Nú er aðaltími Patagoniu í fullum gangi og ekkert að frétta af Cintamani-leiðangrinum. Eru þeir farnir út eða er það seinna? Skv nýjustu heimildum er veður búið að vera frekar slæmt og gluggarnir hafa verið mjög stuttir til klifur í desember.
Annars, des búinn að vera góður upp á skíðun að gera, skíðaði í rúmar 3 vikur í Monashee og er komið rúmlega 3m af snjó í trjálínu…hálf óþolandi að þurfa að vera með snjó fljúgandi í andlitið í hverri beygju og ég er ekki einu sinni telemarkari!!!
Svo hent sér í 500m+ mixleið þegar ég kom til Canmore en sökum letis hefur ekki verið mikið annað gert á milli jóla og ný árs…hingað til.
Vonast til að fá að frétta af Patagoniagenginu ef eitthvað er í gangi!
Pura Vida