Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Hvalfjörðurinn í dag fimmtudag › Re: svar: Hvalfjörðurinn í dag fimmtudag
30. janúar, 2004 at 13:04
#48371
Siggi Tommi
Participant
Glæsilegt að fá fregnir af þessu.
Fórum fyrir 2 vikum síðan í Múlafjallið og þá var það nokkuð gott gæti ég trúað. Reyndar mjög mikið af ansi skuggalegum íshengjum fyrir ofan flestar sprænurnar en það þykir reyndum mönnum kannski ekkert tiltökumál (oss nýgræðingunum varð alla vega um og ó).
Stefnum á alla vega einn góðan dag núna um helgina. Vonandi að fleiri láti sjá sig inni í Hvalfirði líka – helvíti dapurt að vera í sporum Palla, sem var einn í heiminum, þarna innfrá…