Var að kíkja á ísalp síðuna eftir nokkuð hlé, og rak augun í hraðametið hans Ívars. Það er stundum dálítið einmanalegt hér í hæsta fjalllendi landsins og ég væri mjög hlynntur því að við förum að skipuleggja hraðakeppnir á Hvannadalshnúk. Ég veit að Guðmundur Helgi fór Virkisjökulleiðina á ca. 3 1/2 tíma á fjallaskíðum, Ívar fór á Sandfellleiðina á 2:53:36 á skóm, (mæli ekki með því í vor, núna á haustdögum eru bestu aðstæðurnar til að hlaupa þetta) en ég verð að bæta við að seint á síðustu öld (6. júlí 1999) fór ég Hnappleiðina (bílastæði í 910m) á fjallaskíðum á tímanum 1:59:48 og upp og niður á sléttum 3 klst. Umræðusíða Ísalp var ekki komin á þeim tíma, svo ég gat ekki montað mig þá.