Konudagsfoss WI 4

Leið númer 47,5 á mynd

Leiðin liggur upp stuttan foss í Spora gilinu innst í Kjós, fossinn er næsti austan við Spora.

Klifraðar eru tvær stuttar en brattar spannir, með smá skúta á fyrir miðju.

Það er ekki mikið um tryggingar ofan við leiðina, og ekki auðvelt að komast í ís, svo snjótryggingar eru líklega eini kosturinn, eins og í öðrum leiðum í gilinu.

20 m

F.F. Skarphéðinn Halldórsson og Herdís Sigurgrímsdóttir 26. janúar 2007.

Mynd: Håkon Broder Lund

 

Klifursvæði Kjós
Svæði Skálafellsháls
Tegund Ice Climbing

Ljótur piltur WI 3+

Leið númer B11.

Leiðin liggur upp kverk, um 200 metra austan við Íste.

Byrjunin er 5m lóðréttur ís, sem leiðir upp í stöllóttan ís og mosa upp í kvilft. Þaðan eru nokkrir möguleikar um áframhald, en leiðin fylgir mjórri ræmu eftir vinstri veggnum, sem liggur upp í gegnum þrönga skoru (um meters breið), og þaðan upp á topp.

Líkamlega ekki krefjandi leið, en býður upp á nokkrar skemmtilegar hreyfingar (og mögulega einhver mix tök, ef viljinn er fyrir hendi)

40m

F.F. Óþekkt

 

Klifursvæði Múlafjall
Svæði Kötlugróf
Tegund Ice Climbing