Ég fór ásamt vinkonum mínum Heiðu og Siggu Sif í alpabrölt núna í lok sumars.
Eftir nokkra daga dvöl í Chamonix rigndi í meira en tvo sólarhringa og á þeim tíma snjóaði niður í um 1600 m auk þess sem það var mjög hvasst hátt til fjalla.
Við einbeittum okkur því mest megnis að fjölspannaklettaklifri en eins og margir vita þá er af nógu að taka á svæðinu.
Nú veit ég að fleiri ÍSALPARAR eru á ferðinni á sömu slóðum og verður gaman að heyra hvað þeir taka sér fyrir hendur.
Myndirnar mínar: