Home › Umræður › Umræður › Almennt › Skálarnir og nefndir ? › Re: svar: Skálarnir og nefndir ?
Slæmar eru nefndirnar
Hvernig er með efndirnar
sem sumir lofuðu sumum…
Við Jón Gunnar vorum orðaðir við Bratta, -efndirnar enn sem komið er slæmar.
Heyrst hefur að mjög þörfum ferður Valla og Stjóna í Tindfjöll.
Ég komst yfir litla olíukabysu sem ég hugsaði fyrir Bratta en síðan kom upp hugmyndin að leggja niður kyndiútgerð í þeim skála þar sem fjallamennska í Botnsúlum væri alla jafna stunduð í dagsferðum og og skálin aðallega nýttu af hjálparsveitum og sleðamönnum sem í raun eru okkur óviðkomandi.
Sunnlendingar, aðallega umhverfis Hvolsvöll hafa uppi hugmyndir um e-h resort í Tindfjöllum þar sem ægt geti saman skíðamönnum sleðamönnum og jeppajuði. Slíkt er ekki áhugaverður kokteill fyrir okkur fjallamenn og er í raun mælikvarði á hvað hugmynd þessi er arfavitlaus. Fyrir utan hvað Tindfjöll eru magnað veðravíti og aðkoman vörðuð með þverhníptum giljum á báða vegu…
Tindfjallaskáli er orðinn veðurmóður eftir sex áratugi. Það er hægt að framlengja hann til e-h áratuga en einnig er vert að velta upp þeirri hugmynd að koma upp skála sem samanstendur af forstofu/neyðarskýli og læstum vistarverum þar innaf fyrir Ísalpara.
Það er virkilega þörf á að ræða þessi mál og negla stefnuna.
Það er í raun stefnuleysið sem hefur valdið því að félagið hefur látið skálana drabbast.
Látið í ykkur heyrast.
Ps.
Valgeir, -þú ert alltaf ærumeiðandi…..-skítt með helv auðmýktina
kv
Kalli