- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
16. febrúar, 2003 at 09:23 #456360405614209Participant
Góðan daginn.
Það virðist vera meginregla að þeir sem fara í Bratta og Tindfjallaskála borgi ekki fyrir gistingu afnot af skálunum. Þetta er hið versta mál og þetta þarf að breytast. Skálarnir eru töluvert mikið notaðir en greiðslur fyrir gistingu eru nánast engar.
Ef menn eru með athugasemdir eða tillögur um úrbætur á skálunum eða leiðir til þess að koma þessum skálamálum í lag eru endilega hvattir til að tjá sig um það hérna á síðunum eða senda póst á stjorn@isalp.is
Kveðja
Halldór formaðurPS.: Það stendur til að stofna sérstakar skálanefndir sem eiga að sjá um skálana og ef einhverjir vilja taka að sér nefndarstörf þá eru þeir beðnir um að setja sig í samband við stjórnina
18. febrúar, 2003 at 08:41 #47721kgbParticipantMæli með að fólk verð að skrá sig í dagbók og taka gíróseðil í skálanum. Svo gæti klúbburinn áskilið sér rétt til að rukka þá sem ekki skrá sig þrefalt skálagjald. Það gæti virkað.
Það er auðvitað vinna sem fylgir því að rukka inn skálagjöld ef fólk stendur ekki skil á greiðslum. Það kom fram á aðalfundinum af það hafi lítið verið reynt að rukka. Nú svo má athuga hvort ekki er hægt að fá rukkunarfyrirtæki í málið Greiðandi greiðir allan kostnað vegna þess.Kveðja,
Kristjánps. alveg opinn fyrir því að sitja í skálanefnd
24. febrúar, 2003 at 22:10 #477220405614209ParticipantBlessaður.
Auðvitað á fólk að skrifa sig í gestabókina í þeim skála sem gist er í. Ef eitthvað kemur uppá þá er allavega vitað hvar viðkomandi var á þessum tíma – þetta vita auðvitað allir.
Svo er auðvitað hitt að því fleiri sem borga skálagjöld, því meiri tekjur og þ.a.l. meiri peningur til að eyða í að gera skálana betri o.s.frv. – þetta vita auðvitað allir líka.
Þú verður formlega munstraður í skálanefnd ásamt Stebba ex-president og svo er Guttormur tilbúinn líka. Ef fleiri hafa áhuga á að taka þátt í störfum fyrir klúbbinn þá er tilvalið að tilkynna það hérna á síðunum eða þá að senda póst á stjorn@isalp.is
Kveðja
Halldór formaður -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.