Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Ég er að leita mér að ísklifur skóm.

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47523
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er að leita mér að ísklifur skóm.
    Mitt vandamál er að fæturnir á mér eru líkari froskalöppum frekar venjulegum karlmannsfótum
    Ég er búinn að máta bæði Scarpa Freney XT GTX og La Sportiva Nepal EVO gtx og þeir eru allt af þröngir.
    Ég er að láta mig dreyma um að finna skó sem ég þarf ekki að kveljast í.
    Ég er búinn að fara eina þrautargöngu að láta víkka gömlu skóna og var það til bóta en dugar engan veginn.

    Allar góðar hugmyndir eru vel þegnar.

    Palli

    #54445
    gulli
    Participant

    Hvernig skóm ertu í núna og síðan hvenær eru þeir? ;)

    #54446
    2205892189
    Meðlimur

    Scarpa Vega klikka seint…

    #54447
    Arnar Jónsson
    Participant

    Ég á við svipað vandamál að stríða eins og Palli. Lappirnar mínar eru frekar breiðar þannig að ítalskir skór líkt og La Sportiva og Scarpa eru báðir fyrir frekar grennri fætur. Besta leiðin til að laga það er bara að kaupa leður skó vegna þess að þá geturu farið með þá til skósmiðs og látið hann víkka hann fyrir þig með því að setja þvingu inní skóinn og geyma yfir nótt. Það virkar að ég held bara mjög vel (hef samt ekki beina reynslu af því).
    Annars hef ég heyrt betri hluti um La Sportiva skónna þessa dagana en Freney, auk þess sem hann er leður skór svo að það ætti að vera létta að víkka þá. Gummi stóri á annars báðar týpurnar og hefur notast við þær báðar svolítið. Ég held að hann geti svarað þér betur um hvað honum líki betur við.

    Kv.
    Arnar

    #54448
    Siggi Tommi
    Participant

    Hefurðu prófað gæludýrabúðina?
    Reyndar er froskahald líklega ólöglegt hér á landi þannig að það er kannski lítið úrval af skófatnaði á þína líka… :)

    #54449
    Gummi St
    Participant

    Hæbb,

    Ég hef verið að nota Freney, en þeir eru rosalega þröngir á alla kanta. LaSportiva IceEvo var ég að nota dáldið líka, þeir eru aðeins rýmri, en eru frekar fyrir lengri lappir og mjóar, þó ekki eins mikið og Scarpa Freney. Eftir að ég fékk mér hinsvegar LaSportiva Nepal Extreme er ég nánast ekki í öðru, ég held að þú eigir klárlega að fara og máta svoleiðis, mátt prufa mína ef þú notar nr. 47 eins og ég.

    Þeir eru einnig hrikalega sterkir, það stórsér á Freney skónum mínum og vel á Ice Evo, en þrátt fyrir að ég hafi notað NepalExtreme skóna meira eru þeir alveg gallharðir enn.

    Annars er önnur hugmynd ef lappirnar á þér eru mjög afbrigðlegar, að kaupa vel rúma skó og láta smíða fyrir þig innlegg sem laðar skóna að þínum þörfum, pabbi lét gera þetta við Freney skóna mína og hann segir að þeir séu nú snilld.

    kv. Gummi St.

    #54450
    AB
    Participant
    #54452
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ekki slæm hugmynd.
    Ég hef látið mér detta í hug að það sé einfaldara að laga lappirnar en skóna.

    Takk fyrir hugmyndirnar en þetta er eiginlega staðfesting á því sem ég hélt.

    kv.
    Palli

    #54454
    2808714359
    Meðlimur

    Ég er líka með svona „óheppilega“ lagaða fætur. Ég hef lengst af notað Scarpa leðurskó sem ég hef gengið til í stuttum göngum, en þeir verða samt aldrey nógu góðir fyrir virkilega langar göngur. Ég verð alltaf sárfættur ef ég geng í meira en 10 tíma í skónum, tala nú ekki um 20 tíma ferðir. Ég hef verið að máta aðrar tegundir en gengur illa að finna þessa réttu fyrir sumarferðirnar.

    Síðasta vetur keypti ég svo La Sportiva Spantic fyrir vetrarferðir og ísklifur. Þeir hafa reynst mjög vel, hef gengið 18 tíma án þess að verða sárfættur. Þetta eru að vísu rándýrir hlunkar en voru fyrir mig peninganna virði.

    kv
    Jón H

    #54464
    Sissi
    Moderator

    Haltu áfram að gúggla Palli, fyrst það eru til túttur fyrir fólk með litla stóru tá hljóta að vera til extra wide stífir skór:

    http://gearjunkie.com/evolv-demorto-climbing-shoes

    Ég var eitthvað að leita að þessu og það er hellingur af fólki sem er að vesenast með svona sundfit, einn gæinn brá á það ráð að kaupa næsta númer fyrir ofan og lét svo skósmið stytta. Veit ekki hvort það er minna mál en að láta berja þá eitthvað út, en skósmiðurinn uppi í Össurri gerði ótrúlega hluti með skóna okkar fyrir Pak.

    Hils,
    Sissi

    #58204
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég veit ekki hvort þið trúið því en tugi ára þrauta göngu minni er lokið.
    Ég fann loksins skó sem passa og ótrúlegt en satt þá virka þeir líka.
    http://www.youtube.com/watch?v=Zhq-i_ARKCc

    kv.
    P. dottin í nútíman.

11 umræða - 1 til 11 (af 11)
  • You must be logged in to reply to this topic.