Re: svar: Telemarkhelgin á Akureyri 11.-13. mars

Home Forums Umræður Skíði og bretti Telemarkhelgin á Akureyri 11.-13. mars Re: svar: Telemarkhelgin á Akureyri 11.-13. mars

#48993
0704685149
Member

Það að hugsa fram í tímann og skipuleggja sig er ekki sterkasta hlið Íslendinga sem gera helst allt á síðustu stundu og vija fá allt helst í gær. Við reynum að koma Telemarkhátíðinni að snemma og tala við aðila svo hátíðin stangist ekki á t.d. dagskrá björgunarsveita og stór námskeið hjá SL. Því stór hluti þeirra sem mæta á Telemarkhátíðina eru í björgunarsveitum líka.

Gaman að sjá það að sumar sveitir hafa jafnvel sett hátíðina inn í sitt starfsplan sem dagskrárlið. Sem er vel skiljanlegt því hátíðin er orðin árlegur viðburður rétt eins og jólin. Er alltaf hvað sem dynur á.

við höfum hugleitt þetta með Sigló. Komust að þeirri niðurstöðu að það væri ekki skynsamlegt t.d. vegna gistimöguleika, skemmtanir í bænum, veitingahús og styrkveitinar og margt fleira sem er ekki á Sigló en er hér á Ak. Þótt þeir séu með frábært skíðasvæði þá nægir það ekki eitt og sér. Nema að breyta hátíðinni. Það getur vel verið inn í myndinni að hafa síðasta daginn þar. En aftur á móti má ekki gleyma því, að þessi dagur í fyrra á Sigló var svaka góður í alla staði, bestu snjóalög á landinu, færið, veðrið, menn ekki skíðað lengi í svona færi og margt fleira sem blekkir dómgreind manna í að vilja flytja Telemarkhátíðina þangað.

En allar ábendingar eru vel þegnar og þær skoðaðar í víðara samhengi…en þær þurfa að vera lagðar fram með góðum fyrirvara…því maður þarf að hafa tíma til að skipuleggja og plana.

…En það er ekkert sem mælir á móti því að aðrir aðilar taki að sér að halda aðra Telemarkhátíð þar á öðrum tíma. Orð eru til alls fyrst…bara að það sé ekki 11-13 mars …

Hvað segir Valli…er Sigló ekki við hliðina á Hólum?

kveðja Bassi