Eilífsdalur

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Eilífsdalur

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45439
    Robbi
    Participant

    Fimmtudagsklifur.
    Hvað er betra en að fara að klifra á fimmtudags eftirmiðdegi. Kl.1700 ákváðum ég og félagi minn Ágúst að skella okkur í ísklifur könnunarferð í eilífsdal. Til öryggis tókum við græjurnar með ef ske kynni að það skyldi vera klevurfæri.
    Kl.1800 byrjuðum við að labba uppeftir og var myrkrið farið að segja til sín. stefnan var tekin á vatnsmesta fossin, innst inn í dalnum því við höfðum ekki nægan tíma til að leggja í brekkuna upp að þilinu. Klifrið í fossinum var hið besta, létt klifur upp létta 3.gráðu og síðan upp lóðrétt soldið stembið haft sem smá saman varð meira aflíðandi þegar leið á endann. Efti hlutinn var frekar kertaður en þokkalega þéttur í sér. Ísinn fór mjög sjaldan yfir 19 cm þykkt þar sem þær skrúfur komust ekki langt niður. Þegar við komum til baka og ætluðum að keyra út af svæðinu var búið að læsa okkur fasta inni á svæðinu. Töluðum við sumarbústaðarfólk sem opnaði fyrir okku og það saði…!svæðið er lokað frá og með október og fram á sumar. enginn kemst inn á það nema með lykli !!!!!
    hepni að við komumst inn.
    Þilið nær ekki saman og tjaldsúlurnar líta út fyrir að vera kleifar. Þótt að ísinn sé ekki orðinn geðveikt þykkur þá er samt hægt að sprikkla eitthvað þarna innfrá

    Klifurkveðjur
    Robbi

    #49030
    Siggi Tommi
    Participant

    Voðalega fínt. Gott að fá ferskar fréttir úr virkradagaklifri, sem ekki er farið á hverjum degi.
    Er það satt sem maður heyrir að þetta hafi verið hálf fáránlegt í lokin á leiðinni… ;)
    Kannski þarf að setja Batman þarna inneftir til að veita aðstoð Múhaha

2 umræða - 1 til 2 (af 2)
  • You must be logged in to reply to this topic.