Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Búhamrar
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
17. ágúst, 2004 at 13:07 #462241410693309Meðlimur
Hvað eru þetta eiginlega orðnar margar boltaðar leiðir Búhömrum? Hefur einhvers staðar eitthvað verið sett á blað um þessar leiðir?
Kv. BoltamaðurinnP.s.
Hvað segja menn annars um Valshamar, eru ekki möguleikar á að fjölga þar boltuðum leiðum eitthvað með smá hreinsunaraðgerðum, sérstaklega norðan megin í hamrinum.17. ágúst, 2004 at 13:23 #489122005774349MeðlimurÍ Fílabeinsturninum eru tvær klifnar leiðir og þrjár óklifnar.
Klifruðu leiðirnar eru 5.12c „Vítisbjöllur“ og 5.13b „Helgríma“.
Rétt þar hjá er leið sem Snævarr fór fyrir mörgum árum, 5.12b, „Mefisto“, tvær spannir.
Rétt vestan við Nálina er „Gandreiðin“ hans JBD, um 5.10.
Austast í Búhömrum er svo „Rauði turninn“ 5.9 tvær spannir, og ein leið í viðbót sem ég kann ekki alveg deili á.Það eru mörg tök í viðbót undir mosanum nyrst í Valshamri. Málið er að fletta ofan af þeim. Ég hugsa að það mætti gera 2-3 fínar leiðir í léttari kanntinum þar í viðbót.
Nóg að sinni,
Hjalti Rafn.
17. ágúst, 2004 at 15:18 #489132005774349MeðlimurÞetta eru þær leiðir sem ég þekki. Má vera að ég gleymi einhverju.
HRG
17. ágúst, 2004 at 17:02 #48914Siggi TommiParticipantRétt er að benda á að seinni spönnin í Rauða turninum er boltuð fyrstu 10-15m og svo tekur við ca. 10m runout upp slabb og upp 2m haft þangað til komið er að sigakkerum á klöppinni uppi. Reyndar er þetta létt klifur en ef einhverjum skyldi detta í hug að detta þarna þá gætu slæmir hlutir gerst. Hef yfirleitt tekið eitthvað af dóti með til að henda inn undir síðasta haftinu.
Leiðin við hliðina á Rauða turninum er ca. 5m austar og er ca. 5.7. Byrjar létt upp mosavaxið slabb (langt á milli bolta) en verður svo skemtilegri ofar og endar í bolta með ólæstri bínu. Ágætis upphitun fyrir Turninn. Þekki ekki nafnið á henni.
Fór annars að leita að Gandreiðinni um helgina og fann ekki (fórum að skrölta í Vítisbjöllunum í staðinn…). Fórum nefnilega Nálina um daginn og enduðum á akkerum sem mér skildist á Bjössa að væru í Gandreiðinni. Fann þó enga bolta í fyrstu tilraun á veggnum neðan við þau akkeri.
Getur einhver lýst nánar aðkomunni að þeirri leið? Þarf að síga niður þessi akkeri eða byrjar leiðin úr gilinu vestan við Nálina?18. ágúst, 2004 at 09:41 #48915Stefán ÖrnParticipantEf þú gengur eftir syllunni til vinstri/vesturs þar sem fyrri spönninn í Nálinni endar muntu ramba á leiðina. Á undan Gandreiðinni rekstu á Dyragættina að ég held. Flott dótaleið upp sprungu sem endar uppi á brún. Gott ef hún er ekki 5.8. Man það samt ekki alveg.
Steppo
23. ágúst, 2004 at 11:32 #489161410693309MeðlimurTakk fyrir uppl. Tókst að finna Rauða turninn eftir smá barning fyrir helgi. Hefði átt að lesa skeytið frá Hjalta betur. Ræði ekki hvernig við komumst upp, en upp komumst við. Einn slingur fannst mér vera nóg fyrir 10 m „run-out-ið“ sem Sigurður Tómas nefnir. Er það rétt skilið að leiðin við hliðina á Rauða turninum sé 5.7? Veit einhver frekari deili á henni, s.s. hvort hún er ein spönn og hvort maður þarf að nota eitthvert dót í henni?
Kv. SMP.s. Verða að skrifa undir það sem fram hefur komið hér á vefnum áður að í B-hömrum er augljóslega fullt af ónýttum möguleikum fyrir boltaðar leiðir.
1. september, 2004 at 11:11 #48917RobbiParticipantleiðin við hliðina á rauða turninum (hægramegin) er 5.7 og er hin ágætasta upphitun. Hún er þokkalega mosavaxin og bergið í henni á það til að molna(svona svipað og í turninum).
Leiðin er ágætlega boltuð en mig minnir að það sé eylítið langt á milli bolta svona sumstaðar, man það ekki alveg langt síðan ég klifraði hana.
robbi3. september, 2004 at 13:27 #489181410693309MeðlimurTakk fyrir uppl. Maður þarf greinilega að prófa þessa leið. Svo þyrfti maður að fara mæla út fyrir fleiri 5.7-5.9 leiðum þarna í nágrenninu.
Kv. SM6. september, 2004 at 02:37 #48919HrappurMeðlimurÉg klifraði nú leiðina við hliðina þessa 5.7 fyrir einhverjum árum og surprise nokkrir hnullar rúluð úr henni og enginn endir varð að skilja eftir bínu í síðasta bolta. Vandlega hreynsuð og frágenginn leið einsog flestar aðra frá sama höfundi.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.