Skrap austur til að líta á aðstæður þar í gær. Frekar þurrt undir Eyjafjöllunum en ljósi punkturinn er að það er nú hægt að skíða af jöklinum og langleiðina niður í sundlaugina að Seljavöllum, amk gat ég ekki betur séð svona af þjóðveginum.
Eftir allan þennan snjó getur maður víst bara farið að leggja öxunum, enda kemur frost á hverjum vetri en snjó sér maður bara á þriggja ára fresti.
Það væri kostur ef menn gætu líka látið vita um utanbrautar snjóalög hér á síðunni, svona þar sem einhverjir eru að opna sig varðandi ísaðstæður.
með frjálshæla kveðju
ivanskicore