Kæru Ísalp meðlimir!
Nú þarf að fara að huga að næsta ársriti, og vantar okkur snillinga til að hjálpa til við að vinna að útgáfu þess.
Það verður enginn hægðarleikur að taka við keflinu af Þorsteini og félögum eftir seinustu ársrit, enda með eindæmum vel gerð. Auðvitað var seinasta ársrit með veglegra móti, afmælistritið, svo við stefnum á að hafa ársritið 2017-2018 léttara og straumlínulagaðra, en það er engu að síður mikilvægur þáttur í starfi Íslenska Alpaklúbbsins fyrir seinasta árið.
Okkur vantar því öfluga meðlimi sem eru tilbúnir að aðstoða við útgáfu næsta ársrits (öll aðstoð er vel þegin). Við erum ekki að leita að greinahöfundum eins og er (þó svo að við tökum vel á móti öllum krassandi sögum, greinum og myndum), heldur vantar okkur fólk til að þefa uppi og veiða greinar upp úr fólki, og fylgja eftir öllu sem gera þarf til að ársritið líti dagsins ljós.
Ef þú hefur áhuga að vera með í ritnefnd ársritsins í ár, máttu endilega senda póst á stjorn@isalp.is.