Fórum í gærkvöldi og klifruðum Grafarfossinn, ég, Örvar, Jósef og Tommi úr Hafnarfirðinum. Fínnt veður í gilinu en skíta rok og skafrenningur á brúninni, dálítill skafrenningur niður fossin en kom ekki að sök.
Neðri hlutinn af orginalnum er í leiðinlegum aðstæðum, ekki mann held skel yst, síðan kemur sykursnjór og loks kertaður ís lengst bak við þetta allt saman. Þarfnaðist töluverðs moksturs.
Efri hlutinn er með massa góðum ís og í fínum aðstæðum.
Kveðja,
Bergur