Fjallamann

Home Umræður Umræður Almennt Fjallamann

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45778
    2806763069
    Meðlimur

    Að vera eða ekki vera.
    Kannski er ég bara svona fordannaður hrokagikkur (sumir telja það reyndar ekki vera neitt vafa mál), en ég er einhvernvegin ekki sammála því hverni orðið fjallamaður er notað. Ég er einhvern vegin á því að fjallamaður sé svona töffari sem svitnar upp brekurnar með stóran bakpoka á bakinu og ísexi í hönd (eins og undirritaður). Oftar en ekki er hinsvegar talað um fjallamenn þegar verið er að tala við vélsleða- og jeppamenn. Eins og menn er líklega farið að gruna fer þetta óhemju mikið í taugarnar á mér. Bæði vegna þess að ég legg allt annan skilning í þetta orð og vegna þess að ég vill ómögulega vera settur í flokk með fulltrúum fyrnefndra þjóðflokka sem ég hef takmarkað álit á.

    Hér tel ég vega þungt að í gamla daga voru til samtök sem nefndu sig Fjallamenn og stunduðu íþróttir sem líkjast einna helst því sem við gerum á vetfangi Ísalp í dag. Ég er ekki viss um að félagar þeirra samtaka vildu að nafn þeirra væri lagt við menn á ofvöxnum trillitækjum sem telja það hámark þjáningarinnar að þurfa að fara út úr bílnum til að pissa eða hleypa úr.

    Innan okkar hóps er þetta orð líka notað í ákveðinni merkingu. Þannig leikur engin vafi á því að á námskeiði í fjallamennsku, hvort sem er hjá Ísalp eða björgunarskólanum, er ekki kenndur stafur um akstur neinskonar ökutækja.
    Orðið er enn fremur notað til að greina eina tegund klifurs frá annari. Þannig er það ísklifur að fara í Múlafjall en fjallamennska að fara á Hnjúkinn eða á Hrútfellstinda. Þegar svona er talað er öllum sem ég þekki full ljóst að ekki er ætlunin að nota neinskonar vélknúin ökutæki og að prímus verður það eina sem gengur fyrir utanaðkomandi orku í ferðinni.

    Er ég sá eini sem er að pirra mig á þessu?

    Er því miður ekki með orðabók við hendina, en hvað segir hún?

    Kveikjan af þessum skrifum er fyrirsögn sem vakti athyggli mína á mbl.is um daginn. Fjallamenn óánægðir með veturinn. Því miður var bara verið að tala við einhverja tvígengisgutta.

    Svo eru það fjallaskíðin. Ég var ansi hissa og ánægður um daginn þegar ég hringdi í ónefnda útivistarverslun og komst að því að hún leigir út fjallaskíði. Fljótlega vaknaði hinsvegar hjá mér viss tortryggni og eftir fáeinar spurningar komst ég að því að verslunin leigir aðeins fjallhæf gönguskíði. Er slíkur búnaður almennt kallaður fjallaskíði? Ég kalla þau gönguskíði með stálköntum. Hver er skoðun manna á þessu?
    Hvað eru fjallaskíði?
    Hvað eru alpine touring skíði?
    Hvað eru gönguskíði með stálköntum kölluð til að greina þau frá ,,hlaupa“skíðunm?

    Hverjir eru fjallamenn og hverjir ekki?

    #48639
    0311783479
    Meðlimur

    ívar þú verður að skrifa grein í moggann og starta alvöru ritdeilu :o)

    Góð ferð og skemmtun í Ölpunum.

    -kv.
    Halli

    #48640
    0310783509
    Meðlimur

    Fjallamenn, jeppa- og sledakallar, bjorgnargubbar, gonguhrolfar og leidsogumenn. Eg veit ekki hver ordaboka skilgreiningin er a tessum hopum og gaeti ekki verid meira sama en ef tu aetlar ad fara ad pirra tig a tvi ad fa ekki almennileg svor fra folkinu i tessum svokolludu utivistarbudum (hvad aetli ordabokin goda segi annars um tad, stendur eitthver teirra undir teirri skilgreiningu) a klakanum ta getur tu alveg eins hoppad ut um gluggan heima hja ter og sparad sjalfum ter mikla hvol og pinu (veit tu ert a jardhaed en tek bara svona til orda en tad er alltaf haegt ad skokka upp stigan og banka hja nagrannanum) eg veit ekki hvadan sum greyin tarna eru grafin upp en tad eru audvitad undantekningar a tvi eins og odru en eitt sem hefur oft einkennt tjonustuna hja morgum sem eru i tessum bransa er ad teir eru ad svara spurningum sem teir vita ekki svarid vid, ta finnst mer nu bara betra ad fa gamla standard nanuq svarid… ha, eg veit tad ekki biddu adeins… eg bid ennta.

    Skemmtu ter vel i olpunum kall og geymdu nokkrar leidir fyrir mig.
    Einar Isfeld

    #48641
    Siggi Tommi
    Participant

    Sammála þessu með fjallamennskuna. Tel að hún eigi að mótsvara því sem heitir „Alpinism“ á engilsaxneskri tungu.
    Held að það hvarfli ekki að nokkrum manni að bendla erlenda alpinista við tvígengisósómann enda yrði sá misskilningur vonandi leiðréttur snarlega í formi skyndiaftöku með ísöxi í ennið…

    #48642
    2502614709
    Participant

    Já við erum allir sammála og orðabókin líka, samkvæmt nýjustu útgáfu; fjallamaður (kk) 1 fjallgöngumaður 2 útilegumaður.
    Við erum að upplifa aðra hluti heldur en þetta lið, ég hef hitt menn á Vatnajökli sem gátu ekki stigið út úr bílnum af því að þeir voru á inniskóm. Þetta er bara önnur deild og á ekkert skylt við það sem við erum að upplifa, þetta eru jeppamenn og Morgun-blaðið á að nota það orð. (Punktur)

    #48643
    Anonymous
    Inactive

    Jú alveg rétt ég er öldungis alveg sammála Ívari í þessu máli. Ég tel að þetta sé óheppilegt orðalag hjá Mogganum, þeir hefðu átt að segja jeppamenn. Ég vil alls ekki setja mig í flokk með mönnum sem truntast um fjöllinn á ofurskóuðum jeppum og jepplingum með nokkur hundruð lítra af jarðefnaeldsneyti undir rassinum. Ég get ekki annað en glaðst fyrir þeirra hönd að fá kikk út úr því en ég(þrátt fyrir háan aldur) er ekki ennþá vaxinn upp í það hlutverk. Ekki veit ég hvort við getum farið fram á verndun á heitinu Fjallamenn en við verðum bara að láta heyra í okkur og láta verkin tala.
    Ívar láttu verkin tala(eins og þú oftast gerir) í Chamonix.
    Olli

    #48644
    0801667969
    Meðlimur

    Laukrétt hjá Ívari og yrði gríðarskemmtilegt að sjá þessa umræðu á síðum Mogganns.

    Fjallaskíði eru alpine touring skíði. Annað er bara mismunandi útfærsla á gönguskíðum. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var ég á tré gönguskíðum án stálkanta. Ég rökræddi mikið við Helga Benediktsson um kosti gönguskíða og það löngu áður en ég uppgötvaði telemarkið. Helgi var hins vegar harður talsmaður fjallskíða og taldi menn ekki útkallshæfa nema á slíkum búnaði. (Ég fékk þó að fljóta með í útköll).
    Ég skil ómögulega af hverju fjallaskíðin eru að mestu dottin út úr fjallamennskunni hér því þau hafa ákveðna kosti fram yfir gönguskíða- og telemarkbúnaðinn sérstaklega skórnir sem henta ágætlega til klifurs. Þó ég hafi barist hart fyrir bættri gönguskíðamenningu var aldrei ætlunin að útrýma fjallaskíðum.

    Kv. Árni Alf.

    #48645
    0801667969
    Meðlimur

    Þegar komið er spölkorn austur fyrir fjall þá hefur orðið Fjallamaður mjög ákv. merkingu. Það er Eyfellingur m.ö.o. maður undan Eyjafjöllum. Þessir menn þekktust og þekkjast í dag frá öðrum hestamönnum á því að þeir voru og eru alltaf með regngalla reyrðan á hnakkinn, enda rignir talsvert undir Fjöllunum.
    Það sem kallað er að fara í „leitir“ í öðrum sveitum nefnist að „fara á fjall“ undir Eyjafjöllum. Hvort Fjallamenn eru meira við skál í slíkum ferðum en t.d. Skagfirðingar skal ósagt látið.

    Kv. Árni Alf. ættaður frá Stóru-Mörk undir V-Eyjafjöllum.

    #48646
    2802693959
    Meðlimur

    Þarna er Árni kominn að kjarna málsins, fjallamenn eru hestamenn. Það er nefnilega líkt komið á með fjallamönnum undan V-Eyjafjöllum og Fjallamönnunum þeim sem Ívar telur sig samboðinn þ.e. félögum Guðmundar frá Miðdal í Fjallamannafélaginu, að þeir voru eins og Árni bendir réttilega á hestamenn. Þungir leiðangrar með allt til alls til að dvelja í nokkrar vikur ef því var að skipta. Ekta hardcore!
    Svo virðist því sem búið hafi verið að úthluta einkaleyfinu á notkun orðsins. Hlakka til að heyra nýja skilgreiningu þína Ívar á fjallamönnum með axir en engin hross. Reyndar er gott til þess að vita að grasmótorar falla innan þröngrar skilgreiningar þinnar Ívar…ég á þá enn möguleika.
    kv, JGJ

9 umræða - 1 til 9 (af 9)
  • You must be logged in to reply to this topic.