Hvítárgljúfur

Hvítá rennur úr Hvítárvatni, sem er í raun lón úr Langjökli. Hvítá rennur frá Langjökli, niður Gullfoss og sameinast Soginu rétt fyrir ofan Selfoss. Eftir að Sogið úr Þingvallavatni blandast við Hvítá, þá er útkoman kölluð Ölfusá. Ölfusá rennur í gegn um Selfoss og þaðan út í sjó.

Eins og er eru ekki margar skráðar leiðir í Hvítárgljúfri, en þar eru margar ófarnar línur. Til dæmis hefur enginn klifrað Gullfoss, þ.e. úðann frá Gullfossi.

Eitthvað er um stakar leiðir á svæðinu nálægt gljúfrinu, uppi við suður hluta Langjökuls og í Biskupstungum, við látum þær flokkast með undir þetta svæði.

Leiðarlýsing

Keyrt er frá Reykjavík í austur yfir Hellisheiði, frá Selfossi keyrir maður síðan Gullna hringinn upp að Gullfossi

Kort

Skildu eftir svar