Skaðafoss og uppúr
Skaðafoss er næsti foss ofan Svartafoss í Stóralæk. Skaðafoss sjálfur er einungis rúmlega 5 metra hár, en ef haldið er áfram upp Stóralæk alla leið að upptökum í Gemludal undir Kristínartindum, eru þónokkur höft allt að 10 metra há. Klifrarar verða að eiga það við sig hvort þessi nokkur höft af klifri séu göngunnar virði, enda eru um 3 km frá Skaðafossi að Gemludal ef gengið/brölt er eftir læknum alla leið upp úr.
Aðkoma: Gengið er upp vestanverða S3 gönguleiðina um Skaftafellsheiði, en rétt áður en stígurinn byrjar að hækka sig upp með Skerhól er beygt af S3 í austur á gömlu gönguleiðina um Miðheiði. Þaðan er gengið í stutta stund þar til komið er niður að Stóralæk, og er honum þá fylgt upp að Skaðafossi.
FF: Tryggvi Unnsteinsson – 15. mars 2023
Klifursvæði | Öræfi, Vestur |
Svæði | Skaftafellsheiði |
Tegund | Ice Climbing |