Home › Umræður › Umræður › Keypt & selt › Óska eftir nokkrum hlutum í gönguferð. › Re: svar: Óska eftir nokkrum hlutum í gönguferð.
Sæll Þorgils,
Ég hef því miður engar græjur handa þér en þar sem það kveiknuðu nokkur viðvörunarljós þegar ég las erindið þá kemur hér pínu ábending.
Ef þú átt ekki gönguskó þá eru ágætis líkur á að þú sért ekki að stunda fjallamennsku eða fjallgöngur yfir höfuð. Þrátt fyrir það ert þú að stefna á 15-30 daga ferð sem er þónokkuð stökk fyrir hugsanlegan byrjanda. Bara það að vera í nýjum skóm í einni stuttri fjallgöngu getur gefið nægan fjölda sára og blaðra að það væri nauðsynlegt að taka góða pásu áður en haldið er í næsta ævintýri. Til viðbótar við þetta er alltaf álag á vöðva líkamans sem er oft erfitt fyrir byrjendur og nauðsynlegt að fá viðeigandi hvíld.
Þó að þetta sé ekki harðkjarna verður alltaf álag á líkaman og sérstaklega fyrir þá sem eru ekki vanir svona hreyfingu. Þannig að ef þú ert að fara í svona leiðangur þá legg ég til að þú undirbúir skrokkinn fyrir ævintýrið svo að þú getir notið þess sem best. Annars getur þetta orðið kvöl og pína og lítil ánægja.
Kannski var algjör óþarfi að benda á þetta þar sem græjurnar þínar brunnu óvart á áramótabrennunni en það sakaði vonandi ekki að minnast á þetta.
kv. Ágúst Kr.