Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

Home Umræður Umræður Klettaklifur Búhamrar á Kjalarnesi Reykjavík.

  • Höfundur
    Svör
  • #61810
    Páll Sveinsson
    Participant

    Ég er búinn að setja upp tvær nýjar leiðir við hliðina á Svarta turninum í Búhömrum.
    „Stúlkan í turninum“ 5.7 og „Uglan“ 5.6 þær eru báðar fullbolltaðar og um 25m og enda í toppakkeri sem hægt er að þræða.
    Þetta er í Búhömrum svo ekki gleyma að þar er laust berg og mosi.

    Þakka ÍSALP og bolltasjóði klifurhúsins fyrir að styrkja þetta verkefni.

    kv.P

    PS.
    Það er kjörið að byrja á Uglu síðan Stúlkan í turninum og klára svo Svarta turninn upp á topp.

    Attachments:
    #61812
    Otto Ingi
    Participant

    Frábært!

    #61813
    Sissi
    Moderator

    Algjör snilld. Þarna er bara kominn heill sector. Takk fyrir þetta Palli!

    #61814
    Páll Sveinsson
    Participant

    Svona til gamans þá googlaði ég hvað er við hliðina á Svarta turninum og fékk þetta.
    http://jonashallgrimsson.is/index.php?page=stulkan-i-turninum

    kv.P

    #61815
    Helgi Egilsson
    Keymaster

    Glæsilegt. Hlakka til að prófa!

    #61816
    Sissi
    Moderator

    Ef þú gerir fleiri þá var „Tveggja turna tal“ í excel skjalinu ef við myndum klára leiðina sem var á teikniborðinu 🙂

    #61818
    Jonni
    Keymaster

    Vel gert!
    Til að vera viss, hvor leiðin er hvað?

    #61820
    Páll Sveinsson
    Participant

    Frá vinstri er það „Ugla“, „Stúlkan í turninum“ svo gamli góði „Svarti turninn“ lengst til hægri.
    Ugla og stúlkan eru alveg góðir 25m svo það fullorðna línu til að toppa þær.
    Það er líka lítið mál að klifra upp úr þeim og bröllta niður. Eiginlega bara labb.
    Það má þá líka bröllta upp gilið vistra megin og leggja ofan vað. (meira segja eitt auka topp akkeri í leið sem er ekki komin.)

    Þessar gráður eru bara tillaga mín og bara betra ef við gætum fundið „rétta“ gráðu. Öll umræða vel þeginn.

    kv.P

    Attachments:
    #61834
    Bjarnheiður (Bea)
    Participant

    Takk fyrir að bolta þetta!

    Við fórum fjögur og klifruðum Ugluna og Stúlkuna í turninum í gær. Uglan er 13 boltar og svakalega mikið laust efni í henni og mosi. Við hreinsuðum allt upp í höfuðkúpustærð á hnullungum úr leiðinni en enn þarf að hreinsa meira og næst mætum við með vírbursta. Ofarlega (minnir það hafa verið neðan næstefsta boltans) er stórt flykki sem dúar og í því laus tök. Mögulegt að einhver geti farið þarna og hrint því öllu niður? Það er ca. 90 cm á breidd.

    Okkur Rob sem byrjuðum á Uglunni fannst Stúlkan í turninum öruggari (minna laust efni) en Paavo og Ágústi Kristjáni sem byrjuðu á Stúlkunni fannst öfugt svo hugsanlega er það spurning um upphitun og hreinsun!

    Varðandi gráðun þá er ég of mikill byrjandi til að geta dæmt fullkomlega en ég held að þetta sé rétt gráðun þegar búið verður að hreinsa leiðirnar betur.

    #61836
    Rob
    Participant

    Mynd: Ágúst K. ofarlega á Uglunni – Línan til hægri er Stúlkan.

    Worth taking some longer quickdraws to decrease drag at the top.

    • This reply was modified 8 years, 5 months síðan by Rob.
    #61845
    Otto Ingi
    Participant

    Hæhæ,

    Ég og Daníel Másson fórum Ugluna og Stúlkuna í turninum. Flottar leiðir báðar og takk fyrir að bolta Palli.

    Mér fannst Uglan vera bara nokkuð góð hvað varðar laust grjót, svona miðað við að þetta er í Búahömrum. Mér fannst gráðan 5.6 nokkuð rétt.
    Mér fannst vera heldur meira af lausu grjóti í Stúlkuni í turninum, losaði stóran hnullung í miðri leið og eitthvað af smágrjóti. 5.7 finnst mér allt í lagi gráða, jafnvel að þetta sé 5.8 (mér var að vísu svo kalt á puttunum að það er kanski ekkert að marka).

    Mæli með að tala langa tvista með, það var mikið rope drag

    Smá pæling, heita hamrarnir ekki Búahamrar en ekki Búhamrar? Ég hef oft velt þessu fyrir mér.

    kv.
    Ottó Ingi

    #61897
    Bjarnheiður (Bea)
    Participant

    Heyrðu jú, það heita Búahamrar! Það er þarna klettur uppi í hlíðinni sem heitir Búi og hamrarnir heita eftir honum.

    #61912
    Siggi Tommi
    Participant

    Fór ásamt Dodda Skagamanni í Búahamra á þriðjudaginn var.
    Fórum í Gandreið og Garún-Garún, sem eru miklar eðalleiðir eins og fólk vonandi veit (5.10b vs 5.11b).
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6307146463731700817
    fyrir myndaseríu þaðan frá síðasta túr.
    Aðeins snúið að finna sektorinn, því það þarf að síga í hann ofan af brún niður á stóra syllu sem er hjá Nálinni.

    Fórum í Ugluna og Stúlkuna á leiðinni niður.
    Fínasta viðbót en það vantar að fara þangað í hóp með góðan vírbursta og kúbein og skrúbba og jóðla aðeins meira.
    Braut eina löpp úr hægri leiðinni (Stúlkunni?) og tók hressandi salibunu í kjölfarið (þar sem ég hélt í akkúrat ekki neitt… 🙂
    Stúlkan var ansi snúin við bolta 3 (eða hvað það var) og 5.7 kannski í lægri kantinum (eins og Ottó nefndi).
    Úr vinstri leiðinni (Uglunni?) hentum við niður tveimur risa hnullum ofarlega í leiðinni. Þeir voru aðeins hægra megin við boltalínuna en samt eitthvað sem einhverjum gæti alveg hafa dottið í hug að grípa í.
    https://picasaweb.google.com/113225176019452545492/6312713384576129185

    • This reply was modified 8 years, 5 months síðan by Siggi Tommi.
    #61917
    Kári Hreinsson
    Participant

    Fór ásamt nokkrum Flubbum í Búahamra síðastliðið fimmtudagskvöld að kíkja á nýju leiðirnar tvær.

    Sú vinstri (Uglan 5.6) var ennþá vel laus í sér, það nánast rigndi litlum steinvölum yfir brekkuna og náði ég að losa einn vænan stein ofarlega í leiðinni þegar ég var að spyrna mér upp í næsta grip, mæli með að tryggjarar komi sér fljótlega í skjól. Gráðan er líklega nokkuð nærri lagi, byrjunin var sennilega erfiðust en öll leiðin er mjög þétt boltuð og ef stefnan er að klippa allt þarf 13 tvista (og er þá ekki að telja með neitt fiff í topp-akkerinu).

    Hægri leiðin (Stúlkan í turninum 5.7) var brattari og erfiðari í byrjun, en mildast eftir því sem ofar dregur, veit ekki hvort erfiðasta hreyfingin nái í Eilíf en gráðan er væntanlega einhversstaðar milli 5.7 og 5.8. Fann mun minna fyrir lausu grjóti, helstu óþægindin voru líklega að þurfa að treysta á frictionið í grasinu nálægt toppnum með hressilegt rope-drag að halda manni niðri. Þessi var einnig þétt boltuð, tók á bilinu 12-14 tvista, en ég hafði ekki nákvæma tölu á því.

    Topp akkerin eru eins og þau gerast best, tveir boltar tengdir saman með veglegri keðju í hring sem er þræddur. Takk fyrir skemmtilegar leiðir!

    #66075
    Jonni
    Keymaster

    Ég og Bjartur skruppum í gær á Turna sectorinn og töldum okkur ver að fara í leiðina Loka, en eftir að hafa rýnt í svart á svart 1985 myndina aðeins meira, þá sáum við að Loki er einhverstaðar allt annarstaðar. Ég get ekki séð að þessi lína geti verið Gleymska eða Hvannartak, https://www.isalp.is/problem/gleymska https://www.isalp.is/problem/hvannartak og því get ég ekki fundið neinar upplýsingar um þessa línu.

    Við nefndum leiðina því Angurboða og póstuðum henni hér á síðuna https://www.isalp.is/problem/angurboda

    En við spyrjum: Þetta er svo augljós lína og í alfaraleið, kannast einhver við að hafa klifrað þetta?

    #66258
    Jonni
    Keymaster

    Ný boltuð tveggja spanna leið í Búahömrum!

    http://www.klifur.is/problem/tveggja-turna-tal

    Það er smá ryk í leiðinni, þannig að hún gæti haft gott af einni góðri rigningu en spennt teymi geta engu að síður prófað stykkið.

    Munið eftir hjálminum 😉

    #66318
    Siggi Richter
    Participant

    Við fórum þrír í Búahamra eftir vinnu í gær til að njóta þessarar gulu. Við byrjuðum á að kíkja í fílabeinsturninn og munda okkur við Vítisbjöllur (Á enn langt í land), ótrúlega flott leið, en almáttugur, ég hef ekki séð annað eins víra-karabínu-línu lestarslys síðan í Cham (bæði aðkoman og í leiðunum). Er þetta eitthvað sem má uppfæra/hreinsa, eða á þetta að vera hluti af upplifuninni?
    Annars langar mig að forvitnast, þarna eru leiðirnar Helgríma og Vítisbjöllur, en þrjár aðrar leiðir (er virðist), og að því er ég best veit eru hinar þrjár ófarnar. Er þetta eitthvað sem stendur enn, eða hafa menn mundað sig betur við þær leiðir seinni ár, og hafa einhverjar frekari upplýsingar um þær?

    Svo var mér líka litið yfir á Mefisto, menn vilja meina að þetta sé tveggja spanna leið, er þá verið að taka hangandi stans í veggnum ofan við múkkasylluna (virðist ekki lengra en 30 metrar)?

    Síðan kíktum við í Gandreið og Garún, frábærar leiðir báðar. Í Garúnu tókst mér hins vegar að brjóta fótfestu í seinna krúxinu í heiðarlegri flasstilraun (fínt að geta kennt öðru en sjálfum mér um að hafa klúðrað þeirri tilraun), svo hún bíður betri tíma.

    En á leiðinni niður gilið vestan við Svarta spottuðum við einn einmana bolta í sirka 15 metra hæð (í háa veggnum vinstra megin sem snýr að Svarta), og síðan innbarinn álhaus í um þriggja metra hæð. Er einhver sem þekkir betur pælinguna bak við þessar tvær einmana tryggingar (stigaklifur, dóta/bolta frí-skrípi, eða ókláruð leið)? Virðist nokkuð flott lína.

    Ég biðst velvirðingar á þessari hnýsni, ég veit að menn halda því fram að allt sé stimplað hægri vinstri í Ísalp ritum og eru margir ekki hrifnir af að deila þessum hræðilega persónulegu upplýsingum á netinu. En nú er ég seinustu mánuði búinn að torga þessum ársritum eins og hafragraut, skanna alla annála og greinar í tvígang minnst, og lítið bólar á þessum ítarlegu lýsingum. Og þær leiðalýsingar sem finnast eru oft álíka ítarlegar Evrópukort í A4.

    • This reply was modified 6 years, 5 months síðan by Siggi Richter.
    #66323
    Arni Stefan
    Keymaster

    Varðandi einmanna boltanb heyrði ég að þetta hafi verið stigaklifur leið sem var bara kláruð hálfa leið upp þegar teymið þurfti frá að hverfa.

    Við Haukur Már fríklifruðum hana um árið og kölluðum hana Giljagaur. Byrjuðum aðeins hægra megin og nokkuð beint upp og fram hjá boltanum. Hélt við hefðum skráð hana en finn hana hvorki hér né á klifur.is. Ef ég man rétt var hún um 5.7 og bergið var nokkuð laust á köflum, man ekki eftir neinum sérstökum erfiðleikum við að tryggja en man að ég klippti í boltann.

    #66325
    Rob
    Participant

    því miður fyrir íslensku minn, en ég vill ekki skifta tungumálið 😉 Ég var að labba up á búahömrum í gær og fannst 2 (shiny) boltar og mjög gamall tat á boltanum, var milli af Svarta vegginn og Naglinn/Garún vegginn. Var ekki meira boltar og leiðinni undir er bara brattgrasleið, er þetta eitthvað eða er það hægt að endurnota „hangers“ frá svona boltar?

    #66452
    Siggi Richter
    Participant

    Spennó. Er þá ekki bara að skrá þessa leið? Svo verður líka áhugavert að fylgjast með þessu nýja bolta-ævintýri Jonna og Rob í veggnum.

    En Rob, getur verið að þetta sé kannski toppakkeri í einhverri ísleið (t.d. Nálaraugað)? Ég man ekki eftir neinu akkeri en ég hef samt aldrei leitað.

    #66478
    Otto Ingi
    Participant

    Ef það er bara grasbrekka undir þessum boltum er þetta þá ekki bara úr einhverri björgunarsveitaræfingu

    #66487
    Siggi Richter
    Participant

    Reyndar, góður puntkur. Ætli sé þá ekki í lagi að laumast til að endurnýta þá.

    #66491
    Sissi
    Moderator

    Það væru aldrei skilin eftir augu og rær á björgunarsveitaæfingu. Það væru heldur ekki Byko hlekkir í þeim.

    Gæti verið ísklifur toppankeri, þau eru nokkur í Búahömrum, eða einhver leið í vinnslu. Samt frekar steiktur frágangur. Persónulega myndi ég ekki fara að taka einhver augu og endurnýta nema ég vissi hvað þetta væri, hver setti þetta inn og hvenær.

    #67697
    Jonni
    Keymaster

    Ég er með prýðis hugmynd sem að mig langar að útfæra í sumar!

    Mér finnst skorta góðan göngustíg upp í Búahamra líkt og er í Stardal. Neðst niðri við girðinguna er farinn að myndast smá slóði em hann hverfur um leið og hækkunin upp að Svarta turninum byrjar.

    Mig langar að koma fyrir stikum til að marka góða leið upp og til að fá fólk til að ganga á sama stað upp.

    Hvað findist fólki um slíka kjarabót?

    Hefur einhver reynslu af stikun? Fer maður bara í Húsasmiðjuna og kaupir litla staura og smá málningu?

    #67700
    Sissi
    Moderator

    Prýðis hugmynd, ég held að Skabbi og fleiri hafi stikað stíginn upp í Valshamar. Bara redda stikum og níðsterkri áberandi málningu (það er glettilega erfitt að sjá svona staura) og svo bara dúndra þessu niður á einhverja línu sem þér líst vel á. Passa svo bara að láta hana ekki fara beint á brattann.

25 umræða - 1 til 25 (af 27)
  • You must be logged in to reply to this topic.