Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

Home Umræður Umræður Almennt Heft aðgengi að Valshamri Re: svar: Heft aðgengi að Valshamri

#51605
1908803629
Participant

Já, ég rak mig einmitt á þetta á sunnudaginn. Voru einhverjir smiðir sem voru allt nema sáttir við það að við færum þarna í gegn… þó að þeir væru ennþá bara að vinna í sökklinum.

Ég prófaði að ganga aðra leið þegar ég fór til baka, þ.e. fara fyrir ofan litla klettinn og það virkar ágætlega. Nema það þarf þá að skella upp nýjum tröppum aðeins ofar. En það er ljóst að við þurfum, eins og Ingvar bendir á, að blíðleg sendinefnd fari og ræði málin og reynt verði að komast að niðurstöðu og því fyrr því betra.

Það er rétt að Ísalp hefur ekki verið nógu sýnileg í sumar og er ég, sem stjórnarmeðlimur Ísalp, alveg tilbúin að taka þá skuld á mig með hinum. En það er heilmikið að gerast bak við tjöldin. T.a.m. munu félagsskírteini vera send út á morgun, ársritið er í umbroti og kemur því væntanlega í lok mánaðar og unnið verður að nýrri og stórbættri heimasíðu í haust. Einnig ætlum við að hafa svokallaðan kynningarfund í haust til að vekja athygli á starfi félagsins o.m.fl.

Félagsmenn bera líka hluta af ábyrgðinni þar sem það er ljóst að það skrifar nánast enginn í umræðusíðuna á sumrin þrátt fyrir heilmikið klifur og fjallabrölt. Það virðist sem ísklifurkapparnir séu duglegri við að láta heyra í sér en það breytist vonandi.

Tek undir baráttukveðjurnar og hvet alla félaga að vera virkir félagar í starfi klúbbsins, þannig vex hann og dafnar.