Home › Umræður › Umræður › Almennt › Banff kvikmyndahátíð – ykkar er valið! › Re: svar: Fréttir frá Eydal
Sællt veri fólkið.
Fór á Banff í gær og sá nokkrar misgóðar. Þær sem að stóðu vel uppúr voru Xtreme Tramping, snilldar comedia um öfga trampolín snillinga, mjög fyndin og bara circa 7 min.
Sister Extreme var önnur snilldar comedía héðan frá Kanada, menn eins og Will Gadd og fleiri stórstjörnur gera óspart grín að sjálfum sér í þessari heimildarmynd.
Biscuit var einnig góð og stutt skemmtun.
Wehyakin er algert möst þar sem að á meðal fosshoppandi adrenalíneitraðra rugludalla, fer fremstur í flokki okkar maður Jón „Gimp“ Heiðar Andrésson.
Svo var reyndar líka Fótboltamyndinn sem vann aðalverðlaunin á hátíðinni, hún er mjög góð og vel þess virði að sjá. Reyndar um 50min löng og ekkert klifur né rennsli en góð mynd.
Læt þetta duga í bili frá vestur vígstöðvunum.
Að sinni.
Snatan
PS Það er allt fullt af ís í Skíðadal og Svarfaðardal.