Þann 30. október næstkomandi mun Íslenski Alpaklúbburinn sýna stór-klifurmyndina The Dawn Wall í Bíó Paradís klukkan 20:00.
The Dawn Wall er mynd sem klifurheimurinn hefur beðið spenntur eftir í yfir 3 ár, en hún fjallar um eitt af stærri afrekum klifurheimsins, þegar þeir Tommy Caldwell og Kevin Jorgeson fríklifruðu Dawn Wall vegginn á El Capitan í Yosemite, klifur sem áður þótti óhugsandi.
Þeir Tommy og Kevin toppuðu vegginn í janúar 2015, en aðdragandi áfangans var áralangur ásetningur, vinna og þrautseigju, í bland við hina ýmsu tilfinningalegu tálma í persónulífi Tommys, sem að lokum reyndust á sinn hátt hvati til þess að fríklifra Dawn Wall.
Miðverð á sýninguna
Meðlimir Ísalp: 1500kr
Aðrir: 2000kr
Aðalfundur Íslenska Alpaklúbbsins 2018 verður haldinn á efri hæð Klifurhússins að Ármúla 23, miðvikudaginn 26. september kl. 20:00.
Dagskrá fundarins er skv. lögum félagsins:
Kosning fundarstjóra sem síðan skipar fundarritara.
Skýrsla stjórnar.
Ársreikningar lagðir fram til samþykktar, undirritaðir af tveimur skoðunarmönnum.
Lagabreytingar.
Kjör formanns Ísalp og meðstjórnenda.
Kjör uppstillingarnefndar.
Kjör tveggja skoðunarmanna ársreikninga.
Ákvörðun árgjalds næsta árs.
Önnur mál.
Atkvæðisbær og kjörgeng eru þau ein sem greitt hafa árgjald síðastliðins árs fyrir upphaf aðalfundar.
Framboð skulu hafa borist fyrir 19. september en einnig er heimilt að bjóða sig fram í lausar stöður ef einhverjar eru á aðalfundi.
Helgi Egilsson formaður, Ottó Ingi Þórisson meðstjórnandi, Bjartur Týr Ólafsson meðstjórnandi, Jónas Grétar Sigurðsson meðstjórnandi og Baldur Þór Davíðsson meðstjórnandi eru allir að láta af hendi sínar stöður, og því mörg sæti í boði í stjórn fyrir áhugasama.
Allar tillögur um lagabreytingar skulu hafa borist stjórn (stjorn@isalp.is) fyrir 19. september.
ATH breytt plön! Dótaklifurkynningin færð upp í Stardal!
Þar sem veðrið ætlar ekki að gefa okkur neinn afslátt um helgina, og spáin lofar rigningu og roki báða dagana, ætlum við að breyta dótaklifurkynningunni. Á morgun (20. júní) verður hins vegar rjómablíða, svo í stað þess að húka inni eina góða kvöld vikunnar, ætlum við að halda upp í Stardal eftir vinnu. Sá dagur verður því líkari Stardalsdeginum í sniðum, en þó ætlum við að hafa létta kynningu þar á búnaðinum og tækni.
Eins og áður segir, er öllum velkomið að mæta, og erum við í raun bara að sameina dótaklifurkynninguna og Stardalsdaginn.
Brottför verður frá Skeljungi við Grjótháls/Vesturlandsvegi klukkan 17:30, en þó er velkomið að mæta upp í Stardal þegar fólki hentar.
———————
Nú er vel liðið á sumarið, og víða farið að sjást til skrumara að spóka sig á klettaklifursvæðum landsins. Af því leiðir að Stardalsdagurinn nálgast óðfluga, og ætlar ÍSALP, líkt og fyrri ár að halda daginn hátíðlegan, þó í þetta sinn í samvinnu við Klifurfélag Reykjavíkur.
Fyrir þá sem ekki þekkja til, þá er Stardalsdagurinn árlegur viðburður þar sem dótaklifurtröll fjölmenna í klifur í Stardal. Stardalur er án efa eitt glæsilegasta dótaklifursvæði landsins, með 88 skráðar klifurleiðir frá 5.2 upp í 5.11b, og ekki þykir verra að klifursvæðið er í einungis 15 mínútna fjarlægð frá Stór-Hafnarfjarðarsvæðinu.
Dagurinn verður haldinn þann 23. júní (með 24. júní til vara ef veður ætlar í hart), en hann verður með ögn breyttu móti í ár, þar sem ÍSALP ætlar með aðstoð Klifurfélags Reykjavíkur að halda kynningu á dótaklifri (e. Traditional climbing) áður.
Brottför verður svo í Stardal þann 23. júní klukkan 10:00 frá Skeljungi við Vesurlandsveg/Grjótháls (en þið megið auðvitað mæta hvenær sem er í dalinn og fara þegar ykkur listir). Fólk er að sjálfsögðu á eigin vegum og ábyrgð, og því mælum við eindregið með að þið verðið ykkur sjálf úti um klifurfélaga og búnað. Athugið að það verður ekki kennsla í Stardal, heldur erum við einfaldlega að fjölmenna í dalinn, og því er best að fólk hafi einhverja lágmarks reynslu af klifri í línu (t.d. sportklifri).
Hægt er að fylgjast betur með viðburðunum á facebook:
Nú þarf að fara að huga að næsta ársriti, og vantar okkur snillinga til að hjálpa til við að vinna að útgáfu þess.
Það verður enginn hægðarleikur að taka við keflinu af Þorsteini og félögum eftir seinustu ársrit, enda með eindæmum vel gerð. Auðvitað var seinasta ársrit með veglegra móti, afmælistritið, svo við stefnum á að hafa ársritið 2017-2018 léttara og straumlínulagaðra, en það er engu að síður mikilvægur þáttur í starfi Íslenska Alpaklúbbsins fyrir seinasta árið.
Okkur vantar því öfluga meðlimi sem eru tilbúnir að aðstoða við útgáfu næsta ársrits (öll aðstoð er vel þegin). Við erum ekki að leita að greinahöfundum eins og er (þó svo að við tökum vel á móti öllum krassandi sögum, greinum og myndum), heldur vantar okkur fólk til að þefa uppi og veiða greinar upp úr fólki, og fylgja eftir öllu sem gera þarf til að ársritið líti dagsins ljós.
Ef þú hefur áhuga að vera með í ritnefnd ársritsins í ár, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.
Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.
35m, 70-80° með tvem all-90° höftum.
F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018
Leiðirnar eru ofarlega í Geithúsaárgljúfri við Reyðarfjörð, nokkur hundruð metra frá Þjóðvegi 1.
Hægt er að keyra upp að gljúfrinu, og þaðan tekur við um 15 mín brölt inn með ánni þar til leiðirnar blasa við vestan megin.
55m, viðvarandi 80° með þrem brattari höftum, lítið um hvíldir.
F.F. (?) Sigurður Ýmir Richter og Magnús Ólafur Magnússon, febrúar 2018
Stutt leið hægra megin í Svartaskúta (leið 3) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).
Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn og FF.
Stutt fríhangandi kerti í miðjum Svartaskúta (leið 2) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).
Líklega er kertið minnst WI4+ þegar það vex niður, en töluvert erfiðara ef menn vilja gæla við það fríhangandi.
Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn, gráðu og FF.
Stutt leið vinstra megin í Svartaskúta (leið 1) upp af Hvítanesi (gömlu herstöðinni).
Þar sem krafsað hefur verið í hvert krapagilið og drulluspíruna á suðvestur horninu, og svartiskúti er mjög svo í alfaraleið með þægilegri aðkomu, er hægt að leiða líkur að því að leiðirnar hér hafi verið farnar á steinöld. Því óskast frekari upplýsingar um nafn og FF.
Klettaleið sem fylgir hryggnum vestan við Miðgil, og einnig yfir nálina sem prýðir forsíðu ársritsins ’85. Leiðin var farin í kulda og snjó, og voru erfiðustu hreyfingarnar af V. gráðu en heildin af IV. gráðu.
Farin í frosti og snjó. Hryggur á milli gilja 2 og 3. Byrjað lítið eitt vinstra megin við gil 3 og upp miðjan hrygginn. Komið er við á Nálinni (Sjá forsíðu 1985) og áfram upp kletta til vinstri.
Leiðin er rétt vinstra megin við leið 3 (nákvæm staðsetning óskast).
FF. Haraldur Ólafsson og Víðir Pétursson, 26. apríl 1989
Leiðin liggur upp vesturhlíð Skessuhorns, meðfram jaðri norðvestur-veggsins í þremur spönnum, og þaðan upp snóbrekkuna á tindinn (Nákvæm staðsetning og nafn óskast).
FF. Jón Geirsson og Snævarr Guðmundsson, desember 1987.
Leiðin liggur upp áberandi línu um 200m vestan við Jónsgil, sem skiptist á snjó og ís. Hún hliðrast um línulengd til austurs (vinstri) fyrir síðustu tvær spannirnar og endar rétt austan við toppinn (Eitthvað reynist erfitt að staðsetja leiðina út frá lýsingum, og því óskast nákvæm staðsetning).
FF. Páll Sveinsson og Guðmundur Helgi Christensen, 1992