Aðstoð við útgáfu ársrits!

Kæru Ísalp meðlimir!

Nú þarf að fara að huga að næsta ársriti, og vantar okkur snillinga til að hjálpa til við að vinna að útgáfu þess.

Það verður enginn hægðarleikur að taka við keflinu af Þorsteini og félögum eftir seinustu ársrit, enda með eindæmum vel gerð. Auðvitað var seinasta ársrit með veglegra móti, afmælistritið, svo við stefnum á að hafa ársritið 2017-2018 léttara og straumlínulagaðra, en það er engu að síður mikilvægur þáttur í starfi Íslenska Alpaklúbbsins fyrir seinasta árið.

Okkur vantar því öfluga meðlimi sem eru tilbúnir að aðstoða við útgáfu næsta ársrits (öll aðstoð er vel þegin). Við erum ekki að leita að greinahöfundum eins og er (þó svo að við tökum vel á móti öllum krassandi sögum, greinum og myndum), heldur vantar okkur fólk til að þefa uppi og veiða greinar upp úr fólki, og fylgja eftir öllu sem gera þarf til að ársritið líti dagsins ljós.

Ef þú hefur áhuga að vera með í ritnefnd ársritsins í ár, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.

Kobbi WI 4

WI4

Leið nr. 1

Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.

35m, 70-80° með tvem all-90° höftum.

F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Reyðarfjörður
Tegund Ice Climbing

Ibbi WI 4

WI4(-)

Leið nr. 2

Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.

55m, viðvarandi 80° með þrem brattari höftum, lítið um hvíldir.

F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018

Klifursvæði Fjarðabyggð
Svæði Reyðarfjörður
Tegund Ice Climbing

Skælandi WI 4

Stutt leið hægra megin í Svartaskúta (leið 3) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).

Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna  á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn og FF.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Ælandi WI 5

Stutt fríhangandi kerti í miðjum Svartaskúta (leið 2) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).

Líklega er kertið minnst WI4+ þegar það vex niður, en töluvert erfiðara ef menn vilja gæla við það fríhangandi.

Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna  á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn, gráðu og FF.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Vælandi WI 3

Stutt leið vinstra megin í Svartaskúta (leið 1) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).

Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna  á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn og FF.

Klifursvæði Hvalfjörður
Svæði Reynivallaháls
Tegund Ice Climbing

Kona

V. gráða

Klettaleið sem fylgir hryggnum vestan við Miðgil, og einnig yfir nálina sem prýðir forsíðu ársritsins ’85. Leiðin var farin í kulda og snjó, og voru erfiðustu hreyfingarnar af V. gráðu en heildin af IV. gráðu.

Farin í frosti og snjó. Hryggur á milli gilja 2 og 3. Byrjað lítið eitt vinstra megin við gil 3 og upp miðjan hrygginn. Komið er við á Nálinni (Sjá forsíðu 1985) og áfram upp kletta til vinstri.

Leiðin er rétt vinstra megin við leið 3 (nákvæm staðsetning óskast).

FF. Haraldur Ólafsson og Víðir Pétursson, 26. apríl 1989

Klifursvæði Esja
Svæði Vesturbrúnir
Tegund Alpine

Axlarbragð

IV. gráða

Leiðin liggur upp áberandi línu um 200m vestan við Jónsgil, sem skiptist á snjó og ís. Hún hliðrast um línulengd til austurs (vinstri) fyrir síðustu tvær spannirnar og endar rétt austan við toppinn (Eitthvað reynist erfitt að staðsetja leiðina út frá lýsingum, og því óskast nákvæm staðsetning).

FF. Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1992

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Heiðarhorn
Tegund Alpine