Einfara „Solo Climbing“

Home Umræður Umræður Almennt Einfara „Solo Climbing“

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46374
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hvað finnst lesendum solo klifur?

    Eiga þeir að fá klapp á bakið, aðdáun eða skömm.
    Hvað með ef eitthvað kemur uppá. er það meira ábyrgðarleisi en tveir klúðra málinu?

    Eru þetta kannski bara vinnfáir kifrarar sem enginn fæst til að klifra með?

    Palli

    #47930
    Anonymous
    Inactive

    Ég verð nú eiginlega að segja að ég er svona klofinn í þessu máli. Á einn hátt er ég fullur aðdáunar að menn skuli þora þessu og á annan hátt er ég alls ekki með þessu. Ekki vegna þess að ég þori þessu ekki sjálfur heldur vegna þess að okkar klifurhópur er svo lítill að það yrði ekki góð auglýsing ef illa færi. Einnig að það er alltaf mjög leiðinlegt að sjá af góðum vinum og klifurfélögum og óbætanlegt ef þeir taka að hverfa yfir móðuna miklu í eihverjum mæli. Ég held nú ekki að Ívar eigi fáa vini heldur frekar að hann er að sanna eitthvað fyrir sjálfum sér og öðrum. Hann hækkar ekkert í áliti hjá mér við að gera svona hluti. Olli

    #47931
    2510815149
    Meðlimur

    jah.. Klifrið verður allavega ekki hreinna en þetta. Engin lína og glingurdót til að spilla fyrir hinu eiginlega klifri sem flestir eru að sækjast eftir. Hvort menn séu að sanna e-d fyrir sjálfum sér getur svosem alveg verið. Gæti líka bara verið að menn séu að reyna fá skemmtilegt klifur.
    Sjálfur gæti ég nú ekki gert þetta fyrir nokkra muni og vil nú ekkert vera að sjá góða vini gera of mikið af þessu en þeirra er valið og vonandi er ánægjan mikil.

    #47932
    AB
    Participant

    Þetta var sniðugt Palli. Ágætt að reyna að hnoða líf í umræðusíðuna.

    Stundum hefur þeim sem stunda sólóklifur verið skipt í tvo hópa. Annars vegar reyndir klifrarar sem þekkja getu sína og takmörk og hins vegar óreyndir klifrarar sem vita engan veginn hvað þeir eru að gera og enda með því kála sér í einhverju klúðri.

    Sem ungur, lítt reyndur klifrari lít ég upp til þeirra sem hafa unnið afrek í klifrinu. Að sólóa erfiðar klifurleiðir í fjöllunum er visst afrek. Því lít ég upp til þeirra sem nýta reynslu sína og hæfileika til að einfara klifurleiðir, gera það fyrir sjálfa sig og njóta upplifunarinnar (og eiga helst ekki konu og fjögur börn á aldrinum 2-14 ára heima við).
    Menn allt frá Jóni Geirs til Mark Twight virka því sem hvatning á mig þó ég stundi ekki sólóklifur.

    Þeir sem sólóa vilja ekki deyja frekar en flestir aðrir, en því miður gerist það nú samt. Eigingirnin í sólóklifri er augljós því harmurinn er þeirra sem eftir lifa. Samt getur enginn bannað fólki að sólóklifra. Einmitt í þessu felst fegurð klifursins. Fólk gerir það sem það vill, á þann hátt sem það vill.

    Það hefur ekki verið og mun sennilega aldrei verða veruleg fækkun í íslenska klifursamfélaginu vegna sólóslysa. Ekki nema Birgitta okkar Haukdal dragi með sér inn í klifursamfélagið, skara af óvita klifrurum í kjölfar auglýsingaherferð Rís súkkulaðis:)

    Andri.

    #47933
    1506774169
    Meðlimur

    Ég held að ef menn hafa almenna skynsemi í kúpunni ættu þeir að sleppa þessum parti ævintýramennskunar þó ekki væri nema til að forða ættingjum sínum frá löngu sorgarferli sem er gjörsamlega óþarft og heimskulegt. (punktur)

    #47934
    0304724629
    Meðlimur

    Ég er sammála Andra.

    Mér finnst það vera einkamál hvers og eins hvaða stíl hann velur sér svo lengi sem hann/hún veldur öðrum ekki skaða, þar með talið ættingjum sínum. Ég veit ekki hvort að góður félagi minn hann Ívar hafi verið að sækjast eftir viðurkenningu þeirra sem telja sig meiri spekinga í íslenskri fjallamennsku, allavega vissi ég ekki af þessu…!
    Getur verið að það gæti öfundar þeirra sem nú eru fjölskyldufeður og mega ekki gera svona hluti?

    kv

    rok

    #47935
    Páll Sveinsson
    Participant

    Hei… ekkert svona.
    Ég ætlaði ekki að persónugera þessa umræðu.
    Ég neita því ekki að okkar vinnusamasti fjallamaður hafi startað þessari hugsun hjá mér.
    Ég er á því að hver og einn verður að eiga þetta við sig.
    Það er svo annað mál að ólíklegustu hlutir komast í tísku. (Dæmi:jackass)

    Ég neita því ekki að það er gaman á fjöllum en mig langar að fara aftur og aftur.

    Palli

    #47936
    0304724629
    Meðlimur

    Nei Palli ég átti ekki við þig sérstaklega. Eiginlega frekar við mig enda neita ég því ekki að maður öfundi stundum þessa stráka sem virðast hafa allan tíma í heiminum til að leika sér.
    Svo hefur veturinn verið ansi aumkunarverður hér fyrir vestan og útþráin farinn að gera vart við sig en lítið hægt að gera í því.

    kv

    rok

    #47937
    2806763069
    Meðlimur

    Jæja er þetta byrjað hjá ykkur greiin mín.

    Mönnum hættir til að dæma aðra á eigin forsendum, ég hef svosem séð það áður.

    Ég veit að Palli var bara að fá fram smá umræðu um þetta atriði og var á engan hátt að gagnrína mig. Ég vill samt minna á að hann sjálfur er ekki með öllu saklaus af þessum heimskupörum eins og menn kalla það.

    Einhver ofvitinn sem ég þekki ekki kallaði mig með óbeinum hætti heimskan. Kann vissulega að vera rétt en… Mínar forsendur eru töluvert aðrar en hans, ég hef klifrað ís í 10 ár núna og á þessum 10 árum eru ekki margir íslendingar sem gætu hafa barið upp fleirri spannir en ég. Mér dettur reyndar bara einn mögulegar kandidat í hug. Á öllum þessum klifrumetrum reiknast mér til að ég hafi dottið þrisvar sinnum, einu sinni var ég ekki í línu og í hin tvö skiptin datt ég úr lítilli hæð niður á jörð. Aldrei meiddist ég að ráði.

    Ég er ekki að segja að ég sé óskeikull eða ódauðlegur, hinsvegar hef ég mun meiri reynslu en flestir þeir sem heimsækja þessa síðu og menn ættu kannski að taka það með í reikninginn.
    Þannig vill ég meina að það sé líklega ekki frekar hættulegt fyrir mig að klifra Paradísarheimt án línu á klukkutíma og korteri en það var fyrir mig að klifra Paradísarheimt reynslulaus á 6 tímum eins og ég gerði þegar ég var 18 ára (í spotta).

    Hvað Skarðsheiðina varðar var þetta í 3 skipti í vetur sem ég fór vegginn, og það er bara í vetur.

    Ég myndi því nokkurnvegin slá því föstu að ég hef næga reynslu í verkið og er frekar fær um að dæma um hvort það er heimskulegt en einhver besser wisser sem veit varla hvað snýr upp né niður á ísöxi.

    Afsakið hrokann en honum er ætlað að undirstrika það minn reynsluheimur er annar en flestra þeirra sem tala um þessar klifurferðir mínar sem heimskulegar.

    Að lokum.
    Klifur snýst alltaf um það að feta mjög þröngt einstigi á milli hraða og öryggis. Þeir klifrara sem hallast um of í aðra hvora áttina lenda annað hvort í því að vera kallaðir heimskir og fífldjarfir (og vera það jafnvel) eða að vera bara lélegir og afreka aldrei neitt á ferlinum. Margir sjá aldrei þetta samband, en segjum sem svo það er hægt að klifra Grafarfossinn á 15 mín án línu, og hefur líklega verið gert. Það er líka hægt að sóa 6 tímum í fossinum og taka aldrei minnstu áhættu. Það þarf ekki að velja á milli en í hvora áttina hallast þú?

    Ég mun ekki taka neina ábyrgð á því sem aðrir gera, hver og einn verður að axla ábyrgð á eigin gjörðum. Ég bendi hinsvegar á að ég hef verið lengi í bransanum og að það er mín besta trygging þegar ég fer að klifra, hvort sem ég er í línu eða ekki.

    Svo er það spurningin um það hvort ég hefi verið að sanna eitthvað, veit það ekki. Mér er ekki sama um það hvað öðrum finnst um mig en hvað það varðar að berja ís held ég ekki að mig skorti sjálfsálit eða gott álit annara. Þannig að líklega hef ég ekki verið að vinna mér inn neina auka punkta sem ég hef ekki.
    Ég er hinsvegar stundum dáldið þreyttur á að hvað hlutirnir ganga hægt í hefðbundnu klifri og finnst gaman að fá smá flæði í klifrið. Svo vantar mann líka smá kikk sem fæst ekki lengur úr 4.gr. leiðum.

    Vonandi temja men sér í framtíinni að horfa á hlutina frá báðum hliðum áður en þeir fella sleggjudóma.
    Ég er klifrari, ástvinir mínir vita það og treysta minni dómgreind þegar ég er á fjöllum, hún hefur sannað sig. 7,9,13.

    kv.
    Hardcore hrokagikkur

    #47938
    Páll Sveinsson
    Participant

    Man ég ekki rétt að eitt af þessum þremur föllum hafi einmitt verið í norðurveggnum á skessuhorni? Stákurinn á hjólinu í hinum endanum?
    Mér fannst það langt þegar ég horfði á og enn lengra niður ef ekki hefði verið spottin.

    Það er rétt það eru nokkrar spannir síðan.

    Palli

    #47939
    Anonymous
    Inactive

    Alltaf gaman að taka þátt í fjörugum skoðanaskiptum, sérstaklega þegar menn halda sig við málefnin eins og hér hefur reyndar verið gert (heyr heyr!!), Það er nú alveg rétt að hver og einn velur sína leið á fjöllum og það er það sem við sækjumst eftir þ.e. frelsið!!!! Við þessir reyndari erum fyrirmyndir fyrir hina yngri og óreyndari og höfum þess vegna ákveðnar skyldur gangvart þeim. Það efast enginn um að Ívar er einn af reyndustu klifrurum okkar í dag(alla vega ekki ég), enda segir fjöldi nýrra ísklifurleiða (sem hann hefur teki þátt í) síðustu 2-3 árin sína sögu. Ég held að við ættum samt að ítreka þetta til þeirra sem eru að byrja í sportinu að þetta sé eitthvað sem ekki er gert á hverjum degi og heldur ekki eitthvað sem menn segja að sé sjálfsagður hlutur.

    #47940
    2806763069
    Meðlimur

    ok, þá fjögur föll. Reyndar var þetta í Skarðsheiðinni þarna um árið aðeins ýkt af hjólastráknum. Ég eiginlega stökk niður ca. 1m (kannski 1,5m) vegna þess að ég var orðinn of pumpaður til að klára það haftið. En síðan eru liðin mörg ár.
    Rétt skal vera rétt.

    Mikið var þetta nú samt góur dagur þarna í Skessuhorningu um árið, manni hlýnar um hjartaræturnar við að rifja upp unaðslega plasteraðan ísinn sem maður gat sökt ísöxunum á kaf í, og samt sett inn skrúfur sem róuðu sálina.

    kv.
    Harðhaus

    #47941
    Jón Haukur
    Participant

    Sælir drengir

    Sólóklifur í Skessuhorni er reyndar ekki alveg nýtt af nálinni því Óskar Þorbergsson prílaði sér þarna upp á gamla stubai rupal parinu sem einu sinni þóttu góðar ísaxir einhvern tíman á níunda áratugnum held meir að segja að það hafi verið ein af fyrri ferðunum í veggnum.

    Hvað þennan klifurstíl varðar, er mér svo sem slétt sama hvað aðra varðar, öryggi og hraði eru vissulega góðir punktar þar sem það á við, þannig að skessuhornið, sem er reyndar frekar örugg leið og þarfnast ekki neins últra hraða, hlýtur því að vera æfingavöllur í sólóalpínisma af stærri karakter. Einhvers staðar verða menn jú að æfa sig og það er gott og blessað ef menn hafa getu í það eins og h-core og fleiri. Sem meðlimur í framsóknarfélaginu Landsbjörgu þá yrði ég samt frekar óhress með að tína upp einhverja græningja sem fengju hugsanlega þá flugu í hausinn að þetta væri hinn eini sanni klifurstíll.

    Það er ekki langt síðan að það voru tvö útköll „bara“ Grafarfossinn á einum og sama vetrinum. Þeir sem eru að byrja í bransanum sjá oft á tíðum ekki hvað er létt og hvað er ekki létt.

    En fyrst að Palli er búinn að opna á sögustundirnar, þá langar mig að spyrja um gamla þjóðsögu sem rifjaðist upp af þessu tilefni. Sagan var af úngum dreng í Grafarfossinum sem átti að hafa sleppt öxunum og látið sig vaða niður út af útpumpun, ef ég man rétt var hjólarinn líka á hinum endanum í þeirri sögu. Er þetta eitthvað helbert bull eða er þetta sama sagan á vitlausum stað?

    #47942
    Karl
    Participant

    Hvernig er það Ívar! -fékkst þú ekki einu sinni að dingla í línunni minni uppundir brún í Þilinu?
    -Kanski telst það ekki með að detta í topprópinu…

    Þess má geta að sjálfur datt ég eitt sinn uppundir brún í Skessuhorninu þegar blaðið í „Gamla-Rauð brottnaði“, -þá var nú gott að vera í línu og eigha e-h inni af skrúfum.

    kv, Kalli

    #47943
    2806763069
    Meðlimur

    Jæja ég er farinn að sjá ljósið í þessu máli. Maður er bara alltaf á hausnum. Ótrúlegt hvað þið gömlu kallarnir munið allt saman. Ég gleymi því alltaf strax þegar illa gengur, til að hafa pláss fyrir minningar af því þegar ég er spaði.

    kv.
    Hardcore spaði #1

15 umræða - 1 til 15 (af 15)
  • You must be logged in to reply to this topic.