Home › Umræður › Umræður › Ís- og alpaklifur › Ísklifuraðstæður 2016-2017 › Reply To: Ísklifuraðstæður 2016-2017
Við Maggi fórum heldur fullir bjartsýni inn í Flugugil í dag, og ætluðum allavega að athuga í hvaða aðstæðum óríon&co voru. Óríon var í aðstæðum fyrir hörkutól og hetjur, Hvítá virtist hafi fundið sér þennan nýja farveg niður gilið, og eini ísinn voru hangandi hrím þil hægra megin.
Við létum því vaða í Kertasníki á móti, eina fossinn á svæðinu sem var í tiltölulega heillegu ástandi. Höfum að vísu sjaldan lent í blautara klifri, en ísinn tók ágætlega við, og megin kertið var á að giska WI5. Hins vegar brekkan ofan við (~70°), og færslan yfir toppinn á kertinu og upp voru all-tæp, mjög blautur mosi og laust grjót. Við hundskuðumst nú samt upp með herkjum, en ég get ekki mælt með að toppa leiðina.
Aðrar leiðir í gilinu voru með einhvern ís, ekki mjög klifur vænar, en gæti ræst eitthvað úr þeim ef spár út vikuna standast og fer að frysta almennilega.
Ýringur var svo gott sem horfinn, bara örfáir frosnir kúkakleprar eftir í skorunum.
Nálaraugað og skógræktin virtust úr fjarlægð bjóða upp á mjög fátæklega ísfilmur, spurning hvort mixleiðirnar græði ekki frekar á þessu ástandi.