Home › Umræður › Umræður › Almennt › Neyðarsendir – GPS › Re: svar: Neyðarsendir – GPS
9. júní, 2008 at 13:46
#52838
Bergur Einarsson
Participant
Hef notað þessar spot græjur aðeins í vinnunni á Jöklunum hér heima (Dranga- Hofs- og Vatnajökli) og þar kemur þetta ágætlega út en djúpir dalir og norðurhlíðar eru væntanlega vandamál. Þeir hjá Haftækni segja að tunglin séu við 23° hæð á sjóndeildar hringnum í suðri sem þýðir að norðan við 1000 m hátt fjall þarftu að vera 2,3 km frá fjallinu til að ná sambandi. Þar með hverfa væntanlega ansi mörg svæði í skuggan.