Re: svar: myndir frá ísklifurfestivalinu

Home Umræður Umræður Ís- og alpaklifur myndir frá ísklifurfestivalinu Re: svar: myndir frá ísklifurfestivalinu

#48484
Sissi
Moderator

Hæbb…

Skellti mínum myndum líka inn á http://www.bjorgunarsveit.is og setti svo albúmin okkar Tryggva saman.

Það er helvíti nett að hita sér tebolla, fara á bjorgunarsveit.is, hægrismella tengilinn á annað hvort safnið, segja „Open in new window“, velja F11 til að stækka gluggann, velja myndasýning á síðunni og setja svo lappirnar upp á borð.

Ánægður með málefnalega umræðu um laugardaginn hér að neðan, maður þarf að læra af þessu. Persónulega er ég hálf fúll út í mig fyrir að hafa ekki beilað á þessu eftir fyrra flóðið. En þessi rollutendence er nú víst margrannsakað fyrirbæri, allir að hugsa það sama og enginn gerir neitt.

Takk fyrir fína helgi, maður þarf greinilega að fara westur og hafa aðeins meiri tíma til umráða, það er af nógu að taka.

Hils,
Sissi