Fjögur spor WI 4

Meðan að Björgvin og Skarphéðinn klifruðu „eins og vel smurð vél“ og fóru samtals fimm leiðir á einum degi, þá klifruðu Sissi og Halli þessa leið og skruppu svo í bæjarferð. Nafnið á leiðinni gefur til kynna kvers kyns bæjarferðin var

Fyrst farin af Svein Eydal og Halla í mars 2009

Klifursvæði Berufjörður
Svæði Bolabotnar
Tegund Ice Climbing

Kirkjubæjarklaustur

Í kringum Kirkjubæjarklaustur er þó nokkuð af stökum leiðum og litlum sectorum. Svæðið Kirkjubæjarklaustur skiptist niður í

A – Fjaðrárgljúfur

Leiðirnar sem eru skráðar á Fjaðrárgljúfurssectorinn eru ekki í hinu eiginlega Fjaðrárgljúfri, heldur útfrá veginum sem liggur upp á Fjallabak.

Gljúfrið sjálft hefur samt einhverjar línur að geyma, hér er mynd af óklifruðum ís beint á móti bílastæðinu við Fjaðrárgljúfur.

B – Kirkjubæjarklaustur

Fyrstu leiðirnar sjást út um gluggann á bensínstöðinni, sennilega fleiri ef farið er innar í bæinn og í átt að Systrastapa.

  1. Ófarin
  2. Altarisgangan – WI 3

Þegar komið er inn á Klaustur er farið út úr hringtorginu á útgangi númer 2 og keyrt inn eftir þeim vegi. Fljótlega eftir Kirkjugólfið er farið yfir litla brú sem brúar Stjórná. Inni í Stjórnárgili eru leiðirnar Smjör er fjör WI 5 og Kapteinn Kirk M 6+. Þegar komið er fram yfir brúna ættu leiðirnar að blasa við í hömrunum

  1. N-18 – WI 5
  2. Hertoginn af Kolbeinsey – WI 4
  3. Golden Shower – M 5+
  4. Sexí – WI 6
  5. Miðmundarfoss – WI 4

C – Hörgsárgljúfur
Hörgsárgljúfur er um það bil 5km lengra en Kirkjubæjarklaustur. Aðkoman að gljúfrinu er mjög þægileg, nokkurra mínútna gangur frá bænum Múlakoti á Síðu sem er við þjóðveg 1. Hafi menn áhuga á að klifra þarna er hægt að fá gistingu á Hörgslandi, næsta bæ við.

D – Fljótshverfi
Í Fljótshverfi er töluvert af leiðum sem bíða þess að verða klifraðar.

Bara stelpur WI 3

100m WI 3.

Leið upp Innsta Sniðagil: 6-7 stutt höft.

Aðkoma: Þetta er innsta gilið Morsárdalsmegin í Skaftafellsheiðinni þar sem klifranlegur ís myndast. Gengið er inn að innri Morsárdalsbrú og þar til baka út með Morsá að gróinni aurkeilu fyrir framan gilið. Klifrið toppar á gönguleiðinni um Vesturheiði.

FF: Helga María og Katrín Pétursdóttir, ísklifurfestival 2010

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Morsárdalur
Tegund Ice Climbing

Moving Heart WI 3

Leiðin er í feitasta ísnum um miðja mynd. Hægt er að setja upp 2 stuttar leiðir við hægri hlið þessarar, fast til hægri, og alveg til hægri á myndinni.
Mynd: Einar Öræfingur

Vestan megin í gilinu sem maður gengur fram með á leiðinni upp að Svartafossi. Það sést í ísinn þarna ef maður horfir upp gilið frá efra bílastæðinu við Svartafoss. „Við gengum göngustíginn upp með gilinu og löbbuðum svo niður í gilið og yfir ána á ís.“ Þessi leið er sennilega þriðja efsta leiðin möguleg í þessum ísbunkum en það eru margar stuttar leiðir neðan við hana.

Fyrst farin af Einari, Rúnari, Craig og Kelly Perkins í Febrúar 2010, 15m

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Skaftafellsheiði
Tegund Ice Climbing