Íslenski Alpaklúbburinn er 40 ára á árinu og því ber að fagna. Þann 17. nóvember næstkomandi verður slegið til veislu þar sem grill og glundur verður í boði fyrir afmælisgesti.
Miðaverð: 3000kr fyrir Ísalpara, 5000kr fyrir aðra.
Tryggðu þér miða með því að leggja inn á reikning ÍSALP: rn 0111-26-001371 kt. 580675-0509 og senda greiðslukvittun á heidaj@gmail.com
Takmarkað rými er í partýsalnum svo það borgar sig að tryggja sér miða sem fyrst.
Vetur konungur er handan við hornið og því tilvalið dusta rykið af ísöxunum og hefja æfingar. Ísalp ætlar að efna til BÍS kvölds í klifurhúsinu föstudaginn 13. október klukkan 20:00.
Byrjendur jafnt sem lengra komnir er hvattir til að mæta. Vonumst til að sjá sem flesta!
Tveir félagar í Íslenska Alpaklúbbnum voru í viðtali hjá sjónvarpstöðinni Hringbraut á dögunum. Viðtalið má sjá í meðfylgjandi myndskeiði á mínútu 31:09
Aðalfundur Alpaklúbbsins var haldinn síðasta miðvikudag.
Helgi Egilsson situr ár í viðbót sem formaður. Með honum í stjórn eru Bjartur Týr Ólafsson, Jónas G. Sigurðsson, Sigurður Ýmir Richter, Baldur Þór Davíðsson, Matteo Meucci og Ottó Ingi Þórisson. Úr stjórn fara Heiða Aðalbjargar, SIgurður Ragnarsson og Þorsteinn Cameron og þökkum við þeim kærlega fyrir óeigingjarnt framlag til klúbbsins undanfarin ár!
Skýrsla stjórnar klúbbsins fyrir árið 2017 er komin á heimasíðuna, undir liðinn „fundargerðir“
Við undirbúum nú spennandi dagskrá fyrir haustið og stefnum meðal annars á að halda upp á fertugsafmæli Alpaklúbbsins í nóvember.
Næsta fréttaglefsa er úr Eyjafréttum og fjallar um Alpaklúbbsferð Páls Sveinssonar, Bjart Týs, Ottós Inga og Rúnu Thorarensen til Ítalíu í september:
Nú styttist í að Nýi-Bratti verði fluttur upp í Botnssúlur. Björgunarsveit Akraness og vinir hafa unnið gríðarmikla undirbúningsvinnu í Súlnadal í sumar og þar er núna allt tilbúið fyrir komu skálans.
Næstu skref snúast um að gera skálann sjálfan tilbúinn til flutnings.
Nú leitum við að hugmyndum um hvernig skálinn myndi best nýtast klúbbnum. Ef þú ert með hugmynd að einhverju sem við kemur skálanum, hvort sem það er alsherjarhönnun, eða bara eitt lítið smáatriði, þá viljum við gjarnan heyra af því.
Hvað þarf að vera svefnpláss fyrir marga? Hvernig er best að raða kojum? Hvernig á að haga kyndingu? Hvernig lit viljum við á klósettsetuna?
Áætlað er að september og október fari í hönnunarvinnu en þar á eftir byrji smíðavinna og frágangur á skála fyrir flutning.
Tökum við hugmyndum á stjorn@isalp.is og stofnaður umræðuþráður hér á vefnum.
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, miðvikudaginn 27. september kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.
Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Framboð skulu hafa borist fyrir 20. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.
Helgi Egilsson formaður, Þorsteinn Cameron meðstjórnandi, Heiða Jónsdóttir meðstjórnandi og Sigurður Ragnarsson meðstjórnandi eru öll að kveðja stjórn og því nóg af lausum sætum fyrir framboð.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 20. september.
Sjá lög klúbbsins hér.
Núna síðastliðinn föstudag, þann 28. júlí komst John Snorri fyrstur Íslendinga á topp fjallsins K2 í Pakistan. Fjallið nær 8611 m yfir sjávarmál og er þar með það næst hæðsta í heimi og er aðeins Mt. Everst hærra.
Enginn hefur náð á topp K2 síðan 2014 og verður þessi leiðangur því að teljast mikið afrek, sértaklega í ljósi hinnar frægu K2-tölfræði.
Fyrr í sumar var John Snorri einnig fyrsti Íslendingurinn til að ná toppi Lhotse sem er 8561 m yfir sjávarmáli en Lhotse er fjórða hæðsta fjall heims.
Magnað sumar hjá John Snorra. Íslenski alpaklúbburinn óskar honum innilega til hamingju með afrekin!
Alpaklúbburinn býður klúbbfélögum upp á frítt dótaklifurnámskeið (e. Trad climbing) í Stardal laugardaginn 24.júní. Þátttakendur skrái sig til leiks með nafni, símanúmeri og netfangi í gegnum stjorn@isalp.is . Skráning er nauðsynleg til að hægt sé að áætla fjölda leiðbeinenda. Farið verður úr bænum kl. 09.00 á laugardagsmorgun og má gera ráð fyrir að námskeið standi til ca. 18.00.
Daginn eftir (sunnudaginn 25.júní) verður hinn árlegi Stardalsdagur haldinn. Dagurinn er með frjálslegu sniði og gengur út á það að Ísalparar fjölmenni í Stardal og klifri saman. Verðlaun veitt fyrir besta búninginn. Skyldumæting fyrir alla nýliða og alla ofurhuga í klúbbnum.
Vegna ábendinga frá stjórn sumarhúsaeigenda í Eilífsdal er rétt að ítreka fyrir klifrurum sem koma með hunda að hafa stjórn á þeim, hafa þá helst í bandi og láta þá ekki gelta óstjórnanlega. Minnum einnig á að það á ekki að ganga upp að hamrinum gegnum sumarhúsaland heldur út með girðingunni, tekur enga stund og er bara góð upphitun.
Höldum friðinn, sýnum tillitssemi og höldum áfram að klifra í Valshamri.
Vilborg Arna kláraði málið með glæsibrag síðastliðinn sunnudag.
Þetta var ekki gefins hjá henni og skrifuðu menn um mikinn vind á fjallinu. Vilborg og Tenji Sherpa þurftu að hætta við tilraun sína 20. maí og bíða í 4. búðum eftir færi. Þau lögðu svo aftur í hann og komust á toppinn. Skv. fésbókarsíðu hennar gekk allt vel.
Vilborg reyndi við fjallið 2014 og 2015 en þurfti frá að hverfa í bæði skiptin vegna jarðskjálfta og snjóflóðs.
Þetta þýðir að Vilborg hefur lokið tindunum sjö, er fyrst íslenskra kvenna á Everest, auk þess að vera eina konan sem hefur einfarið 8 þúsund metra tind (Cho Oyu) og pól (Suðurpólinn) ef fréttaritara skjátlast ekki.
Við óskum Vilborgu til hamingju og bendum á greinina í síðasta ársriti fyrir þá sem vilja lesa meira um þessa öflugu fjallakonu. Einnig er hægt að skoða heimasíðu hennar, og facebook.
Bjöggi og Einar frá Íslenskum fjallaleiðsögumönnum eru nú staddir á Grænlandi að leiðsegja í þriggja tinda leiðangri fyrir Adventure Consultants.
Markmiðið var að fara á Gunnbjörn 3.994 metrar, Cone 3.669 metrar og Dome 3.682 metrar. Þrjú hæstu fjöll Grænlands sem sagt. Eftir það á svo að klifra og skíða.
Skemmst er frá því að segja að þeir eru búnir með öll þrjú aðalmarkmið ferðarinnar. Ljómandi flott hjá þeim.
Minni svo á hina Íslendingana á Grænlandi, en það er sennilega skemmtilegasta blogg internetsins þessa dagana, 109 km dagar, bacon og viský er þemað. http://expeditions.mountainguides.is/
Þann 16. maí, klukkan 10:20 varð John Snorri Sigurjónsson fyrstur Íslendinga til að stíga á topp Lhotse. Þessu er sagt frá á heimasíðu styrktarfélagsins Líf.
Lhotse er hluti af Everest fjallgarðinum og er fjórða hæsta fjall í heimi, á eftir Everest, K2 og Kangchenjunga, öll í Everest fjallgarðinum. Lhotse er 8.516 m á hæð og tók það John Snorra um 17 klukkustundir að ganga upp á tindinn sjálfan og fjórar stundir niður aftur.
Næst er John Snorri að miða á að klífa fjallið K2 sem er það næst hæsta í heimi, 8.611 m, en jafnframt það erfiðasta og hættulegasta. Aðeins um 300 manns hafa náð á tind K2 en 77 hafa látið lífið við það að reyna.
Við óskum John Snorra alls hins besta í þessum leiðangri og hlökkum til að heyra fleiri fréttir af framvindu ferðarinnar.
Dagana 16. og 18 maí heldur Ísalp upp á hina árlegu BANFF fjallakvikmyndahátíð. Hátíðin verður haldin í Háskólabíó og byrjar klukkan 20:00 bæði kvöldin. Myndirnar síðustu ár hafa verið frábærar, frumlegar og spennandi og myndirnar í ár eru enginn eftirbátur þeirra. Sjá nánar á isalp.is/banff.
Nú reyna nokkrir fjallamenn og Ísalparar að skíða og kite-a niður austurströnd Grænlands, um 1200 kílómetra leið á 40 dögum. Þetta eru þeir Leifur Örn Svavarsson, Hallgrímur Magnússon, Einar Stefánsson, Tómas Júlíusson og Skúli Magnússon. Afrek hópsins eru m.a. hæstu tindar allra heimsálfa, þrír Everest farar, báðir pólarnir og umtalsverð reynsla hjá EFTA dómstólnum.
Þeir sem til þekkja vita að þessir menn eru allir miklir meistarar og leynast gullkorn á borð við þessi í leiðangursblogginu:
„Each of us did bring one day of food and Hallgrímur had his food bag yesterday giving us beef filé for dinner and a luxury dinner today. Now, Skúli is baling pancakes for us for desert. We will be two weeks into he expedition before we have to start eating normal, dried expedition food.“
„Our philosophy is to continue to struggle for the next two weeks or so and then we will take stock of the situation, think about how we are doing and if there is whiskey, we will certainly last the whole journey.“
Einnig ætla þeir félagar mögulega að klífa óklifna tinda sem þeir sjá á leiðinni og mögulega hæsta fjall Grænlands.
Fjallamennskusamband Íran hefur haldið árlegan alþjóðlegan fjallamennskuviðburð fyrir unga klifrara frá árinu 2015 og hefur Íslenska Alpaklúbbnum verið boðin þátttaka.
Í fyrra sendum við í fyrsta sinn þátttakendur og gekk vel í alla staði.
Í sumar verður viðburðurinn haldinn í síðasta sinn.
Í þetta sinn klifra þátttakendur undir tryggri leiðsögn „fjallamennskulandsliðs Íran“ á tvö fjöll: Mt. Damavand (5.671 m) sem er hæsta fjall Íran og Alam-kuh (4.848 m).
Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast um framandi slóðir og stunda spennandi fjallamennsku.
Miðað er við að þátttakendur séu 35 ára eða yngri, en á því hafa þó verið gerðar undantekningar.
ÍSALP styrkir tvo meðlimi til ferðarinnar um 50.000kr á mann. Til að sækja um styrkinn og að fara til Íran fyrir hönd ÍSALP þarf að fylla út formið hér að neðan.
Íslenski Alpaklúbburinn og Alpaklúbbur Písa (Ítalíu) komu nýverið á legginn skiptiprógrammi milli félaganna tveggja.
Í febrúar bauð ÍSALP fjórum Ítölum til Íslands, hýstu þá, ferðuðust með þeim um landið og klifruðu.
Í haust endurgeldur Alpaklúbbur Písa greiðann og býður fjórum félögum í okkar klúbbi í klifurheimsókn til Toscana.
Stefnt er að því að fara til Písa í september en nákvæm dagsetning kemur von bráðar. Ferðin mun vara í eina viku og styrkir ÍSALP fjóra meðlimi um 50.000kr á mann.
Sú upphæð ætti að næga fyrir ferðalaginu til Písa en þegar þangað er komið mun CAI-PISA klúbburinn sjá um gistingu og ferðalög.
Fyllið út formið hér fyrir neðan til að sækja um!
Nú hefur ný færsla í Græjuhornið litið dagsins ljós, hérmá nálgast hana. Að þessu sinni fjallar Græjuhornið um ísskrúfu frá Salewa og listar niður kosti hennar og galla ásamt því að stikla á stóru í sögu ísskrúfa.
Nú hefur daginn lengt og möguleikinn fyrir að taka langa daga úti hefur heldur betur opnast. Á þessum tíma árs fara göngumenn að streyma á Hvannadalshnúk, Hrútfjallstinda og Þverártindsegg. Skíðafólk er farið að renna sér á Tröllaskaga og klifrarar flykkjast í Skarðsheiðina og jafnvel í Eilífsdal og Hrútadal. Heyrst hefur að Skessuhorn sé í prýðis aðstæðum.
Svo nú er tíminn til að stefna upp á fjöll, sama í hvaða tilgangi það er. Njótið vel!
Um þessar mundir er þvílíkt stjörnulið statt á landinu í myndaverkefni fyrir The North Face og þau hafa höfðinglega boðist til að halda myndasýningu og stutta tölu handa ÍSALP næsta fimmtudag klukkan 20:00 á Centerhotel Plaza við Ingólfstorg
Aðalstræti 4 – 101 Reykjavík
Aðal ljósmyndari verkefnisins er Tim Kemple sem margir þekkja eflaust fyrir síðasta verkefnið sitt á Íslandi: Climbing Ice: The Iceland Trifectahttps://www.youtube.com/watch?v=79s5BD0301o
Honum til aðstoðar er Renan Oztruk en saman reka þeir Camp 4 Collective, kvikmyndaframleiðslu fyrirtæki sem stendur á bakvið sumar ykkar uppáhalds ævintýramyndir.
Renan er einnig vel þekktur sem einn af klifrurunum í frægu myndinni Meru af leiðangri Jimmy Chin, Conrad Anker og hans á The Shark Fin.http://www.merufilm.com/
Með þeim í verkefninu er enginn annar en okkar eiginn Björgvin Hilmarsson. http://retro.smugmug.com/
Hansjörg Auer – Eflaust hafa sumir heyrt getið Hansjörg Auer. Hann gerði garðinn frægan með free solo uppferð sinni á The Fish 7b+ í Marmolada. Myndband af því er hægt að sjá hér. https://vimeo.com/30428423
Hann hefur einnig frumfarið sumar erfiðustu leiðirnar á Marmolada eins og Bruderliebe 8b+ 800m. Þess utan er Hansjörg einn færasti fjallamaður okkar tíma með mörg þúsund metra leiðir undir beltinu í Pakistan og Nepal. Hægt er að lesa meira um afrek Hansjörg á síðunni sinni http://www.hansjoerg-auer.at/
Samuel Elias – Samuel er gífurlega sterkur klifrari frá Bandaríkjunum. Hann hefur frumfarið klettaklifur leiðir upp að 5.14b og Mix leiðir upp að M12. Hér má sjá hann frumfara leiðina American Hustle 5.14b í Oliana.https://www.youtube.com/watch?v=wzgd5SGnkM8
Planið er að þau haldi öll smá myndasýningu og tölu fyrir okkur.
Það fer ekki milli mála að þetta er eitt flottasta line up á myndasýningu sem ÍSALP hefur séð. Að missa þessu er eins og sleppa jólunum. Sjáumst þar!
Því miður þá þurfum við að fresta ísklifurfestivalinu sem átti að vera um næstu helgi vegna lélegra ísaðstæðna. Vonandi tekur þessi vetur við sér og við getum slegið upp festivali seinna með stuttum fyrirvara.
Engu að síður þá eru hér í heimsókn 4 klifrarar frá alpaklúbbnum í Písa og þeir ásamt fríðu föruneyti Ísalpara stefna á að leita upp einhvern ís. Planið veður vonandi auglýst betur á næstu dögum og öllum er að sjálsögðu velkomið að slást í för með þeim.
Á miðvikudaginn viljum við blása til hittings í klifurhúsinu. Klifrararnir frá Písa verða með kynningu á klifrinu í Písa. Boðið veður upp á bjór, pizzu og að sjáfsögðu nýjar BÍS leiðir.
———Enghlish———–
We are terribly sorry to inform everyone that next weekends Ice Climbing Festival in the east fjords has been cancelled due to poor conditions.
However, as we have just received 4 keen climbers from the Alpine Club of Pisa we will be going out and chasing the psyche this weekend and we invite anyone who wants to join us along for the fun! More details on that plan will be advertised over the next few days.
On wednesday evening we are also going to have a get together at Klifurhusid. The guys from Pisa will introduce the climbing there and this is a must see for anyone who wants to apply to go climbing on behalf of ISALP in Italy. There will be beer, pizza and new dry tooling routes!
Í febrúar eiga ÍSALParar von á heimsókn frá fjórum Ítölum, sem eru meðlimir í Alpaklúbbi Písa.
Þessi heimsókn er fyrsti liðurinn í samstarfi klúbbanna tveggja og standa væntingar til þess að heimsóknir verði framvegis árlegar, þ.e. að við hýsum hóp annað hvert ár og sendum svo hóp hitt árið til Písa.
Þann sjötta febrúar koma til landsins hinir galvösku Giovanni, Vitaliano, Mauro og Fransesco og verða þeir hér á landi til 13.febrúar og taka meðal annars þátt í Ísklifurfestivali klúbbsins.
Við vonumst til að þeir kynnist félögum úr klúbbnum vel og myndi tengls við ÍSALPara sem skilja eitthvað eftir sig. Þess vegna óskum við eftir þátttöku félagsmanna í að gera dvöl þeirra hér sem eftirminnilegasta.
Í fyrsta lagi vantar okkur gistingu fyrir þá (það er ekki skilyrði að þeir gisti allir á sama stað).
Búið er að redda gistingu fyrir kappana 7.-12.febrúar, en enn vantar gistingu fyrstu og síðustu nóttina, þ.e. mánudaginn 6.febrúar og sunnudaginn 12.febrúar.
Í öðru lagi vantar okkur klifurfélaga fyrir þá, a.m.k. þriðjudaginn 7.feb og miðvikudaginn 8.feb. Ef til vill fimmtudaginn 9.feb líka, en það veltur á því hversu snemma þeir vilja fara austur á festivalið.
Í þriðja lagi óskum við eftir fólki sem er til í að bjóða þeim í mat, morgunmat eða kvöldmat einhvern dag vikunnar eða sýna þeim miðbæinn eða annað áhugavert í Reykjavík að kvöldi 7. og 8. febrúar.
Á næsta ári sendum við hóp til Písa og umsóknir þeirra sem leggja verkefninu lið hér heima ganga fyrir.
Endilega setjið ykkur í samband við stjórn ef þið getið lagt eitthvað af mörkum, hvort sem það er lítið eða mikið. Einnig má hafa beint samband við Helga í gegnum Feisbúkk eða tölvupóst (helgidvergur hjá gmail)