Home › Umræður › Umræður › Almennt › Til hvers isalp.is? › Re: Re: Til hvers isalp.is?
Það versta við Facebook er að þar týnast umræðurnar/statusarnir. Ég hef mjög oft notað leitina hérna því maður man eftir umræðum um t.d. búnað, ákveðna leið, bætur á fatnað o.s.frv.
þannig að þessar umræður hérna eru oft á tíðum mikilvæg heimild þegar kemur að aðstæðum, leiðum, hvert maður getur leitað upplýsinga og þess háttar. Þetta glatast á Facebook.
Mér finnst ágætt ef Ísalparar hafi þetta í huga þegar þeir pósta upplýsingum um fjallamennsku á Facebook sem nýtast öðrum. (fyrir utan að maður er ekki vinur allra sem stunda fjallamensku á fésinu)
En kannski mætti bæta þessum FB-fídusum á þessa síðu eins og er á svo mörgum síðum þar sem hægt er að deila, líka og hvað það er allt þetta FB-dót.