- This topic is empty.
-
HöfundurSvör
-
13. apríl, 2011 at 18:45 #47299
Arni Stefan
KeymasterHefur einhver farið nýlega á Eyjafjallajökul? Ég er að fara með hóp þangað um helgina og var að spá hvort hann væri „kominn í lag“ eða hvort hann væri allur sundursprunginn.
-Árni
13. apríl, 2011 at 23:16 #565911811843029
MeðlimurSæll
Eg hef nú reyndar ekki farið þangað síðan í leitinni að Þjóðverjanum, en þá gengum við fram á eitthverjar stærstu sprungur sem ég hef séð, en vorum reyndar ekki á neinni venjulegri leið.
En það varð þarna eldgos fyrir stuttu sem bræddi stærðar gat í jökulinn. Nú hefur ísinn allskonar tækifæri til að renna í áttir sem hann hefur hingað til ekki getað.
Eg myndi segja að það sé vissara að taka engu sem sjálfsögðu og hafa allan vara á, sérstaklega ef ekki er um vanann hóp að ræða.
Eyjafjallajökull er að ganga í gegnum breytingar og því fylgja nýjar hættur.
Endilega póstaðu eftir ferðina hvers þú verður vísari.
Atli Páls.
14. apríl, 2011 at 10:29 #56592Anonymous
InactiveÉg gekk nýlega á jökulinn frá Seljavallalaug og komum upp hrygginn suðaustan við Hámund og Guðnastein. Það var skemmst frá því að segja að við urðum varla varir við eina einustu sprungu. Við sáum móta fyrir þeim en þær virtust allar kjaftfullar af foksnjó og hugsanlega ösku. Við gengum frá Hámundi og Guðnasteini á fellið sem hefur myndast á gígbrúninni fyrir sunnan gíginn og síðan á Goðastein og það var sama sagan, hvergi eina einustu sprungu að sjá. Við gengum einni ofan í sjálfan gíginn(niður á barminn þar sem rauk úr) og allt í góðu þar og var mjög gaman að koma þar sem nýtt land er og finna hversu heitir steinarnir eru þar. Við gengum aftur niður af jöklinum vestan við Guðnastein og vorum rétt austan við stóra rás sem hefur myndast við flóð úr jöklinum og það var sama sagan, hvergi snjó að sjá.
14. apríl, 2011 at 10:38 #56593Anonymous
InactiveSorry síðustu 4 orðin hér að ofan áttu að vera:Hvergi sprungu að sjá Það skal hins vegar tekið fram að það skal alltaf hafa fulla gát á þegar gengið er á jökul.
14. apríl, 2011 at 11:32 #56594Karl
ParticipantÉg fór á jökulin vestanfrá í desember. Hann var sprungnari en venjulega en lítið mál að þræða góða leiðí björtu. Stærstu sprungurnar sem enn voru opnar í desember voru ofarlega að sunnan og betra að fara norðan þeirra, svipaða leið og yfirleitt er farin.
14. apríl, 2011 at 12:32 #565950801667969
MeðlimurEinu stóru breytingarnar eru eins og Þorvaldur nefnir, ofan í gígskálinni sjálfri og svo rásin niður sunnan megin. Langvarandi sunnanáttir í vetur hafa skammtað jöklinum vel af snjó. S.l vor meðan á gosinu stóð var jökullinn reyndar óvenju sprungulítill. Öskuflóð sunnan í jöklinum s.l. sumar voru hins vegar áhugaverð. Eflaust ekkert óvitlaust að hafa í huga þetta mjög þykka öskulag þegar fer að hlána verulega á jöklinum.
Kv. Árni Alf.
P.S. Ath. að sprungulítið í þessu tilviki þýðir ekki að það séu ekki sprungur til staðar heldur að þær séu lokaðar af snjó.
14. apríl, 2011 at 12:56 #56596Arni Stefan
KeymasterGlæsilegt. Þakka kærlega fyrir góð svör.
15. apríl, 2011 at 22:33 #56597Siggi Tommi
ParticipantTalandi um Eyjafjallajökul, þá datt ég óvart inn í stórglæsilegan þátt um eldgos á Íslandi á National Geographic Channel rétt í þessu.
Þátturinn heitir Into Iceland´s Volcano og sýnir flottar grafískar útskýringar af kvikuflæði undir eldfjöllunum og magnaðar landslagsmyndir víða að á Íslandi.
Mæli meðessu!PS Fann þáttinn á kickasstorrents.com fyrir áhugamenn um öryggisafrit af stafrænu efni…
-
HöfundurSvör
- You must be logged in to reply to this topic.