Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Esja – Vesturbrúnir
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
25. apríl, 2009 at 18:42 #46748Arnar HalldórssonModerator
Sæl,
Við fórum tveir félagar upp Stóragil (1. gr) í Vesturbrúnum Esjunar á kostningardaginn. Þetta er flott einföld snjóleið upp mjög áberandi gil. Aðstæður voru góðar með hörðum snjó.
Við erum óreyndir og völdum þetta gil sem okkar fyrsta viðfangsefni. Við fórum reyndar þessa sömu leið í síðasta mánuði í mun meiri og mýkri snjó. Þá fórum við beint upp gilið en nú tókum við gil sem liggur vinstra megin úr miðju Stóragili.
Við kíktum svo á aðstæður í Hrútar- og Eilífsdal. Ennþá all fullt af snjó þar. Höfum sett stefnuna á Suður- eð Miðgil (1. gr) í Hrútardal áður en snjórinn hverfur.
Þessum leiðum er gerð góð skil í leiðavís ÍSALP nr. 20 sem fæst í Klifurhúsinu.
Ef einhver getur bent á góðar alpaleiðir fyrir byrjendur eða ísklifurleiðir hentugar fyrir ofantryggingar (top-rope) væri það vel þegið.
Kjósum rétt!
Arnar25. apríl, 2009 at 20:40 #54117Siggi TommiParticipantFór við fjórða mann í síðvetrar ísklifur í Eilífsdal í þessum afar dvergvaxna „frostakafla“.
Með í för voru Skarphéðinn taðskegglingur frá Bergþórshvoli, Guðlaugur granítklettur úr Klobbavogi og Björgvin lapin kulta perkele kenndur við Retro.
Ætlunin var að príla Tjaldsúlurnar og ef gæfan lofaði kannski lauma sér upp Tjaldið í leiðinni. Súlurnar gengu vel en þegar undirritaður var kominn hálfa leið inn í Tjaldið gaf gæfan ei meir og skynsemin sagði að lengra skyldi ei haldið og ég beilaði. Eflaust hefði verið hægt að klifra hærra en andlátsóttinn bar mig ofurliði. Var því sigið niður á þræðingu og tímabilið hvatt með virktum enda var það með þeim bestu síðustu ár þó það hafi verið hálf aumt eftir festivalið góða fyrir Westan.BTW. Þið eruð sennilega 2 mánuðum of seinir að byrja ísklifurferilinn, strákar. Eina sem hangir uppi núna er Eilífsdalurinn og hann á nokkrar vikur eftir og bara safe á köldum dögum. Ekki beint ofanvaðsvænt…
Einfarinn í Eilífsdal er mjög léttur ef þið eigið nokkrar skrúfur til að leiða fyrstu 10-20 metrana.
Annars eru skemmtilegar leiðir í Skarðheiðinni. NA-hryggurinn á Skessuhorni í klassískur og svo eru miðlungs erfiðar klifurleiðir upp á Skarðhorn og Heiðarhorn. Auk þess eru náttúrulega erfiðari leiðir, t.d. upp NV-vegg Skessuhorns en það er líklega einum of fyrst þið eruð að byrja í pakkanum.25. apríl, 2009 at 23:12 #54118ABParticipantSæll Arnar,
Þið ættuð að kíkja í SV-horn Kistufellsins. Þar er hægt að velja ýmsar útfærslur; sú hefðbundna liggur upp snjógil en einnig er hægt að fylgja klettahrygg neðar í fjallinu ef þið viljið prófa slíkt brölt.
Hér geturðu séð myndir frá þessari leið (fyrr í apríl):
http://picasaweb.google.com/andribjarnason/KistufellshryggurApril2009#
Kveðja,
AB
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.