Festivalfréttir

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Festivalfréttir

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45851
    Skabbi
    Participant

    Stjórnin fór í skoðunarferð norður í Skjálfanda um helgina. Enn er nægur ís í Kaldakinn þó hann hafi að sjálfsögðu gott af smá frosti eftri hlýjindi undanfarinna daga. Veðurspáin fyrir næstu daga er ekki alslæm fyrir Norðausturland þannig að við gerum ekki ráð fyrir öðru en að Festivalið fari fram eins og auglýst hefur verið.

    Ef hinsvegar veður hlýnar og aðstæður í Kinninni verða ekki boðlegar verðu að hörfa með hátíðargesti í meira frost og hefur Skíðadalur helst verið nefndur til sögunnar. Þar er mikill og góður ís, auk þess sem hitastig er þar almennt lægra en niðri við sjó. Verið er að kanna gistimöguleika þar fari svo að festivalið verði fært.

    Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með veðurspá næstu daga og endanleg ákvörðun um staðsetningu verður tekin á miðvikudag.

    Fylgist því með og biðjið fyrir frosti!

    Allez!

    Skabbi

    #51144
    0704685149
    Meðlimur

    Var eitthvað klirað?
    Tóku þið einhverjar myndir?
    Kv.
    Bassi

    #51145
    Skabbi
    Participant

    Sæll

    Freysi og Sveinborg fóru norður. Klifruðu í einni leið í 5 stiga hita og enduðu með því að hörfa undan grjót og íshruni.

    Veit ekki með myndir, hann greinir kannski frá því sjálfur.

    Skabbi

    #51146
    0808794749
    Meðlimur

    Góður slatti af myndum var tekinn og munum við reyna dúndra þeim inn á mínar síður í kveld.
    Helga björt er búin að setja inn myndir á http://www.pbase.com/helgz
    Hugðumst fara í Íssól á miðsvæðinu í Kinninni en hörfuðum þaðan vegna stórskotaárásar að ofan.
    Fórum þá eina ca. 40m leið nálægt sjávarmáli og vorum nánast laus við hrun þar.
    Mun sauma saman nokkrar myndir úr Kinninni sem sýna ágætlega svæðin.

    Á sunnudeginum stoppuðum við á Steinsstöðum 2 í Öxnadal. Þaðan var rölt upp í gil og nokkrar leiðir klifraðar. Þar var hitastig um frostmark og ísinn heiðblár og fallegur.

    Bless í bili.
    p.s. við klifruðum með Helgu Björt, Tryggva, Arnari og Berglindi.

    #51147
    Siggi Tommi
    Participant

    Minni á hálfkláruðu tópósíðuna mína frá í fyrravetur.
    Flott mynd af Stekkjastaur og fleiri leiðum.

    https://www.isalp.is/art.php?p=413#g1

    #51148
    0703784699
    Meðlimur

    Hvernig standa TOPO mál? Siggi Tommi kannski búinn að stimpla sig inní að taka myndir af öllum helstu ísklifursvæðum landsins, punkta inná það og fá nöfn og gráður inná það.

    Svo kemur einhver tölvusnillingur og HTML-ar þetta svo við hinir getum bara valið svæði og séð leiðirnar þar?

    Hugmynd,

    Himmi

6 umræða - 1 til 6 (af 6)
  • You must be logged in to reply to this topic.