Home › Umræður › Umræður › Almennt › Nördar í Ísalp › Re: svar: Nördar í Ísalp
Ég vil sjá fólsbílafæra vegi út um allt á hálendinu, þá geta ráðamenn þjóðarinnar ekki sagt að enginn geti komist á staðinn og því allt í lagi að virkja. Uppi eru hugmyndir að virkja bæði Langasjó og Hverasvæði að fjallabaki, það yrði aldrei gert ef þorri þjóðarinnar gæti farið á fjölskyldbílnum sínum á staðina.
Mér finnst að það ætti að banna jeppa umferð á sumum fjöllum, s.s. Eyjafjallajökli, hraðbrautartraffikin þar er ömurleg á sólríkum vetrardögum. Einnig ætti að takmarka jeppaumferð á Þórsmerkursvæðinu áður en það verður spólað út af druknum jeppaköllum
Svo kalla jeppakallar sig fjallamenn, sem mér finnst til háborinnar skammar.
Í þjóðgörðum í Canada og USA er malbikaðir vegir út um allt, ég get ekki séð að það sé að spilla náttúrunni.
m.k
Doddi