10. nóvember, 2004 at 23:34
#49134
0703784699
Meðlimur
Gat nú ekki setið á mér lengur og ekki lagt orð í belg hér…..
Ég var að reyna að leita að gömlum þræði hér á Ísalp þar sem Ívar talaði um að klifur væri jaðarsport og það ætti ekki að auglýsa það og reyna að auka þann fjölda sem nú þegar stundar sportið. Því miður fann ég þráðinn ekki eftir drjúga leit, en mér sýnist félagi minn hann Ívar vera að skipta hér um skoðun svo um munar, sem er kannski gott.
Sem víkur að spurningu minni, viljum við framþróun í sportinu og þá fleiri iðkendur eða ekki?
Gimp