Home › Umræður › Umræður › Klettaklifur › Boulder í Eyjafirði
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
9. apríl, 2003 at 19:46 #462760804743699Meðlimur
Þorir einhver að segja hvar nákvæmlega steinarnir eru sem eru á forsíðu isalp.is?? Eru einhverjir búnir að „glíma“ við þá?
10. apríl, 2003 at 14:07 #479070902703629MeðlimurGrjótin sem voru á forsíðu isalp.is í gær eru vestan megin við Eyjafjarðará undir fjallinu Möðrufellsfjall og hugsanlega hrun úr því fjalli. Á svæðinu eru óteljandi hnullungar af öllum stærðum og gerðum og ná þeir reyndar alla leið niður að Eyjafjarðará og dreifast því á nokkrar eignir/bæi á svæðinu. Nú þegar hefur verið fengið leyfi til að brölta á grjótinu hjá heimilisfólkinu á Torfum en þau „eiga“ aðeins lítinn hluta. Enn á eftir að „semja“ við ábúendur á Ytra- og Syðrafelli. Það er varla hægt að segja „að glímt“ hafi verið við grjótin þó að við höfum vissulega prófað aðeins fyrir okkur. Þau virðast til dæmis mjög misjöfn að gerð, sum of lin og laus í sér á meðan önnur standa undir væntingum.
Grjótið sem Böbbi þjösnast á á forsíðu dagsins í dag er hinsvegar Grásteinn sem staðsettur er austan megin Eyjafjarðarár. Ekki eru allir á eitt sáttir um hver „eigi“ steininn þó að heimilisfólkið í Háagerði telji hann sína eign og jafnframt álfastein sem ekki beri að hrófla við á einn eða annan hátt.
Að lokum má benda á skemmtilegt klettabelti austan við bæinn Rifkelsstaði í Eyjafjarðarsveit. Klettabeltið er 300 – 700 m. að lengd, undirlendið er gras og mosi og það er óneitanleg þægilegt að hvíla sig á árniðnum í Munkaþverá með því að skella sér á þetta svæði. Ekki væri úr vegi að bolta nokkrar leiðir með leyfi ábúenda.
10. apríl, 2003 at 14:56 #479080311783479MeðlimurHvað eru þessi klettar við Rifkelsstaði háir, eitthvað í líkingu við Hnappavallahamrana?
10. apríl, 2003 at 15:22 #479090804743699MeðlimurFrábært að fá þetta? Væri ekki ráð að rissa þetta upp á kort… Bæði landfræðilega og jafnvel helstu leiðir og senda þetta á isalp.is sem gæti geymt þetta á PDF formati á vefnum.
Alltaf gaman að koma norður og klifra í munnkaþverá og glíma við grástein, frábært að vita af fleiri möguleikum á svæðinu.11. apríl, 2003 at 08:41 #479101402734069MeðlimurÞað er því miður bannað að klifra á Grásteini í augnablikinu.
Við höfðum orðið okkur út um leyfi og góðan vilja frá fyrrverandi ábúanda, sem gróðursetti blóm og hugsaði um blettinn við steininn. Núverandi ábúandi bannaði okkur þó að nota steininn til klifurs og verðum við að fara eftir þeim tilmælum þar sem hún hefur allan rétt sín megin, sem við staðfestum hjá sveitarstjóra.
Kristín ætlar þó að freista þess að tala hana til. Ef bóndakonan bráðnar ekki þegar þær mæðgur, Sædis og Kristín, mæta á svæðið þá virkar ekkert á hana!
Þangað til verðum við að halda okkur vestan megin í dalnum!
11. apríl, 2003 at 15:10 #479112806763069MeðlimurBannað að klifra, hvaða helv. vitleysa er það nú?
Er steinninn í húsgarðinum hjá þessu fólki eða hvað??
Er ekki rétt að klúbburinn athugi hver réttur náttúruunnenda er til móts við rétt þessara bænda sem þykkjast eiga landið.
Maður hlustar nú ekki á svona vitleysu, eða hvað?
14. apríl, 2003 at 16:42 #479121402734069MeðlimurÞví miður er það svo að steinninn er rétt innan skráðra eignamarka.
Þó svo miðlína Vegagerðarinnar falli yfir steininn miðjan tekur það ekki til hans alls og því verður að virða eignarrétt ábúenda.
Hér er heldur ekki um að ræða skráðan álfastein en með því myndu aðrar reglur gilda um hann.
En gaman væri ef einhver lögfróður maður gæti athugað málið frekar!
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.