Home › Umræður › Umræður › Almennt › Lokast aðgengi að klifursvæðum? › Re: Re: Lokast aðgengi að klifursvæðum?
Góð og þörf umræða hér. Gott og holt hverjum þeim sem stunda útivist að þekkja til náttúruverndarlaga og kynna sér þær breytingar sem verða á þessum lögum. Vill þó benda á að gildandi grein náttúruverndarlaga (nr. 14) um umferð gangandi manna er mjög svipuð. En þau lög hafa verið í gildi síðan 1999.
Mönnum er heimilt, án sérstaks leyfis landeiganda eða rétthafa, að fara gangandi, á skíðum, skautum og óvélknúnum sleðum eða á annan sambærilegan hátt um óræktað land og dveljast þar. Á eignarlandi í byggð er eiganda eða rétthafa þó heimilt að takmarka eða banna með merkingum við hlið og göngustiga umferð manna og dvöl á afgirtu óræktuðu landi.
Umræðan hlýtur því að snúast um hvort þessi lítilsháttar breyting, breyti einhverju sem snýr að hagsmunum okkar Ísalpara og annara útivistarunnenda.
Kveðja
Raggi