Skírlífsbelti M 5

This route is west of Svellgjá in the gully on the most western part of this cliff. Climb the chimney and then make some delicate moves to gain the easy ice. There are a handful of gear places available. Continue up the short gully. Climbed on the ísalp ice climbing festival 2024.

~40 meters in length

F.A Jay Borchard and Kjartan Tindur Gunnarsson 21.01.24

 

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Svellgjá
Tegund Mixed Climbing

Thor is back M 6+

Leið númer B13.

„Þór er bakkelsi“ er ný mixleið á horninu vinstra megin við leiðina „Fimm í fötu M5+“.

Leiðin er 40m og það er hægt að klifra hana í einni spönn en mælt er gegn því sökum núnings sem myndast á stórri syllu fyrir miðri leið. Því hefur verið komið fyrir tveggja bolta milli stans á þeirri syllu. Annars eru 13 boltar í leiðinni. Til að minnka run outið er hæglega hægt að koma fyrir Camalot 1/2 efst í fyrstu spönninni og svo .75 á bröltinu upp að millistansinum. Einnig er hentugt að hafa .5 Camalot fyrir cruxið í efri spönninni.

Fyrsta spönnin er sirka M5 og fylgir augljósri sprungu upp á stallinn. Nóg er af góðum húkkum og spennutökum fyrir axir. Aðal fjörið leynist í efri spönninni þar sem hliðrað er út til vinstri og önnur sprunga leiðir upp í gegnum brattasta kafla klettsins. Aftur er nóg um góð spennutök í sprungunni en eitthvað minna fyrir fætur. Þegar lykilkaflinn hefur verið leystur er eftir skemmtilega krefjandi mantle á toppinn.

Gengið er beint upp að leiðinni frá bílastæðinu og fínt er að síga niður úr boltuðu akkeri á toppnum. Athugið að ef klifrað er á einni 60m línu þá þarf að síga niður í tveimur köflum. 70m lína og tvöfaldar línur ná auðveldlega niður.

Leiðin var fyrst farin af Matteo Meucci í Nóvember 2015.

 

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Mix Climbing

Aðalfundur 2017

Kæru félagar,

Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbisns verður haldinn í Klifurhúsinu, Ármúla 23, miðvikudaginn 27. september kl. 20:00.

Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:

1. Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
2. Skýrsla stjórnar.
3. Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
4. Lagabreytingar.
5. Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
6. Kjör uppstillingarnefndar.
7. Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
8. Ákvörðun árgjalds næsta árs.
9. Önnur mál.

Atkvæðisbærir og kjörgengir eru þeir einir sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.

Framboð skulu hafa borist fyrir 20. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.

Helgi Egilsson formaður, Þorsteinn Cameron meðstjórnandi, Heiða Jónsdóttir meðstjórnandi og Sigurður Ragnarsson meðstjórnandi eru öll að kveðja stjórn og því nóg af lausum sætum fyrir framboð.

Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 20. september.
Sjá lög klúbbsins hér.

F.h. stjórnar, Þorsteinn Cameron

 

ÍSALP snýr aftur til Íran!

Mt. Damavand

Fjallamennskusamband Íran hefur haldið árlegan alþjóðlegan fjallamennskuviðburð fyrir unga klifrara frá árinu 2015 og hefur Íslenska Alpaklúbbnum verið boðin þátttaka.

Í fyrra sendum við í fyrsta sinn þátttakendur og gekk vel í alla staði.
Í sumar verður viðburðurinn haldinn í síðasta sinn.
Í þetta sinn klifra þátttakendur undir tryggri leiðsögn „fjallamennskulandsliðs Íran“ á tvö fjöll: Mt. Damavand (5.671 m) sem er hæsta fjall Íran og Alam-kuh (4.848 m).
Þetta er einstakt tækifæri til að ferðast um framandi slóðir og stunda spennandi fjallamennsku.
Miðað er við að þátttakendur séu 35 ára eða yngri, en á því hafa þó verið gerðar undantekningar.

Hægt er að lesa meira um ferðaáætlunina hér en herlegheitin standa yfir frá 7. – 19. júlí: Iran Damavand – Alam Summer Camp

ÍSALP styrkir tvo meðlimi til ferðarinnar um 50.000kr á mann. Til að sækja um styrkinn og að fara til Íran fyrir hönd ÍSALP þarf að fylla út formið hér að neðan.

Lesa meira

Pisa Umsókn

Pizzo D’Uccello er í nágrenni Pisa og þykir líklegt að þessi tindur verði heimsóttur.

Íslenski Alpaklúbburinn og Alpaklúbbur Písa (Ítalíu) komu nýverið á legginn skiptiprógrammi milli félaganna tveggja.
Í febrúar bauð ÍSALP fjórum Ítölum til Íslands, hýstu þá, ferðuðust með þeim um landið og klifruðu.
Í haust endurgeldur Alpaklúbbur Písa greiðann og býður fjórum félögum í okkar klúbbi í klifurheimsókn til Toscana.

Stefnt er að því að fara til Písa í september en nákvæm dagsetning kemur von bráðar. Ferðin mun vara í eina viku og styrkir ÍSALP fjóra meðlimi um 50.000kr á mann.
Sú upphæð ætti að næga fyrir ferðalaginu til Písa en þegar þangað er komið mun CAI-PISA klúbburinn sjá um gistingu og ferðalög.
Fyllið út formið hér fyrir neðan til að sækja um!

Umsóknarfrestur er 01.05.17!

Lesa meira

Lucie Hrozová Fyrirlestur!

Lucie Hrozova

Lucie Hrozová er stödd á landinu um þessar mundir og hefur boðist til að halda fyrir okkur stutta tölu og myndasýningu um það sem hún hefur verið að bauka hér og síðustu ár.

Fyrir þá sem hafa ekki heyrt hennar getið þá er Lucie einn færasti mix klifrari í heimi. Einna þekktustu fyrir að hafa frumfarið leiðina Saphira M15- í fyrra vor. Saphira er ein erfiðasta mixleið í bandaríkjunum og ein sú erfiðasta í heimi. Áður hefur hún farið Mustang P-51 (í fyrsta go’i), unnið Ouray mix klifur keppnina og tók þriðju uppferð ever á Ironman M14+.
Þetta er vægast sagt einn færasti klifrari heims og því ætti enginn að láta þetta tækifæri framhjá sér fara.

Hér má sjá hana frumfara Saphira.
https://www.youtube.com/watch?v=RXDEYw-Ccp0

Nóvember Fréttabréf ÍSALP

hnukurfb-6

Nú er vetur genginn í garð og margir farnir að horfa til fjalla. Það er margt spennandi á döfninni hjá ÍSALP þessa daganna og vonum við til að þetta fréttabréf hvetji meðlimi til að taka þátt.

Jólaklifur ÍSALP og Útgáfuteiti

Jólaklifur hátíð ÍSALP hefur verið mjög vinsæl undanfarin ár og í fyrra mættu hátt í 40-50 manns í Múlafjall. Við stefnum á aðra slíka stórhátíð  17. desember. Mæting verður sem áður á Select/Shell á Ártúnshöfða og lagt af stað þaðan klukkan níu um morguninn.
Síðar um kvöldið, eftir að allir hafa haft tækifæri til skipta yfir í fínni Gore-tex og dúnjakka í öllum regnbogans grunnlitum þá verður skálað í bjór á efri hæð Kaffi Sólon. Hvetjum við alla til að mæta tímanlega enda verður ókeypis bjór á krana, umræða um allskonar fjöll, Pubquiz og síðast en ekki síst verður gefið út Ársrit ÍSALP 2016. Einnig verða sigurvegarar myndakeppninnar kynntir og verðlaun afhent.

Byrjendanámskeið í Ísklifri

Matteo Meucci mun halda námskeið í Ísklifri í aðdraganda Jólaklifurs ÍSALP. Námskeiðið verður ókeypis handa meðlimum ÍSALP og haldið yfir tvo daga. Fyrst verður farið yfir búnað, tækni og öryggisatriði miðvikudaginn 7. desember í sal Klifurhúss Reykjavíkur og laugardaginn eða sunnudaginn eftir það (fer eftir veðri) verður farið út að klifra. Þetta er stórkostlegt tækifæri til að læra undirstöður ísklifurs með einum færasta klifrara landsins. Athugið að námskeiðið verður kennt á ensku. Frekari upplýsingar um skráningu koma síðar.

Brattamálið mikla

Því miður rann tími okkar út til að flytja skálann uppeftir í haust. Við héldum vel sóttan fund um málefni Bratta og samstarf ÍSALP og FÍ  í lok ágúst en síðan þá gekk illa að nýta þá fáu veðurglugga sem fengust. Málið er þó alls ekki í dvala því nú hefjast samningaviðræður við FÍ um hvernig skuli eiginlega útbúa þennan skála og óskar ÍSALP eftir skoðunum meðlima á málefnum Bratta á spjallþræði sem opnaður verður innan skamms. 

Styrkir frá ÍSALP

Það er góðærisbrjálæði hjá ÍSALP og við viljum hvetja meðlimi til að sækja um styrki til félagsins. Við höfum mikinn áhuga að styrkja meðlimi til BMC International Summer Meet 2017 en við erum opin fyrir öllum tillögum – sér í lagi ef einhver er að skipuleggja íslenskt expedition.

Slideshow and talk with Matteo Meucci

Í undirbúningi fyrir stórt klifur verkefni í vetur mun Matteo Meucci halda fyrirlestur og myndasýningu í Klifurhúsinu næst komandi miðvikudag. Sýningin hefst klukkan átta og mun Matteo fara yfir klifursögu sína bæði hér á Íslandi og í ölpunum en ferill hans spannar um 24 ár.

Hann hefur verið búsettur á Íslandi seinustu 3 árin og nýtt tíman vel við að frumfara nýjar leiðir á Íslandi.

Þetta er myndasýning sem enginn ætti að láta framhjá sér fara! Matteo mun tala á ensku.

Klifurhúsið er við Ármúla 23

Event á Facebook: https://www.facebook.com/events/30069792030971

12473997_1696044610640200_2987777913622520388_o

 

Kosningar um framtíð Bratta

Góður fundur var haldinn seinasta þriðjudag um framtíð Bratta, fjallaskála ÍSALP í Botnssúlum. Fyrir þá sem ekki þekkja til þá á félagið rétt til að hafa skála í Súlárdal, mitt á milli Syðstusúlu, Miðsúlu og Vestursúlu. Skálasvæðið er í um 750m hæð og býður upp á ótal möguleika fyrir félagsmenn til skíðunnar, klifurs og almennrar fjallamennsku. Skálinn stendur á lóð Þingvallarþjóðgarðs sem er einnig gífurlegt gildi fyrir eignina.

Bratti hefur verið í niðurníðslu árum saman og loks var hann tekinn til Reykjavíkur til lagfæringa árið 2011. Fyrir tveimur árum fékk klúbburinn nýjan og veglegan 60fm skála að gjöf frá bílaframleiðandanum Land Rover og kemur sá skáli til með að leysa Gamla-Bratta af hólmi.

Gamli Bratti, mynd frá Ferðafélagi Árnesinga

Bratta-nefnd var skipuð og hefur hún unnið hörðum höndum að því að koma Nýja-Bratta upp í Botnssúlur. Verkið krefst mikilla fjármuna, enda er dýrt að flytja hús uppá fjall og að auki þarf að innrétta skálann algjörlega frá grunni. Í von um að setja félagið ekki á hausinn þá hafa margar lausnir verið íhugaðar. Lengi vel stóð til að selja eina einungu Nýja-Bratta til að fjármagna flutninginn á restinni. Nýji-Bratti er í 3 einingum, 2 híbýli og 1 forstofa, í heild sirka 60fm. Önnur hugmynd sem naut mikilla vinsælda hjá stjórn og Brattanefnd var að leitast eftir samstarfi við fjársterkan aðila í rekstur og flutningi skálans. Að lokum var leitað til FÍ og tóku þau vel í samstarfið. Til stendur að FÍ sjái um allan flutning skálans upp eftir, innréttingu skálans og viðhaldi en á móti kemur að Bratti verður sameign, FÍ muni eiga rekstur skálans á sumrin og ÍSALP á veturna.

Í ljós hefur komið að félagsmenn vilja kanna betur báða kosti áður en endanleg ákvörðun er tekin, hvernig samningsdrög við Ferðafélag Íslands myndu líta út og hvort möguleiki sé á að bjóða upp á raunhæfan valkost varðandi uppsetningu á 36 fm skála í fullri eigu ÍSALP. Stjórn klúbbsins vill því boða til kosninga um málið á næsta aðalfundi ÍSALP. Aðalfundur ÍSALP er haldinn árlega um miðjan september og verða send út fundarboð fljótlega með dagsetningu.

Á fundinum munu Helgi Egilsson og Gísli Símonarson leggja fram fyrstu drög að sameignarsamningi við FÍ. Sveini Fr. Sveinssyni og Frey Inga Björnssyni hefur verið falið að kanna hvort mögulegt er að setja upp valkost þar sem ÍSALP standi sjálft að standsetningu og flutningi á 36 fm. einingu.

Takið eftir að niðurstaða þessara kosninga verður endanleg niðurstaða málsins og gengið verður strax í aðgerðir. Því er gífurlega mikilvægt að sem flestir mæti á fundinn og kjósi því um er að ræða ákvörðun sem mun hafa varanleg áhrif á framtíð ÍSALP. 

Ef einhver vill koma skoðunum sínum á framfæri við stjórn ÍSALP varðandi málið eða ef þið hafið tillögur varðandi lausnirnar sem kosið verður um þá viljum við endilega heyra frá ykkur! Hægt er að birta skoðun sína opinberlega á spjallvef ÍSALP eða senda póst á stjorn@isalp.is, sissi@askur.org (Sveinn Eydal) eða helgidvergur@gmail.com (Helgi Egilsson).

IceHot1

Leið númer 1 á mynd.

IceHot1 260m D+ AI4/M4

NV-veggur Kristínartinda var klifinn 31. mars 2016. Kristínartindar er vinsælt göngufjall fyrir ferðalanga í Skaftafelli en sem við best vitum þá er þetta í fyrsta sinn sem NV-veggurinn hefur verið klifraður. Nóg var af sögum um vegginn en lítið til af upplýsingum og besta myndin sem við höfðum af aðstæðum var tekin úr botni Mórsárdals fyrir um það bil mánuði.

Við gengum upp Skaftafellsheiði eftir stígum þjóðgarðsins og fylgdum þeim upp að Gemludal sem liggur undir vesturhrygg Kristínartinda í 700m hæð. Þar yfirgáfum við stiginn og traversuðum undir hlíðar vesturhryggsins. Traversan er varasöm á köflum í 40-50° snjó. Aðal veggurinn byrjar sjálfur í 900m hæð.

Útfrá myndum úr dalnum höfðum áætlað að klifra aðra línu en þegar komið er undir vegginn blasir við hlaðborð af stórkostlegum klifurleiðum og við urðum fljótt afvegaleiddir og völdum línu sem virtist liggja nærri því þráðbeint upp með stöðugum erfiðleikum. Neðst í klettabeltinu er gott stuðlaberg sem stappaði í okkur stálið þar sem ísinn var mjög þunnur í byrjun. Bjartur vildi ólmur fara upp beinasta afbrigðið af leiðinni en eftir að hafa skoðað ísinn nánar féllst hann á að fylgja mér upp hægra afbrigðið sem virtist nokkrum centimetrum þykkara. Heppilega batnaði ísinn þegar ofar dró, um leið og bergið versnaði.

  1. spönn  45m. AI4, vandasamt klifur á þunnum ís og mjög tortryggt fyrstu 15m
  2. spönn 50m. AI3 / M4, Mix kaflinn er hliðrun til vinstri í aðal rennuna og mjög tortryggð.
  3. spönn 40m. AI4
  4. spönn 60m. AI3

Lesa meira

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Kristínartindar
Tegund Alpine

Myndbönd

(English) Pinnacle Club / BMC International Womens Climbing Meet

Þessi grein er ekki til á íslensku. For the sake of viewer convenience, the content is shown below in the alternative language. You may click the link to switch the active language.

Mynd frá BMC International Winter Meet 2016. Það var of hlýtt í fjöllunum fyrstu daganna svo leitað var til strandarinnar í dótaklifur.
Mynd frá BMC International Winter Meet 2016. Það var of hlýtt í fjöllunum fyrstu daganna svo leitað var til strandarinnar í dótaklifur.

Íslenska Alpaklúbbnum hefur boðist að senda tvo meðlimi á einstakan viðburð í Bretlandseyjum 12.-19. júní næstkomandi. Kvennaklifurfélag Bretlands The Pinnacle heldur í samstarfi við The British Mountaineering Council alþjóðlegt dótaklifur festival í Llanberis Pass, einum þekktasta klettaklifurvettvangi Bretlands. Þetta er kjörið tækifæri fyrir konur sem vilja læra meira í klettaklifri og sér í lagi dótaklifri þar sem bretar eru einna þekktastir fyrir dótaklifur.

Alþjóðleg klifurfestivöl eru líka einstök tækifæri til að kynnast klifrurum frá öðrum löndum en þar koma saman klifrarar frá öllum heimshornum, aldursflokkum og hæfileikastigum. Festivalið stendur yfir í 6 daga og verður gist í klifurskálanum Ynys Ettws Hut sem er í eigu The Pinnacle. Klifrað verður alla daga ef veður leyfir og að venju þá er erlendum klifrurum parað með breskum sem þekkja svæðið. Bresku klifrararnir eru þó ekki leiðsögumenn heldur klifurfélagar og eru ákvarðanir um klifurleiðir teknar í sameiningu sem og klifrið sjálft. Í lokin er svo haldið gott partí.

Mælt er með því að umsækjendur hafi reynslu af náttúrulegum bergtryggingum og að setja upp akkeri. Haldið verður kliník í því fyrsta morguninn á festivalinu en betra er að koma ekki alveg af fjöllum í þeim efnum.

Umsóknir skulu berast isalp@isalp.is fyrir 26. mars og endilega hafið samband ef óskað er eftir frekari upplýsingum.

Hér er blog um seinasta alþjóðlega kvennafestivalið árið 1984 og myndband frá seinasta alþjóðlega dótaklifurfestivali BMC árið 2013

Ísklifurfestival 2016: gott veður og góðir vinir

12698483_10153552352664302_6334417868836987156_o

Nú er helgin liðin og árlega ísklifurfestival ÍSALP afstaðið. Um það bil 37 klifrar mættu í Kaldakinn helgina 12. – 14. febrúar og nutu þar einstakrar gestrisni heimamanna við býlið Björg.

Spáin hans Hlöðvers um gott veður stóðst að venju og lék veðrið við okkur alla helgina. Hitastigið var oftast rétt um frostmark yfir daginn og stöku sinnum sást meira að segja til sólar. Meðan maður stóð við ströndina og sleikti sólina mátti maður spyrja sig hvort hér væri í raun um ísklifurfestival að ræða. Gildir klifrið ef maður drepst ekki úr naglakuli á leiðinni? Reynsla klifraranna náði yfir allan skalann, allt frá grænum byrjendum í vetrarklifur ofurhetjur og skemmtu sér allir konunglega enda um nóg að velja í Kaldakinn.

Klifrað var alla daga og í öllum sektorum svæðisins. Vinsælast var fjöruborðið við svæðið Glassúr þar sem nærri allar mögulegar leiðir og afbrigði voru farin um helgina. Helst má nefna þar frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á ísfossunum sem liggja út í sjóinn. Þar tímasettu þeir sig vel og sprettu á milli alda til að ná upp í Sex on the Beach WI5+ og Shooters WI4+. Matteo Meucci og Halldór Fannar reyndu einnig við nokkrar frumferðir á svæðinu en að góðri íslenskri venju kom í ljós að þetta hafði allt verið farið fyrir langa löngu.

Af öðrum svæðum má helst nefna frumferðir Albert Leichtfried og Benedikt Purner á X-files WI6/M6 í Stekkjastaur sektor og frumferð Arnars Þór Emilssonar og Sveins Eydals á Stönthrút WI4 meðan Freyr Ingi Björnsson og Haukur Már Sveinsson frumfóru Salómon Svarti WI4/5. Stekkjastaur sjálfur var klifraður einu sinni yfir hátíðina af Albert og Benedikt enda í mjög þunnum aðstæðum. Gáfu þeir honum WI6/6+ í núverandi ástandi. Sektor Girnd fékk fáar en góðar heimsóknir og voru þar frumfarnar tvær nýjar leiðir. Matteo Meucci og Halldór Fannar fóru leið sem þræðir nýtt kerti hægra megin við Upprisu Svínanna og fékk leiðin gráðuna WI5+. Albert og Benedikt létu sig ekki vanta og fóru nýja leið á milli Kostulega Postula og E300 sem nefnist Have no fear, have a skyr M7. Einnig má nefna að farnar voru leiðirnar Drífa, Íssól, Hlæjandi Fýlar, Faðir og Sonur, Dramb, Heimasætan ofl. fengu allar heimsóknir.

Á kvöldin var boðið upp á ljúffengan mat að Björgum og á laugardagskvöldið var einnig boðið upp á harmónikku- og gítar undirspil. Eftir að kláruð voru 6 lambalæri og öllu skolað niður með Kalda í boði Kalda þá hélt Albert fyrir okkur myndasýningu úr seinustu ferð hans og Benedikts til Tíbet en myndirnar voru teknar af ljósmyndaranum Elias Holzknecht sem var einnig á svæðinu.

Kærar þakkir til Hlöðvers, Jónu og allra á Björgum sem og allra sem lögðu leið sína norður til að njóta helgarinnar með okkur.

 

Velkomin á heimasíðu Íslenska Alpaklúbbsins!

Hér gerist meðlimum kleift að nálgast fréttir frá stjórn ÍSALP, umræðuvef meðlima, dagskrá félagsins, upplýsingar um fjallaskála okkar, ársrit, og gagnabanka yfir allar helstu ísklifurleiðir og svæði á Íslandi. Við hvetjum alla notendur til að skrá sínar eigin leiðir í gagnagrunninn! Ítarlegar leiðbeiningar um það og annað er að finna hér!

Athugið að skrá sig sem notenda á vefsíðuna jafngildir ekki því að vera meðlimur ÍSALP. Til að verða fullgildur meðlimur klúbbsins og njóta allra þeirra kjara og fríðinda sem það ber með sér skal senda tölvupóst á stjorn@isalp.is með fullu nafni, heimilsfangi og kennitölu.

Jólaklifur og Úgáfupartí!

Jolaklifur2015Hið árlega jólaklifur ÍSALP verður haldið í Múlafjalli laugardaginn 19. desember!
Nú heldur gleðin þó áfram langt fram á kvöld því eftir herlegheitin efnum við til ÚTGÁFUPARTÍS FYRIR NÝTT ÁRSRIT ÍSALP! Eintök verða á svæðinu fyrir þá sem vilja fá þau glóðvolg úr prentvélunum.

Teitið um kvöldið hefst klukkan átta á efri hæð Sólon í miðbæ Reykjavíkur. Um að gera að mæta snemma til að tryggja sér brakandi ferskt ársrit og ókeypis bjór á krana. Klukkan níu verður haldið skemmtilegt pub quiz með fjallaþema!

Nokkrar nýjar leiðir hafa verið kynntar til sögunnar í Múlafjalli á undanförnum vikum og mun ÍSALP setja upp ofanvaðslínur í nokkrar leiðir. Allir ættu því að finna sér eitthvað við hæfi!

Lagt af stað klukkan 09:00 frá Select (Ártúnshöfða) fyrir þá sem vilja vera í samfloti upp að Múlafjalli.

Hvetjum við til þess að fólk sem langar að prófa sig áfram í ísklifri en vantar félaga eða einhvern búnað láti endilega sjá sig! Jólin eru hátíð allra, líka ísklifrara.

Kv, Stjórn

Jólahlaðborð Fjallakofans

Tom King í ölpunum.

Fjallakofinn ætlar að halda jólin hátíðleg með félagsmönnum ÍSALP næsta fimmtudag (3.12.)

Góður afsláttur verður í boði fyrir þá sem hyggja á að gefa vinum og vandamönnum góða fjallapakka um jólin! Nú eða bara fyrir þá sem vantar meira dót!
Guð má vita að maður getur alltaf átt meira dót.
Hér má lesa skemmtilega grein frá félagsmanni Tom King um jólagjafalista klifrara.

20% afsláttur verður á ÖLLUM fjallafatnaði!
20% afsláttur verður á ÖLLUM járnavörum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM klifurtúttum!
25% afsláttur verður á ÖLLUM ísöxum og broddum!!

Hvílíkar tölur! Mér er strax illt í veskinu..

Jólahlaðborð

Skarðsheiði

Upplýsingar og myndir eru fengnar úr Leiðarvísi ÍSALP nr. 22 eftir Snævarr Guðmundsson og Kristin Rúnarsson. Frekari upplýsingar eru að finna í ársriti ÍSALP 1987.

Skarðsheiðin hefur lengi verið eitt vinsælasta fjallamennsku svæði Íslendinga og má sjá það einna best í merki Ísalp, en þar er einmitt Skessuhorn í aðalhlutverki.

isalp_logo copy

Frægt verkefni í Skarðsheiðinni er að klifra alla þrjá Norðurveggina á einum sólarhring. Þetta eru NV veggur Skessuhorns, N veggur Skarðshorns og NV veggur Heiðarhorns. Þetta verkefni var fyrst klárað af Páli Sveinssyni og Guðmundi Helga Christensen í mars 1993, Róber Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson urðu svo annað teymið til að klára þessa þolraun í apríl 2008.

Skarðsheiðinni er skipt niður í þó nokkur undirsvæði eins og sjá má á mynd

Yfirlit, Skarðsheiði

Skarðshyrna
Í Skarðshyrnu er megnið af klifrinu á veggnum sem snýr í suðvestur og svo er leið 8 á veggnum sem snýr í suðaustur.

1a. Með Skessubrunnum
1b. Annar hringur með hringekjunni
2. Úr Skarðsdal um austurbrúnir (gönguleið – ekki á mynd)
3. V – Miðgil
4. Giljagaur
5. A – Miðgil
6. Vesturlæna (ekki á mynd)
7. Um Skessusæti og Miðhrygg
8. Leiðir í SA- hlíðum (ekki á mynd)

Villingadalur
Villingadalur er vissulega hluti af Skarðsheiðinni en vegna vinsælda hans sem „sport“ ísklifursvæðis, sem sker sig frá öðru klifri í Skarðsheiði, þá var ákveðið að hafa hann sér. Upplýsingar um Villingadal má finna HÉR

Kaldárdalur
15. Mórauðihnúkur
16. Á Miðfjallskamb frá Mórauðakoti (sjá mynd við NA vegg Skessuhorns)
16a. Kambshryggur – AI3 M3/4

Hornsdalur
Hornsdalur er dalurinn austan við Skessuhornið. Leiðirnar í dalnum ná að Katlaklauf en eftir það tilheyra leiðirnar Skessuhorni.

17. Úr Hornsdal á Þverfjallskamb
18. Þverhausarnir
19. Austurlæna í Katlaklauf

Skessuhorn
Hér er um að ræða einn klassískasta alpavegg Íslands, sem er í uppáhaldi margra eða á óskalista yfir næsta mission. Hér eru leiðir 21 og 22 á austur veggnum en megnið af klifrinu (23-29) eru á NV veggnum.

19a. Tvíhleypan (sjá mynd við Hornsdal)
19b. Austurhryggur Skessuhorns (sjá mynd við Hornsdal)
20. Katlakinnarleið (gönguleið – ekki merkt inn á kort)
21. Austurhlíðar (sjá mynd við Hornsdal)
22. Norðausturhryggur (sjá mynd við Hornsdal)

23. Skessukorn
23b. Vestrakorn
24. Eystrigróf
25. Skessuþrep
26. Rifið
26a. Gleymdi þrusinn
27. Vesturgróf
27a. Vesturjaðar I -WI 3+
27b. Vesturjaðar II – WI 3
29. Katlaklaufsleið
30. Þverklofið

Skarðshorn
Skarðshorn er án efa einnig einn af vinsælli alpaveggjum Íslands. Ein af leiðum veggsins prýðir forsíðu ársrits Ísalp frá 1987, en þar má sjá Snævar Guðmundsson í frumferð á leiðinni Dreyra.

 

30a. Skarðshryggur
30b. Kanínan
31. Sólei
31a. Dreyri
31b. Jóka póka
32. Austurrif
33. Hrollur
34. Vesturrif

Heiðarhorn

35. Jónsgil – AD+
35a. Jónsgil beint af augum – Gráða IV
35b. Drullupumpan – Gráða IV+
36. Meinhornið – AD+
36a. Vængjasláttur í þakrennunni – Gráða IV
36b. Axlarbragð – Gráða IV

Annar í Bratta

Sunnudaginn 6. september héldu nokkrir vaskir garpar út í góða veðrið með það í huga að grafa holur fyrir nýjum undirstöðum undir Bratta. Með í för voru 22 álhólkar, skóflur og járnkarlar, sleggja, öll rúnstykkin á Select, guðsveigar og samkomutjald. Þetta reyndist hin skemmtilegasta ferð þó að lítið hafi náðst að grafa holur sökum erfiðleika í jarðveginum. Hjáleið var gerð framhjá stóra steininum sem lokaði veginum í seinustu ferð og undirstöður gamla Bratta voru hreinsaðar og jafnaðar jörðu. Ekki gekk vel að tjalda. Verkefninu er hvergi nærri lokið en Helgi, Gísli, Jonni, Árni og Þorsteinn þakka fyrir sig.

Ákavíti WI 5+

Innst í Skálagili í Haukadal. Leiðin eltir vinstri jaðar bogans, sem hin heimsfræga leið Brennivín (M11+) liggur beint upp. Byrjar rétt hægra megin við Trommarann (megin foss gilsins), hliðrar skáhallt upp meðfram jaðri bogans í vandasömum, tortryggðum þunnum ís. Þar var áð og gerður stans á nokkuð solid ísbunkum eftir 50m+ klifur (með 30m exposure beint fyrir neðan). Eftir stansinn tók við nokkuð vandasöm hliðrun undir/bakvið megin kertið í efsta ísþilinu. Þar bakvið var læðst upp undir létt yfirhangandi tjald með kröftugum tæknilegum hreyfingum. Ofan tjaldsins tók við feitur 20m WI5 ís upp á brún í góðan stans. Sigið í einu 60m+ sigi beint niður bogann.
Ekki eins brutally erfitt og útlit var fyrir að neðan en afar vandasamt og risky á löngum köflum (þunnur ís og tæpar/fáar tryggingar), einkum í lok fyrri spannar (á þunna slabbinu í löngu hliðruninni) og á fyrstu 10m seinni spannarinnar (hliðrun undir kertið og upp bratta tjaldið).

Frábær leið með óviðjafnanlegum exposure faktor.

FF: Róbert Halldórsson og Sigurður Tómas Þórisson, feb 14

 

Klifursvæði Haukadalur
Svæði Skálagil
Tegund Ice Climbing

NA-Hryggur Heljargnípu

Leið þessi var fyrst farin 7. apríl 1985 af Jón Geirssyni, Önnu Láru Friðriksdóttur, Torfa Hjaltasyni, Kristni Rúnarssyni og Þorsteini Guðjónssyni.

Aðkoman liggur um Breiðamerkurjökul og tekur 2-4klst. Þar tekur við krefjandi klifur upp hrygginn sem líkist meira egg en hrygg. „Þannig er hvergi hægt að „svindla“ og stytta sér leið framhjá erfiðleikum á auðveldan hátt.“ Í efsta kafla leiðarinnar er hreint og þó nokkuð strembið ísklifur. Upprunalega var leiðin klifruð með skíði og skíðað var niður.

Leiðin þykir alvarleg og fær gráðuna D, 600m.

 

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Heljargnípa
Tegund Alpine

Original Austurveggur

Í apríl 1997 klifu Haraldur Örn Ólafsson og Guðmundur Eyjólfsson austurvegg Hvannadalshnúks fyrstir manna.

Fyrir miðjum veggnum er hryggur og ganga gil upp með honum beggja vegna. Originalinn liggur hægra megin við hrygginn. Fyrr höfðu Sigursteinn Baldursson og Guðmundur Eyjólfsson reynt við gilið vinstra megin og þurft að snúa við 40m frá toppnum.

Veggurinn liggur mjög hátt og er kominn í aðstæður snemma vetrar.

Leiðin þykir þó nokkuð alvarleg og tæknilega erfið. Ganga þarf í gegnum sprungið jöklalandslag til undir vegginn og þar tekur við krefjandi klifur, allt upp að 5. gráðu ís.

Gráða: D, WI5

Hnukuraustur2
H
araldur Í lykilkafla leiðarinnar. Ljósm. Guðmundur Eyjólfsson

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Hvannadalshnjúkur
Tegund Alpine