Aðstæður um helgina

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur Aðstæður um helgina

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #46151
    Siggi Tommi
    Participant

    Hvernig er það, fór enginn að „ganga“ upp ís um helgina?

    Flott veður á laugardaginn en væntanlega ekki kræsilegt í gær.
    Trúi ekki öðru en það hafi verið meiri ísmyndun heldur en -eyðing frá því ég fór fyrir 2 vikum síðan – ekki búið að vera það mikil hlýindi…

    #50730
    2401754289
    Meðlimur

    fór með 3 á Smjörhnúka í Hítardal á laugardeginum og var mikil ísing búin að eyga sér stað eftir nýverið votviðri. Miðað við útlitið á heimleiðinni þá var komin ísmyndun á mörgum stöðum og ætti að vera hægt að sveifla öxunum einhverstaðar…eða allavega að fara í eitthvað mix eða bratta klettabrölt!

    og svona til að bæta við þá vantaði ekki mikið uppá gott rennsli ef maður nennir að hafa fyrir því.

    #50731
    Anonymous
    Inactive

    Veðurspá næstu daga er ótrúlega góð fyrir ísklifrara.

    #50732
    Siggi Tommi
    Participant

    Olli, þú veist vonandi að ég er búinn að fá ísaxarblaðið þitt frá Robba ræningja?
    Viljum ekki að axarleysi stoppi þig frá klifri um helgina…

    #50733
    Gummi St
    Participant

    Hvernig væri að fara hópferð um helgina, ef vel viðrar ?

    er einhver heitur fyrir því, hittast einhverjir saman og byrja veturinn…

    það spáir frosti út vikuna, þannig að helgin hlýtur að vera kleif…

    kv. Gummi Stóri

    #50734
    2911596219
    Meðlimur

    … nú líst mér á „BOXARANN“

    Endilega förum þá á sunnudaginn, er það möguleiki?

    Hvernig hafið þið það félagarnir, sá myndir af ykkur á … æiii þarna á fjallinu fyrir vestan, þarna í Borgafirði.

    kv. Gísli Hjálmar

    #50735
    Anonymous
    Inactive

    Ef þið farið inn á http://belgingur.is og skoðið hitaspá fyrir næstu 4-5 daga sjáið þið vel hvers konar tímabil er í vændum.
    Olli

    P.s. Líst vel á sunnudag.

    #50736
    2301823299
    Meðlimur

    Stefnir allt í fínustu aðstæður! Frostið sem var spáð er amk komið, fékk að finna á því í morgun á hjólinu.

    Hvert langar mönnum annars að fara?

    btw. Líst vel á sunnudaginn.

    #50737
    Gummi St
    Participant

    Þetta verður glæsilegt, spurning hvert er best að fara… það eru auðvitað þessir helstu staðir…

    Múlafjall, Eilífsdalur, Glymsgil og Flugugil hérna í nágrenninu til að nefna eitthvað, það væri fínt ef einhverjir myndu senda komment á hvaða stað þeir eru heitastir fyrir…

    Best væri líka að fara á þannig stað að menn séu helst ekki mjög langt frá hvor öðrum.. halda pínu í hópandann, en þó auðvitað ekki þannig að menn séu að klifra fyrir ofan/neðan hvorn annan… hehe

    kv. Gummi St.

    #50738
    2911596219
    Meðlimur

    Hvernig er það með þessa „reynslubolta – eða skrúfur“ í ísklifrinu …

    Finna menn ekki bara á sér hvert er bezt að fara (af gefinni reynslu). Annars er bara að keyra inn Hvalfjörðinn og kíkja á aðstæður.

    Olli, þú ert svolítið forskrúfaður í þessu … hvert er bezt að fara?

    Gummi mundu svo eftir hattinu þínum, hahahah ..!

    kv. GHH

    #50739
    Anonymous
    Inactive

    Ég mundi fara í Múlafjall, þar ættu að vera fínar aðstæður og engin ástæða til að brenna upp dagtíma með gangi. Það sem talsvert vindasamt er núna ætti að vera töluvert af regnhlífum þarna sem auka verulega ánægjuna í klifrinu.
    Það er líka ágætis skemmtun að vera í hóp klifri þar sem maður getur labbað milli staða og rætt málin.
    Olli

    #50740

    Hvað með Glymsgil? Ætti ekki áin að vera frosin í þessum brunagaddi?

    #50741
    Anonymous
    Inactive

    Ég hef ekki trú á að hún sé frosin en vona það nú samt innilega. Þessi á er svo vatnsmikil að hún frýs sjaldan. Þegar hún frýs þá hefur farið saman mikill skafrenningur með frosti og þá frís allt draslið sem skefur ofan í gilið. Stóru leiðirnar í gilinu eru lengi að frjósa saman en leiðirnar fremst í gilnu eru fljótari að ná kjöraðstæðum
    Olli

    #50742
    2911596219
    Meðlimur

    Er þá ekki bara málið að fara í Múlann, ha?

    En hvernær og hvar eiga menn að hittast?

    Ég mæli með sunnudeginum og kannski að hittast við klifurhúsið, hvað segja menn við því?

    kv. GHH

    #50743
    2003654379
    Meðlimur

    Fórum I Múlafjall i dag í þeim erindagjörðum að klífa Stíganda sem er í glymrandi aðstæðum.Ingvar leiddi okkur upp að hæðsta haftinu þar sem undirritaður ætlaði að spreyta sig,en ekki vildi betur til en að ég hrasaði skömmu eftir að klifrið hófst og endaði flötum fótum við hliðina á Ingvari.Sem betur fór særðist lítið annað en stoltið en þetta verður lexía um það að þetta sport er ekki áhættulaust og andartaks andvaraleysi getur orðið dýrkeypt !Annars litur vel út með helgina og ég mundi halda að Múlafjall væri ágætiskostur.

    Klifurkveðja Viðar

    #50744
    Anonymous
    Inactive

    Fyrir þá sem vilja takast á við erfiða leið get ég bent mönnum á leiðina beint á móti Granna sem er rétt fyrir ofan Háafoss. (hún heitir Þráin minnir mig) Það er mjög góð leið sem hefur ekki ennþá verið endurtekin en ætti að vera í góðum aðstæðum núna. Það er hægt að keyra alveg að leiðinni og labba 10 skref niður á brún og síðan niður smá gil og þá stendur maður undir leiðinni. Þegar upp á brún er komið liggur við að maður geti tryggt í stuðarann á bílnum.
    Kveðja Olli

    #50745
    2911596219
    Meðlimur

    Amma mín sagði alltaf: kapp er bezt með forsjá …

    … en það var ekki fyrr en undanfarin ár sem ég er virkilega að „fatta“ hvað hún amma mín – ágæt – átti við!

    Gott að þú slappst með skrekkinn Viðar :)

    kv. GHH

    #50746
    Siggi Tommi
    Participant

    Gaman að benda mönnum á forsíðu blaðsins í dag. Þar sést greinilega að mosaveggurinn á Ráðhúsi Reykjavíkur er í bullandi aðstæðum og lúkkar þetta sem ca. 10-15m breiður 5m hár 5. gráðu foss með greinilegu þykkildi vestast. (á horninu)
    Legg til að hann verði kallaður Mosandi að Ríkjandi og að Ísalparar laumist í skjóli nætur og skrölti upp herlegheitin… :)
    Fyrst menn eru búnir að príla á Alþingi og Pósthúsinu þá er þetta næsta lógíska skref í framþróuninni.

    Hvernig gengur annars með Gufunesturninn? Eitthvað rámar mig í að einhver hafi sagt snemma í haust að þetta væri alveg að verða klárt en svo ekki söguna meir…

    #50747
    Sissi
    Moderator

    Freysi var víst búinn að taka Ráðhústraversuna fyrir ansi löngu síðan í skjóli nætur, og eitthvað annað í ís sem ég man ekki hvað var.

    Svo var náttúrulega Alþingi, Pósthúsið (það er boltað), Hegningarhúsið og eitthvað fleira skemmtilegt tekið í fótósjút fyrir KH í fyrra, allt fínt til klifurs.

    #50748
    Gummi St
    Participant

    Jæja…
    með sunnudaginn,

    Er ekki bara best að hittast niðrí Klifurhúsi kl. 8 ?? hvað segið þið um það, er það ekki bara fínn tími…?

    Viðar, þú verður að koma með og vinna upp stoltið aftur, ég efast ekkert um að þú náir því! Gott að heyra samt að þú hefur komið heill útúr hremmingunum… ég komst ekki um síðustu helgi útaf veikindum..

    kveðja,
    Gummi Stóri

    #50749
    2911596219
    Meðlimur

    Það var mikið að sá sem öllu fjarðarfokinu olli, lét loksins í sér heyra …

    Ég er til í að hittast við klifurhúsið kl. 8.00 – stundvíslega!!!

    Viðar er handónýtur eftri byltuna í Stíganda og kemst ekki með samkv. símtali við hann í dag (reyndar bara aumur, sem betur fer).

    Gummi ert þú með nóg af skrúfum?

    kv. GHH

    #50750
    AB
    Participant

    Það er bara tvennt sem maður þarf að muna fyrir ísklifur:

    1. Maður dettur ekki þegar maður er að leiða.

    2. Stór, fríhangandi kerti eru mun traustari en þau sýnast. Þau geta ekki hrunið.

    Ef þið trúið mér ekki, spyrjið þá bara Ívar.

    Enda fer ég alveg óhræddur að klifra á morgun.

    AB

    P.s. Sorry Steppo, ég veit að þetta er jinx af verstu gerð en ég bara ræð ekki við þetta.

    #50751
    2502614709
    Participant

    Já, Viðar gerði aðeins of lítið úr þessu hann var kominn svona 5 metra upp og var heppinn að sleppa nær óskaddaður. Sömuleiðis ég sem stóð næstum beint fyrir neðan hann. Við vorum í góðum gír en augnabliks andvaraleysi átti sök á þessu, auk þess sem hann er nýbyrjaður að klifra fetlalaus. Ég held að Eyjafjöllin séu að koma í aðstæður, f.h. í gær litu þau vel út en ekki eins vel seinni partinn. Ég held að menn ættu að fylgjast vel með þeim sjaldgæfa ís… það er gott frost í dag en því miður sól….

23 umræða - 1 til 23 (af 23)
  • You must be logged in to reply to this topic.