Allar upplýsingar um Breiðdal eru fengnar úr leiðavísinum „Breiðdalur“ eftir Sigurð Tómas Þórisson.
Breiðdalur er í syðri hluta Austfjarða og liggur rétt norðan við Berufjörð. Fyrst var klifrað í Breiðdal árið 2007 – Hreindýrafoss og Chocolate Chaud en meirihluti leiðanna voru klifraðar á Ísklifur festivali ÍSALP árið 2008.
Lítill bær að nafni Breiðdalsvík liggur við ströndina norðanmegin í dalnum. Þar er verslun með helstu nauðsynjar og aðrar þarfar þjónustur.
Hægt er að gista í farfuglaheimili Berunes, nokkra km inn eftir Berufirði, sirka 20-40min keyrsla frá klifursvæðunum. Einnig er hægt að hýsa stærri hópa (20-30 manns) í mjög fínum veiðiskála Breiðdals (www.strengir.is/breiddalsa) en hann er einungis 10min frá Tröllhömrum.
Eins og er má finna 25 skráðar leiðir í Breiðdal. Erfiðleikar leiðanna eru allt frá WI3 upp í M10 og lengdir frá 15m upp í 100m+. Flestar leiðirnar snúa í norður og verða því seint sólbakaðar þegar dagarnir fara að lengjast eftir vetrar sólstöður. Tröllhamra og Pálskletta svæðin eru í um það bil 200-300m hæð og haldast því góð lengur en Flögugil, sem liggur við ströndina.
Það eru enn góð tækifæri fyrir nýjar leiðir á svæðinu, nokkrar línur um WI4 í Pálsklettum og nokkrar erfiðar mix leiðir í Flögugili auk stakra leiða og nýjar útgáfur af gömlum leiðum. Einnig er mikið af leiðum í Berufirði sem bíða fyrstu heimsókna.
Chocolate Chaud (M10), í Flögugili, er frægasta leiðin á svæðinu og var mynd af henni framan á tímaritinu Alpinist (Vetur 2007/08, tbl. 22).
M. Múlaklettar
- Partýbær – WI 4
Pylsupartý
Eurovisionpartý - Kántríbær – WI 3
- Menntavegurinn – WI 4
——————————————————
B. Tröllhamrar
- Vegur viskunar – WI 4+
- Launaþrællinn – WI 4+
- Stálin stinn – WI 5/ M 6
- Svartur afgan – WI 5
- Gredda nærri banvæn – WI 4+
- Paradísarfuglinn – WI 5
- Gerðist snemma þaulkunnur gatinu – WI 5
- Flagð undir fögru skinni – WI 3
A. Flögugil
—————————————————–
- Litlir sætir strákar – WI 3
- Allir mínir sjúku órar – WI 3+
- Leiðsluboltinn – M 5
- Byrja hér – WI 5
- Krókódílamaðurinn – M6
- Drög að sjálfsmorði – M7
- Chocolate Chaud – M10
R. Rauðihryggur
C. Pálsklettar
Þegar að leiðir 1-7 voru fyrst farnar, þá var vonskuveður. Mikill vindur, spindrift og skortur á yfirlitsmynd olli því að ekki var unnt að staðsetja hver hefði farið hvað. Vonandi greiðist úr þessu í framtíðinni.
Ef að klettabeltinu er fylgt í vestur, áleiðis upp að Breiðdalsheiði er komið að Hreindýrafoss og Á fallandi fæti.
Ef klettabeltinu er fylgt í austur út dalinn er fljótlega komið að sectornum Rauðahrygg, en þær leiðir tilheyra strangt til tekið Pálsklettum líka, þó að þessu sé skipt upp svona til einföldunar.
- Lengi er von – WI 4
- Spindrift dauðans – WI 4
- Ókeypis er allt það sem er best – WI 4
- Nóttin hefur augu eins og flugan – WI 4+
- Fyrir fallið – WI 4
- Dóra-te –
- Gleymér –
- KB –
- Depill – WI 4
———————————————————–
D. Breiðdalsheiði
T. Tindar við Breiðdal
Talsvert er af formfögrum tindum sem sjást úr Breiðdal, sennilega eitthvað af þeim alaveg ófarnir.