Aðstæður. Taka 2

Home Umræður Umræður Skíði og bretti Aðstæður. Taka 2

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #47608

    Halló

    Ætla að búa til nýjan þráð um ísaðstæður og vona að hann verði ekki afvegaleiddur á fyrsta degi með einhverju bulli eða grínvideoi.

    Fórum 3 í Villindadal í gær. Þar er enn nóg af ís þrátt fyrir hlákuna en það er smá rennsli á bakvið og ísinn aðeins minni en fyrir rúmri viku. Dalurinn ætti því að vera í rokkandi aðstæðum um helgina miðað við hitafarsspánna.

    Nánast enginn ís í Múlafjalli. Get ekki sagt til um Eilífsdal því við keyrðum framhjá i myrkri.

    Ági

    #55856
    0502833219
    Meðlimur

    veit einhver hvernig spori lítur út eftir hlákuna?
    Siggi

    #55857
    2210803279
    Meðlimur

    Ég var við Spora á sunnudagsmorgun að tala við bóndann og kíkti uppað foss í leiðinni.
    Neðst var haftið ágætt en ísinn í þrepinu var kannski 2cm og hékk bara á lyginni. Efri parturinn leit út fyrir að vera ágætur nema kannski brúnin.

    kv Stefán

    #55872
    Sissi
    Moderator

    Væri gaman að heyra hvað menn voru að sýsla um helgina. Böns af liði í Villingadal, ég er að sjá að ég hef rétt klórað yfirborðið þar.

    ROK – hvað heldurðu að þetta mömbó djömbó ykkar hafi verið erfitt þarna í tjaldinu? Hljómar eins og amk eitthvað WI5. Frekar svalt. Og allt klifrað á endurunnum hjólbörðum og höggvopnum sem fundust í einhverju kumli þarna fyrir vestan.

    Annað mál sem ég hef verið að velta fyrir mér um helgina. Maður er alltaf að lesa um eitthvað aðgangs vesen vestanhafs og ég hef smá áhyggjur af Spora í því samhengi. Held að menn þyrftu að taka eftirfarandi hluti til umhugsunar:

    1) Reyna að nota Spora kannski aðeins sparlega, muna að það eru fleiri fossar og reyna kannski að vera ekki með mjög margar heimsóknir á tímabili.

    2) Muna að þarna býr fólk sem vill láta ræða við sig en vill ekki láta vekja sig fyrir allar aldir, þetta er verkefni sem tekur ekki svo langan tíma og spurning með að reyna að mæta ekki fyrr en 10-11 á svæðið.

    3) Ég er ekki viss um að það sé heppilegt að mæta mikið með gædaða flokka / stóra nýliðahópa / merkta bíla á svæðið. Þessi foss er sérstakur fyrir það að vera mest klifinn hérlendis og er jafnframt nánast í hlaðinu á bæ, en sú staða er ekki víða uppi í kringum höfuðborgina. Því held ég að menn ættu að stíga mjög varlega til jarðar í þessum efnum svo leiðin haldist áfram opin. Það er pirringur til staðar þarna og óþarfi að gera hann verri. Hann er fljótur inn en síðan detta staðir eins og Villingadalur, hin hlíðin í Kjósinni, Kaldidalur og fleira á svipuðum tíma. Kleifarfoss í Þyrli er líka 100m af WI2 og WI3 þegar hann dettur inn. Vona að allir séu amk. til í að taka þetta til umhugsunar.

    Síðan langaði mig að benda á tvær fáfarnar sem við fórum í fyrra, Skálafellsfossinn og Leið #41 fyrir austan Þverfellshorn. Báðar hin prýðilegasta skemmtun og sjálfsagt báðar ca. WI4 í góðum aðstæðum. Væri gaman ef fleiri legðu leið sína þangað og commentuðu á þær, held að þetta séu svona djásn eins og Spori sem hafa gleymst þegar Múlafjallstímabilið reið yfir. Auðvelt að sjá Skálafellið frá vegi og bara 15 mín aðkoma.

    Svo er bara að vona að þetta hitaskot rústi ekki of miklu.

    #55879
    2806763069
    Meðlimur

    Sæl(l)

    Hjá ÍFLM hefur verið óvenju mikið af Ísklifur ferðum og námskeiðum síðstu vikurnar. Í kjölfarið af því höfum við einmitt byrjað að ræða þessi mál lauslega og ég verð að segja að ég er fullkomlega sammála Sissa. Fyrir mig finnst mér í raun að Spori sé frekar óhentugur í æfingar hvort eð er þar sem hann er svo stallaður. Og það að fara með stóra hópa inn á bílastæði hjá einhverjum bæ er auðvitað eitthvað sem ætti að forðast. Fossinn er líka vinsæll fyrir byrjendur og hentar í raun miklu betur sem fyrsta leiðsla en kennslusvæði.

    Ég áskil mér þó rétt til að nota fossinn þegar ekkert annað er í seilingarfjarlægð en lofa janframt að leita frekar annara leiða og kvet aðra sem eru í kennslu, hvort sem það er fyrir peninga eða fyrir þá einlægu gleði sem felst í að kenna nýliðum björgunarsveita ísklifur, til að gera slíkt hið sama.

    Og um leið og ég þakka allar ábendingar um svæði eins og Villingadalinn þá er það einfaldlega of löng ganga fyrir flesta, sérstaklega þegar fólk er á leigu skóm. Því miður!

    Annars þakka ég fyrir opna umræðu.

    Svo eru ísklifrarar að eyðileggja girðinguna þarna hjá fólkinu. Spurning hvort ekki væri hægt að splæsa í og setja upp einn stiga í samvinnu við þau?

    Kv.
    Softarinn

    #55881
    Sissi
    Moderator

    Flott, vona að önnur fyrirtæki og björgunarsveitirnar, sem og hinn almenni klifrari, taki svona vel í þetta.

    Býð mig fram í stigamission ef einhver handlaginn fæst í þetta. Vara samt við, ég og Góli gerðum gat á hausinn á yfirsmiðnum, Gísla Sím, síðast þegar við fengum að smíða eitthvað.

    Svo er kannski allt í lagi að segja frá því, fyrst formaðurinn er ekki búinn að því, að Freyr og Stymmi bættu í ankerin og nú eru tvö tveggja bolta ankeri með keðju í Spora, svo menn ættu að geta sigið ósmeykir.

    Sissi

    #55896
    2006753399
    Meðlimur

    Þörf umræða, líst vel á stigann og bendi á nokkra aðra möguleika:

    -að labba frá Fremri Háls (bóndabænum) eru ca. 1200m uppí Spora.
    -að labba frá Kjósarskarðsveginum eru ca. 1300m uppí Spora
    -að labba frá slóða sem liggur við túnfótinn sunnan megin við bæinn eru ca. 1500m
    (skv. kortavef já.is)

    Ívar myndi náttúrulega aldrei labba svona langt, en spurning hvort hinir sekkirnir myndu ekki láta sig hafa það til að halda bónda góðum?

    1300mPicture_5.jpg

    #55909

    Smá rapport um aðstæður á SA-landi eftir tvo skottúra austur í Öræfi bæði í gær og í dag. Svo virðist sem hlákan hafi ekki snert mikið við
    ísnum austan við Mýrdalssand og lítið vantar uppá að leiðirnar í kringum Klaustur séu klifranlegar. Ís alla leið frá Vík og austur í Öræfi þó hann sé þunnur en líklega eru leiðir í skugga í fínum aðstæðum. Sá ekki ís í Morsárdal í gær en fossarnir við gönguleiðina inn að Skaftafellsjökli voru þunnir (stutt að labba ef menn setja 4 tíma í bíl ekki fyrir sig!)

    Það er ekki mikið af snjó á svæðinu þannig að lítið mál er að keyra inn veginn að Laka og skoða gljúfur þar sem ekki hafa verið skoðuð. Svo er einnig hægt að fara veginn inn að Miklafelli frá Þverá en á þeirri leið eru fossar sem aldrei hafa fengið heimsóknir.
    Svo er flottur foss í austanverðum Lómagnúp sem hefur ekki verið skoðaður að vetri til en ég labbaði undir í sumar og það er ábyggilega flott leið að vetri til. Sá í það minnsta eitthvað af ís við þann foss í dag. Fullt af leiðum í Fljótshverfi sem bíða eftir að fitna aðeins og þá rýkur svæðið í aðstæður.

    Spáin fyrir suðurlandið er góð. Ég ætla alla vega að reyna að fara austur á mánudag ef spáin gengur eftir.

    Kv. Ági þjóðvegaflakkari

    ps. Í guðs almáttugs bænum lítið í kringum ykkur. Það eru fleiri og betri leiðir sem fara snemma í aðstæður en þessi blessaði Spori.
    Leiðin Hrynjandi hinum megin í Kjósinni er svo tífalt skemmtilegri en þessi spræna.
    Flestir búlderprobbar í Klifurhúsinu hafa meiri karakter en Spori.

    #55890
    2806763069
    Meðlimur

    Úbbs, Ági búinn að vinna of lengi með Hardcore! Setja hann á fílapensilín strax áður en þetta verður crónískt!

    #55892
    Sissi
    Moderator

    Robbi: Bóndinn vill vera látinn vita, svo þetta er ekki spurning um það heldur.

    Hardcore: Það vita allir að Ági hefði skrifað: „Hei krakkar, komum í hópknús í spora“. Fellur enginn fyrir þessu, auk þess sést að póstið frá Ága kom frá sömu IP tölu og pósturinn frá Softcore, þessi split personality þinn er farinn að verða full flókinn. Getur þú ekki bara verið hardcore alltaf og skemmt okkur?

    Annars sammála Ága/Hardcore, svona upp að vissu marki

    #55920
    Sissi
    Moderator

    Bergur og Jósef ekki lengi að þessu, ánægður með ykkur, mjög flott lína! Tókuð þið myndir?

    Sissi

    #55921
    Gummi St
    Participant

    Við Addi fórum í Háafoss gilið í dag og þar eru fínar aðstæður og góðar drunur með tilheyrandi gusugangi í Granna af og til. Fínt færi eftir veginum, nánast snjólaust, bara föl.

    -GFJ

    #55922
    1210853809
    Meðlimur

    Flottar aðstæður norðan Bröttubrekku. Sáum inn í Austurárdal þar sem aðstæður virtust með ágætum.
    6 spönnin í Single malt og appelsín var afar þunn og hefur því trúlega farið verst í þýðunni í síðustu viku. Töluvert meiri ís var í miðlínunni sem varð fyrir valinu.
    Bergur var með myndavél og gæti ég trúað að hann komi myndum inn á vefinn einhversstaðar.

    #55823
    Skabbi
    Participant

    Tókum smá bíltúr á laugardaginn. Röltum eins langt og við komumst inn Glymsgil en urðum frá að hverfa, ekki frosið innúr. Teljum að nægur ís sé í innstu leiðunum en Hvalirnir og aðrar ytri leiðir eru því sem næst íslausar.

    Múlafjall er svo gott sem íslaust, nema Rísandi. Þó virtist neðsta haftið ekki almennilega frosið.

    Oríon var heldur þunnildislegur en hugsanlega fær. Lítill ís annarsstaðar í Brynjudalnum.

    Þilið og Einfarinn virtust vera í góðum gír, Þilið býsna svert.

    Ekkert markvert að gerast í Vesturbrúnum eða Búahömrum. Sá reyndar ekki almennilega upp í Tvíburagil.

    Vonbrigði…

    Skabbi

    #55937
    Gummi St
    Participant

    Fórum að Háafoss í dag, þar er allt hrunið nema Þráin sem hélst uppi á lyginni einni saman meðan vatnið fossaðist bæði utaná og undir leiðinni sem vonandi stendur af sér hitann og frýs aftur föst. Gerðum okkur þess í stað glaðan dag körfubolta í sundlaug í Hveragerði

    #55940
    Siggi Tommi
    Participant

    Við Valdi klifurrotta fórum í Eilífsdal á sunnudaginn í bjartsýnisleiðangur í von um ís með dýfu.
    Tjaldsúlurnar og Einfarinn voru með góðan slatta af ís og allar klifurhæfar sýndist mér. Þilið var nokkuð voldugt en skeggið niður slúttið („þilið“ sjálft) var búið að skreppa verulega saman frá því fyrir mánuði og tengdi ekki niður að mér sýndist.
    Hiti var um 5°C og frussandi vatnselgur niður allar leiðir svo við létum okkur nægja labbið inn dalinn og aðkomuna upp að leiðunum, sem var hressandi brölt.
    Það er afar lítið af snjó þarna og aðkomugilin eru bara skautasvell af stærri gerðinni.

    En s.s. ef kólnar einhvern tímann fljótlega þá er slurkur af ís þarna enn við flestra hæfi en aðkoman er varasöm eins og flestir vita .
    DSC00188.jpg

    #55941
    Siggi Tommi
    Participant

    DSC00184-20101214.jpg
    Hægri tjaldsúlan 12. des 2010

    DSC00185.jpg
    Mið tjaldsúlan 12. des 2010

    #55942
    0703784699
    Meðlimur

    Mér sýnist vera frost í kortunum og smá snjór með því þannig að Sigga ætti verður að ósk sinni og því um að gera að fara að brýna axirnar og skrúfurnar aftur.

    Við skulum vona að hlákan hafi ekki haft of mikil áhrif og að ísaðstæður komi sterkari inn eftir þennan frostakafla,

    Himmi

    #56091
    Siggi Tommi
    Participant

    Já, þá er frostið komið með urrandi æsingi.

    Fyrst líður að helginni er ekki seinna vænna en að rapportera það sem fyrir augu mín bar á sunnudaginn var.

    Á sunnudaginn (2. jan) fórum s.s. við Kjartan hinn barnungi í Múlafjall í þurrtólun. Boltuðum þar mest af restinni af Mömmuleiðinni og nær boltalínan nú 8 bolta frá jörðinni og svo er sæmilega aðgengilegt toppakkeri með tveimur solid boltum (boltað fyrir nokkrum árum).
    Enn vantar 2-3 bolta upp í topp en dagsljósið og batteríið dugðu ekki til að ljúka verkinu.

    Það sem við sáum á leiðinni.

    Múlafjall er með afar lítið af ís. Einstaka bunkar á syllum og efst í leiðum og einstaka léttari leiðir fyrir miðju aðalbeltisins sæmilega samhangandi. Annað hvort gleymdi ég að horfa upp í Rísanda/Stíganda eða þeir voru svo þunnir að ég fattaði ekki að ég væri að horfa upp þá.

    Eilífsdalur er feitur. Þilið heldur feitara en um miðjan des en virtist varla ná saman. Gæti hafa klárast í frosti vikunnar.

    Óríon var furðu feitur. Aðal haftið virtist hanga vel saman en það var þunnt í efsta slabbinu. Allar líkur á að það hafi bunkast upp núna í frostinu.
    Annað í Brynjudal virkaði þunnt.

    Sá í fjarska einhverja leið í Kjósinni, á móts við Meðalfellsvatn, sem var sæmilega feit. Veit ekki hvort það er Áslákur eða eitthvað allt annað. Alla vega einhverjar línur á stangli sem voru sæmilega bústnar.

    Annað var það ekki heillin…

    #56101
    2806763069
    Meðlimur

    Grafarfoss fínn. Original blautur en annað leit út fyrir að vera þurrara.

    Fann eina BD skrúfu með grænu og bláu teipi, sem reyndar var búinn að vera þarna í nokkurn tíma.

    Kv.
    Softarinn

    P.s. Ísklifur II byrjar í næstu viku. Sjá http://www.fjallaleidsogumenn.is

    #56102

    Ég og Birgir Blöndahl fórum í Kjósina í dag til að vígja nýjar half-rope (Beal, 60 m, 8.1 mm, Golden Dry) línur. Þar sem Kórinn (Spori o.fl.) virtist í þynnra lagi tókum við stefnuna á Brynjudal. Stoppuðum neðar í Kjósinni þar sem við sáum álitlega línu. Eftir stutt labb (ca. 10 mín) stóðum við undir henni og enn aftur létum við blekkjast af fjárlægðinni. Við enduðum á að klifra alla leiðina upp í þremur spönnum (næst í 2 spönnum) og sigum svo í tveimur V-þræðingum (alls rúmir 100 m).

    Þetta var fyrsta alvöru ísklifrið okkar með okkar eigin búnaði, í half-rope með eigin millitryggingum. Höfðum áður klifið Spora tvisvar í single rope og notast við sigakkerin sem Freysi setti upp.

    Skv. leiðarvísi ÍSALP nr. 23 Hvalfjörður og Kjós er sennilegt að við höfum klifið leið nr. 38 Dauðsmannsfoss (Gráða 2-3, 100 m), „Ísfoss í sex þrepum rétt vestan Vindáshlíðar“. Þessi foss þótti okkur meira krefjandi en Spori þrátt fyrir að Spori hafi verið frekar þunnur þegar við klifum hann. Mun styttra er að þessum fossi, óþarfi að banka upp á Fremri-Hálsi, lítil hækkun og svo auðvelt að leggja bílnum á smá slóða (20-30 m) sem liggur að rafmagnsgirðingu (með hliði) og vísar beint á leiðina. Jafnframt er þarna skjól fyrir norðan og austan átt (öfugt við Spora).

    Eftir þessa ferð vonumst við til að geta kallað okkur Ísklifrara.

    Kveðja,
    Arnar

    #56103
    gulli
    Participant

    Já, fullt af ís í Brynjudal, tonn af liði fór þangað til að sveifla öxum í dag.

    E-r myndir: http://gulli.smugmug.com/2011/Brynjudalur2011/

    #56115
    Páll Sveinsson
    Participant

    Fór í Grafarfoss á sunnudag með Viðari og junior.
    Ekki alveg rétt hjá Ívari að hann væri þurr. Copy_of_IMG_0395.jpg
    Þessi foss er alveg magnaður. Það má finna leiðir fyrir alla aldurshópa.
    Copy_of_IMG_0375.jpg

    Kv
    palli

    #56116
    Arnar Jónsson
    Participant

    Smelltum okkur í smá hádegisklifur á Korputorgi þar sem komið er svolítið að ís.

    164698_485843226335_531001335_6485794_7777391_n.jpg

    165202_485843286335_531001335_6485796_906651_n.jpg

    Kv.
    Arnar

    #56126
    2308862109
    Participant

    Fór með Sigga og Katrínu í Grafarfossinn á sunnudaginn fórum afbrigði af orginalinum í fínum aðstæðum en blautum á kafla.

    Síðan skelltum við Jón og Siggi okkur í Skálafellsfossinn í dag í mjög stökkum ís en afbragðsklifur.

    Kv Dóri

25 umræða - 1 til 25 (af 25)
  • You must be logged in to reply to this topic.