Aðkoma að Eiríksjökli

Home Umræður Umræður Almennt Aðkoma að Eiríksjökli

  • This topic is empty.
  • Höfundur
    Svör
  • #45272
    0301793239
    Meðlimur

    Getur einhver sagt mér hvernig aðkoman að Eiríksjökli er. Ég veit að hægt er að keyra á venjulegum bíl að Surtshelli en eftir það hef ég ekki hugmynd um hvernig aðstæður eru. Dugar lítill jepplingur?
    Ég er að tala um akstur að Torfabæli frá Surtshelli.

    #48598
    2806763069
    Meðlimur

    Að sumri til er vegurinn að Surtshelli vel fær flestum farskjótum. Arnarvatsheiðin er svo fær allt að Norðlendingafljóti en eftir það verður hún í rauninni kol ófær þó jeppa menn aki nú veginn.

    Það fóru einhverjir félagar á Eiríksjökul, minnir að það hafi verið flugbjörgunar áhugamenn en mann ekki hvar ég las um afrek þeirra. Í öllu falli ættu þeir að geta frætt þig um bestu aðkomu og uppgönguleið.

    Annars ekurðu bara eins og drusland drífur og labbar svo rest.

    #48599
    0405614209
    Participant

    Þú getur líka sett þig í samband við Kalman bónda í Kalmanstungu og hann ætti að geta bent þér á líklegustu leiðina á jökulinn. Ég held að ég fari með rétt mál að Eiríksjökull sé eini jökull landsins í einkaeigu og sé í eigu Kalmans.

    #48600
    2806763069
    Meðlimur

    Eins gott að hringja í landeigendur fyrst, maður veit aldrei hvað er í gangi á þessum síðustu og verstu tímum!

    #48601
    0301793239
    Meðlimur

    Takk fyrir vegvísinn,
    maður reddar þessu bara á hjólinu þennan aukaspotta sem þarf að fara.

5 umræða - 1 til 5 (af 5)
  • You must be logged in to reply to this topic.