Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › æjæj…
- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
7. desember, 2010 at 16:07 #474160808794749Meðlimur
Á DV er sagt frá því að Björgunarsveitir sæki nú mann sem hafi fótbrotnað eftir ísklifur í Banagili.
Vonandi gengur vel að ná í manninn og hann ekki illa brotinn…
Frétt7. desember, 2010 at 16:38 #559230801667969MeðlimurNafnið á gilinu er ekki beinlínis uppörvandi. Af hverju skyldi það draga nafn sitt? Vonandi eru meiðsl klifrarans eitthvað sem grær áður en viðkomandi giftir sig.
Kv. Árni Alf.
7. desember, 2010 at 17:49 #55925Freyr IngiParticipantÍsklifrarinn sem brotnaði inni í Banagili (Austurárdal) er væntanlega í sjúkrabíl núna rétt um það bil að komast á sjúkrahús.
Ég heyrði í ferðafélögum hans rétt í þessu þar sem þeir voru á heimleið.
Ég læt þeim eftir að útskýra nánari tildrög slyssins en ekki var um klifurfall að ræða.
Góðan bata!
8. desember, 2010 at 17:10 #55928Páll SveinssonParticipantAf öllum mönnum þurfti það að vera hann.
Nú skil ég pukrið.
kv
ps8. desember, 2010 at 23:38 #559291908803629ParticipantSlæmar fréttir. Vonandi stefnir í góðan bata.
Hvernær ætla menn annars að deilda fréttum af herlegheitunum?
9. desember, 2010 at 08:22 #559300304724629MeðlimurHvaða pukur er þetta Palli? Ætlarðu að ná þér í 5000 kall hjá DV? Nú vill ég bara vita hver þetta er en ekki hvað gerðist…!
9. desember, 2010 at 09:41 #55931SkabbiParticipantHæ
Úr því sem komið er held ég að það sé engum til gagns að þegja um þennan leiðinda atburð. Ég vænti þess að þeir sem hlut áttu að máli get skýrt þetta betur út en ég þegar fram líða stundir.
Slysið átti sér stað í stóru hvelfingunni í Austurárdal, sem kallast víst Banagil. Þar voru að klifra þeir Ágúst þór, Ívar Hardcore og Björgvin Hilmarsson. Þeir höfðu nýlokið við að klifra afbrigði af Bláu leiðinni. Björgvin var á e-m þvælingi innst í hvelfingunni þegar hann hrasaði, rann til á smá ísfláa og skall með sköflunginn á grjóti. Við þetta „meinleysislega“ slys fór sköflungurinn í sundur, frekar harkalega og þeir áttu engan kost annan en að kalla á hjálp til að koma honum undir læknishendur.
Bjöggi fór í aðgerð í gærmorgun þar sem brotið var sett saman aftur. Hann ber sig eftir atvikum vel. Þetta er ákaflega leiðinlegt náttútulega og við vonum að sjálfsögðu að Bjöggi hljóti eins skjótan bata og hægt er.
Skabbi
9. desember, 2010 at 14:37 #55932Páll SveinssonParticipantÞað er þá svona sem slysin gerast.
Búinn að leiða flotta leið með stæl og svo búinn að síga alla leið niður aftur.
Tekur upp myndavélina til að taka mynd af félögunum á leið niður og flækja þá broddunum í skóreimunum og detta á hausinn.Þú át samúð mína alla Bjöggi.
Það er ekkert grín að vera halltur á báðum en kannski jafnast það bara út.
kv
palli9. desember, 2010 at 16:28 #559330801667969MeðlimurÓska Bjögga bata sem fyrst. Hann getur vonandi huggað sig við að það er hláka í kortunum. A.m.k. vel fram yfir helgi.
Kv. Árni Alf.
11. desember, 2010 at 11:36 #55935Björgvin HilmarssonParticipantJæja, þá er maður loksins kominn heim eftir samantjasl á spítalanum og sýklalyf í æð í nokkra daga.
Palli lýsir þessu nú ágætlega, um það bil eins og þetta gerðist. Segir manni bara að þegar maður er kominn úr sínu elementi (lóðrétt) þá þýðir ekki slaka á. Var greinilega kominn í of lítinn bratta : /
Sem sagt ekkert graceful við þetta slys, hreinlega hrasaði í fjallgöngu, rann til og lenti á oddhvössum stein með legginn þvert á hann. Sennilega hefur svo líkaminn komið af fullum þunga ofan á til að tryggja að leggurinn færi alveg í mask. Þríbrotinn takk fyrir og opið í þokkabót.
Það er búið að negla þetta allt saman og skrúfa svo brotin ættu að haldast á sínum stað. En ég er ansi hræddur að annað sísonið í röð sé farið í ruslið. Ferðin var þó góð fram að þessu og ég er sáttur við leiðsluna og leiðin með þeim allra flottustu sem ég hef farið.
Það er seint ofmetið að ferðast með góðu fólki og ég þakka Ívari og Áka fyrir aðhlynninguna og hina frábæru spelku sem vakti ómælda athygli þeirra sem sáu og er komin inn í a.m.k. tvö myndsjóv til sýningar. Björgunarsveitirnar þarna í Dölunum voru líka til fyrirmyndar og fljótar á staðinn, takk allir.
Kv. Bjöggi Brotni
12. desember, 2010 at 00:06 #559360111823999MeðlimurÞetta eru alveg rosalegar fréttir..
En mikið er ég glöð að þú ert samt annars heill á húfi
Batnaðaróskir frá mér, og ég vona að þú verðir kominn sem fyrst á ról aftur!HelgaM
13. desember, 2010 at 10:03 #559381108755689MeðlimurÞessi spelka er mögnuð. Giska á að það hafi verið „pínu“ óþægilegt að fjarlægja skóinn. Góðan bata.
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.