua skíði sem ég fékk á sjöþúsund kall. Finnst reyndar rán að eyða tugum þúsunda í skíði og myndi aldrei gera það sjálfur. Spenna, sædkött…allt kjaftæði og árinni kennir illur ræðari!
BD skíði fást í Fjallakofanum og Scarpa skórnir líka.
Ívar, er ég einn af þessum fjórum fjallaleiðsögumönnum???
Fyrir vestan bara snjóar og snjóar.
Best að fara að sofa enda byrjaður að rugla.
kv
rok5. febrúar, 2008 at 04:06 #52370JokullMeðlimurBlack Diamond Kilowatt
Scarpa Spirit 3
Dynafit TLT Cofmfort
Fjallakofinn S: 510 9505
http://www.fjallakofinn.isEina verslunin á Íslandi með metnað og þekkingu hvað varðar fjallaskíðagræjur.
Fjallakveðja frá Kanada
Jökull
5. febrúar, 2008 at 08:09 #52371Stefán ÖrnParticipantDynafit TLT Comfort – alveg þrælvirka. Mér sýnist Dynifit vera hættir að framleiða þær bindingar en TLT Vertical ST virðast vera sambærilegar.
5. febrúar, 2008 at 09:16 #52372Gunnar MárParticipantÉg er með TLT Vertical og mjóg ánægður.
Ég virðist hins vegar hafa verið svikinn um stífari tunguna í Spirit skónna mína. Ekki eins ánægður með það.
5. febrúar, 2008 at 11:45 #523732806763069MeðlimurJú Rúnar, auðvitað taldi ég þig með!
5. febrúar, 2008 at 12:16 #523740801667969MeðlimurÞessi umræða minnir um margt þegar maður var 16 ára og þrefaði við Helga Ben á miðvikudagskvöldum inn á Grensásvegi um það hvort gönguskíði eða fjallaskíði væru betri.
Tek undir með Rúnari nota bara draslið sem menn hafa undir höndum eða réttara sagt fótum.
Steppo, er ekki í lagi að eiga telemarkgræjurnar líka? Meir að segja ég á fjallaskíði þó lítið séu notuð þessa dagana.
Árni Alf.
5. febrúar, 2008 at 13:39 #52375Stefán ÖrnParticipantJú það má ef menn lofa að nota dótið!
5. febrúar, 2008 at 14:26 #52376RobbiParticipantSkíði eru ofmetin… (nema sem aðkomutæki að klifurleiðum útí rassgati)
Sýniði nú karlmennsku ykkar og látiði sjá ykkur með brýndar axir í fossum landsins.Robbi
5. febrúar, 2008 at 15:27 #523770801667969MeðlimurLofa hér með Robba að frumfara einhvern íslænu undir Eyjafjöllum áður en ísinn og veturinn er úti. Læt liggja milli hluta hvort hún verður lárétt eða lóðrétt en ég skal setja inn nokkrar skrúfur svo þetta verði löglegt.
Árni Alf.
5. febrúar, 2008 at 16:00 #52378AnonymousInactiveSammála Robba. Skíði eru bara til þess að nota til að komast á milli staða eða renna sér beint úr lyftu.
Olli5. febrúar, 2008 at 20:03 #523792806763069MeðlimurHum! Hljómar eins og eitthvað sem ég hefði sagt fyrir ekki svo mörgum árum. En nú er maður eldri og vitrari!
Robbi, hvar eru annars þessar myndir? Þýðir ekki að freista okkar svona og láta svo alla hanga í lausu lofti. Get varla beðið eftir að sjá góðar myndir af því hvernig staðfest P6 lítur út í návígi. Úff!
5. febrúar, 2008 at 22:46 #52380RobbiParticipantÞað verður um leið og myndir fást hjá Gumma til þess að hægt verði að setja saman heilsteipta og flotta myndasýningu.
Ég bíð spenntur eins og allir hinir.
robbi6. febrúar, 2008 at 07:50 #523812411784719MeðlimurÉg er ílla ánægður með ykkur núna, takk fyrir öll svorin og pælingarnar.
18. febrúar, 2008 at 14:02 #523820808794749Meðlimurlitlar líkur á því að einhver lesi þetta en…
en ég meikaði ekki að kaupa dynafit á feitu skíðin mín.
einfaldlega of gay!
fritschi fyrir hégómagjarna mig takk.10. febrúar, 2009 at 02:08 #52383ggParticipantGömul svör en virka vel. Mjög góðar lýsingar á hvað er að virka og hvaða búnaður er inni. takk fyrir
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.