- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
4. mars, 2004 at 16:53 #454801704704009Meðlimur
Botnssúlnaferðin á sunnudaginn er enn á dagskrá og alls ekki áformað að fella hana niður. Það hefur hins vegar enginn skráð sig eða tjáð sig á vefnum og því erfitt að mæla áhugann. Það væri auðvitað hrútleiðinlegt ef þessi Ísalpferð yrði kæfð í fæðingu. Vantar einhvern far? Getur einhver boðið upp á far? Ég hreinlega VEIT að menn/konur eru að spá í málin og langar til að fara í hressilega dagsferð að vetri. Leggið nú orð í belg. Líka hægt að hafa samband 821-4481 við mig. Ö.
4. mars, 2004 at 17:04 #485131704704009MeðlimurVeðurspáin fyrir sunnudag: Sunnan 10-15 m/s og rigning, en talsvert rigning suðvestantil.
Já, það verður þá rok og rigning, en færi maður nokkurn skapaðan hlut ef maður léti skítaveður alltaf eyðileggja fyrir sér?
Ég er til í tuskið á sunnudag. Hvað með aðra?4. mars, 2004 at 21:02 #485142806763069MeðlimurKlifurhúsið er opið frá 12:00 til 16:00 um helgar. Hlakka til að sjá ykkur.
4. mars, 2004 at 23:45 #485150704685149MeðlimurÉg hvet ykkur til að taka gönguferð í rigningunni á sunnudaginn…þá verðið þið svo miklu ánægðari þegar þið komið norður í blíðuna sem verður á Telemarkmótinu.
Allt er hægt, skoðið þessar myndir sem eru teknar í maí síðasta vor, auðvita í rjómablíðu á Akureyri. Ath. þessi ungu drengir eru alltaf með húfur hér fyrir norðan til að fá ekki sólsting!!!
http://www.bigjump.is/default.php?i=37&b=18,345
Kv
Bassi6. mars, 2004 at 07:58 #48516kgbParticipantleitt að segja það en ég slaufa ferðinni á morgun, í því veðri sem verður þá, og nota frekar þennan bjarta laugardagsmorgun til að fara í dagsferð. Þó maður fari einn. Mestan áhuga hefði ég nú samt á Botnsúluferð með Ísalp, hefði hún verið færð til dagsins í dag… Nú ef veðrið breytist þá er aldrei að vita að maður komi á morgun.
Annars gott framtak að hafa svona ferð á dagskrá. Mættu vera fleiri svona dagsferðir eins og þessi.
kgb
6. mars, 2004 at 10:36 #485171704704009MeðlimurAllt í lagi Kristján og góða skemmtun. Annars er spáin fyrir morgundaginn að versna ef eitthvað er og nú segir Veðurstofan 25 m/sek í strengjum við fjöll. Smárok og rigning skaðar engan en við verðum víst að játa okkur sigraða ef það er beinlínis spáð stormi á morgun. Botnssúlur eru ekki ákjósanlegur staður í stormi. Ferðin er því í uppnámi sem stendur. Tökum síðasta veðurtékk í kvöld og athugum hvort þetta lagist eitthvað. Tilkynni ákvörðun á vefnum fyrir kl. 19 og hringi í skráða þátttakendur.
-Ö -
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.