Skrapp inn í Hestgil inn af Brynjudal í dag við annan mann og klifraði tvær leiðir (sjá nýskráningar).
Það var meiri ís í vestarihluta gilsins en ég hef séð áður, en í þeim eystri var að vísu nægur ís en minni en oft áður. Auk þess var mikill snjór utan á ísnum austanmegin.
Reyndar líka vestanmegin en við löguðum það með skóflu á leiðinni niður.
Það leit líka út fyrir að vera eitthvað af ís inni í Glymsgili svona úr fjarlægð.
Að lokum langar mig að benda þeim sem eiga þreyttar stálskrúfur að líta við hjá honum Jóni Þorgríms á renniverkstæði hans í Skútuvoginum, 16 að mig minnir. Hann kom skrúfunum mínum í topp lag fyrir sanngjarnt verð um daginn. Mæli með því.
Kv.
Ívar