Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Aðstæður um helgina › Re: svar: Aðstæður um helgina
17. nóvember, 2006 at 13:24
#50746
Siggi Tommi
Participant
Gaman að benda mönnum á forsíðu blaðsins í dag. Þar sést greinilega að mosaveggurinn á Ráðhúsi Reykjavíkur er í bullandi aðstæðum og lúkkar þetta sem ca. 10-15m breiður 5m hár 5. gráðu foss með greinilegu þykkildi vestast. (á horninu)
Legg til að hann verði kallaður Mosandi að Ríkjandi og að Ísalparar laumist í skjóli nætur og skrölti upp herlegheitin…
Fyrst menn eru búnir að príla á Alþingi og Pósthúsinu þá er þetta næsta lógíska skref í framþróuninni.
Hvernig gengur annars með Gufunesturninn? Eitthvað rámar mig í að einhver hafi sagt snemma í haust að þetta væri alveg að verða klárt en svo ekki söguna meir…