The Running Years Day Route WI 4+

Næsta leið við hliðina á „To Be Continued… “ og „Suffering Builds Character„, staðsett í Hlaupárgili í Stigárdal

Þetta er efsta leiðin í gili sem liggur til norðurs milli Testofunnar, og Stigárjökulsfallhamarsins. Reyndar er önnur óklifruð leið sem hefur sömu byrjun, en greinist í sundur í efri hluta. Gilið heitir hér með Hlaupársgil.

Hún byrjar upp breitt frístandandi kerti, fyrstu metrarnir lóðréttir, en léttist svo, síðan tekur við 20m snjóbrekka upp að efri hlutanum. Við skiptum leiðinni í 3 stuttar spannir, önnur spönnin var léttust, upp að efsta og brattasta hluta leiðarinnar. Síðasta spönnin er ástæðan fyrir + í gráðunni, í henni er nokkuð drjúgur lóðréttur kafli. Síðan áfram upp létt gil. Eftir að hafa klifrað leiðina gengum við áfram upp gilið og fundum þægilega gönguleið niður að byrjun leiðarinnar.

FF: Toni Klein, Markus & Einar Sigurðsson, 29. feb. 2000, 120m (60 ís 60 snjór)

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Dýflissan WI 4

Leið númer 7

Leiðin er á austurhorni Testofunnar, ef við gefum okkur að Tesofan sé bara innsti hluti afdalsins sem liggur í vestur í Stigárdal.(Allar þær leiðir sem menn sjá hvorn annan þegar menn standa neðan við leiðirnar).

Leiðin byrjar ágætlega brött upp feitt íshorn. Miklar snjóspýjur komu niður leiðina þegar við klifruðum, svo að Böbbi lét sig hverfa inn í helli eftir fyrstu 25 metrana. Þegar Einar hélt áfram í seinni og lengri spönnina, braust hann út um glugga á hellinum á öðrum stað, það var eins og rimlar væru fyrir gatinu, svo við köllum leiðina Dýflissan. Við slepptum efsta og léttasta hluta leiðarinnar (tveir stuttir stallar og svo snjóbrekka upp að berginu) til að við gætum sigið niður í einum rikk, og það gekk á 60 m línum.

FF: Sigurbjörn Gunnarsson (Böbbi) og Einar Sigurðsson, 26. feb. 2000, 60 m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Öræfi, Austur og Suðursveit

Frá Fagurhólsmýri og austur

Sectorar:

Hnappavellir

Stigárdalur

Stigárdalur deilist niður í tvo undirsectora, Testofuna og Hlaupárgil.

1. Sléttubjargarfoss – WI 5
2. Leðursófinn – WI 4+
3. Te fyrir tvo – WI 4
4. Svart og sykurlaust – WI 4+
5. American Beauty – WI 5
6. Hekla 2000 – WI5+
7. Dýflissan – WI 4
8. Skrekkur – WI 5

Þverártindsegg

Hekla 2000 WI 5+

Leið númer 6 á mynd

Leiðin er milli leiðar sem Pete og Dave klifruðu og leiðar sem Sigurbjörn og Einar fóru sama dag í Testofunni í Stigárdal

byrjar upp 4m ís/klettahorn inn í helli og brotið gat á hellinn og þaðan út á meginþilið, upp í annan skúta 15 m ofar. Þá tekur við yfirhangandi ísþök og að lokum alveg lóðréttur 20m kafli. Hægt er að klifra lengra í léttum ís, en við létum þetta nægja.

FF: Rúnar Óli Karlsson og Ívar Finnbogason, 26. feb. 2000, um 50m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Blöffarinn WI 3

Í 700-800 m hæð u.þ.b.1 km fyrir norðan Veðarstapa, upp af brattri snjóbrekku austast á Rótarfjallsjökli. Þegar horft er af þjóðveginum Kotá sjást tvær íslínur hlið við hlið í hlíðinni. Blöffarinn er hægri (syðri) línan. Best er að ganga upp með Kotá og s

Leiðin var stöllótt, og endaði í brattri snjóbrekku síðustu 5 metrana. Úr fjarska héldum við að hún væri risastór, en þegar við komum að henni sýndist hún pínulítil. En á endanum var hún 50 metrar. Samt alveg þess virði að fara þangað, mjög fallegt umhverfi, íshellir í Kotárjökli, og meiriháttar skíðabrekka til baka.

FF: Esko Tainio og Einar R. Sigurðsson, 10. feb. 2000, 50m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing

Tíðindalaust af austurvígstöðvunum WI 4

Leið númer 4 á mynd

Feitur ís hægra meigin við Þýsk – Íslenskuleiðina (3).

Tvær spannir; sú fyrri 85 gráðu ís en stallar með stuttum og bröttum höftum í seinni spöninni.

FF: Einar R. Sigurðsson, Ívar F. Finnbogason, 30. jan. 2000, 70m

Árið 2023 var þessi leið kláruð alla leið upp á topp af Ásgeiri Má og Kish Patel. Við leiðina bætast þá ca 130m af klifri. Leiðin slitnar aðeins í sundur og þarf aðeins að ganga að síðasta ísbunkanum. Síðustu 30m eru nánast lóðréttir upp á brún

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Brúnka WI 4+

Virkisjökulleið í Öræfum

Í fallhamrinum sem er á hægri hönd við hliðina á bröttu snjóbrekkunni sem allir þekkja sem hafa labbað þessa leið á Hnúkinn. Leiðin er foss sem rennur úr jöklinum upp á hamrinum svo að ísinn var dálítið brúnleitur að sjá. Þessi foss sést vel frá þjóðvegi.

Fyrst koma 55 metra sem byrja alveg lóðréttir en í miðri spönn breytist brattinn í 3 gráðu. Síðan kemur 30 metra snjóbrekka og loks 40 metrar, aftur lóðrétt í byrjun, léttist síðan heldur, en toppurinn var spúkí aftur. Við köllum þessa leið Brúnku, vegna litsins á ísnum en einnig til heiðurs hesti sem kom niður Virkisjökulleiðina af Öræfajökli fyrir um hundrað árum. (Sjá bókina hans Snævarrs). Hesturinn hét áreiðanlega Brúnka.

FF: Helgi Borg, Einar Sigurðsson & Jason Paur, 23. jan. 2000, um 125m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Virkisjökull
Tegund Ice Climbing

Nefbrjóturinn WI 4

Mynd óskast

Þegar komið er inn í Grænafjallsgljúfur neðan frá er þetta fyrsti fossinn efst á vinstri hönd.

Þægileg WI 4 með um 10 metra lóðréttum kafla. Ísinn getur verið laus í sér og gert atlögu að útliti klifrara eins og dæmin sanna

FF: Magnea Magnúsdóttir, Guðmundur Óli Gunnarsson og Arnar Emilsson, 22. jan. 2000, um 50m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Veðri WI 3+

Nokkur hundruð metrum fyrir austan Veðrastapa (806m) í skerjabrúninni fyrir ofan Goðafjall og Hrútsfjall. Þetta eru fjöllin sem eru austan við Sandfell (tvær jökultungur skilja á milli, Kotár- og Rótarfjallsjökull). Við gengum upp svonefnt Hvalvörðugil.

FF: Helgi Borg, Einar Sigurðsson & Jason Paur, 22. jan. 2000, 35m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hofsfjöll
Tegund Ice Climbing

Gasfróði Direct WI 4+

Leið númer 2. (rauð)

Er beinasta og fallegasta línan í Grasfróða (vinstra megin við samnefnda leið sem klifin var fyrir 2 árum), 5 mínútna gangur upp frá austustu húsunum á Hofi (Fróðaskeri)

Við klifum leiðina í einni spönn, fyrri hlutinn er sennilega ekki nema 3 gráða, en ofan við miðju hertist róðurinn. Þurfti að komast undan smá slúti til að komast í efsta og lengsta lóðrétta kaflann. Verst var samt að komast yfir brúnina upp úr leiðinni, úr lóðréttum ís í blautan mosa og gras. Ísinn var mjög kertaður, og mikið um húkk frekar en högg.

FF: Einar Rúnar Sigurðsson og Guðmundur Þorsteinsson, 05. jan. 2000, 45m

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Hof
Tegund Ice Climbing

Vikivaki WI 4+

Mynd óskast

Milli Ísafjarðar og Bolungarvíkur fyrir ofan vegskálann við Innri Hvanngjá

10 mín. léttur gangur að leið og síðan 35 m. af léttri ísbrekku upp í fallegan íshelli. Þaðan er brattur foss (40 m.) upp á brún.

FF: Rúnar Karlss, Eiríkur Gísla og Ragnar Þrastar, 02. jan. 2000

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Tímaþjófurinn WI 4

Mynd óskast (og nákvæmari staðsetning!)

Farið upp gil við einn af vegskálunum Rúnar veit kannski seinna hvaða vegskáli það er. Töluverð hækkun er upp að leiðinni og má búast við snjóflóðahættu þar ef ekki er allt tipp topp.

Bara ís, 10m breitt 30m hátt

FF: Rúnar Óli Karlsson, Ívar Freyr Finnbogason

 

Klifursvæði Ísafjarðardjúp
Svæði Óshlíð
Tegund Ice Climbing

Ísafjarðardjúp

Vestfjörðunum er skipt niður í:

Takið eftir því að svæðið Ísafjarðardjúp nær einnig yfir Súgandafjörð og Önundarfjörð.

Djúpinu skiptum við svo niður í

  • Önundarfjörð (Skáladalur, Þorfinnur, Kaldbakur og Hafradalur),
  • Óshlíð (Seljadalur, Kálfafellsdalur og Óshlíð),
  • Nágrenni Ísafjarðar (Bakkahvilft, Gleiðarhjalli, Naustahvilft og Kirkjubólshvilft)
  • Álftafjörður (Súðavíkurhlíð, Valagil og Seljalandsdalur)
  • Hestfjörður (Straumberg og austan megin í firðinum).
  • Skötufjörður og Mjóifjörður

Önundarfjörður – Skáladalur

  1. Thor’s Revenge – WI 5

Önundarfjörður – Þorfinnur

  1. Gjáin –  Gráða I-II

Við veginn. Við enda Þorfinns eru hamrar sem safna á sig ís í frosti. Hamrarnir eru andspænis Flateyri í Önundarfirði. Hamrar þessir liggja veginn svo roadsite-ið gerist ekki betra hér á landi.

  1. Ófarin
  2. Spegillinn – WI3+
  3. Bryggjukaffi – WI3
  4. Gunnukaffi – WI3+
  5. Litla Býli – WI3
  6. Vagninn – WI4
  7. Ófarin
  8. Ófarin
  9. Ófarin
  10. Ófarin

Önundarfjörður – Kaldbakur

  1. Dizziness of Pil(l)ar – WI 5+

Önundarfjörður – Hafradalur
Í botni Önundarfjarðar er bær sem ber nafnið Betanía. Beint upp frá Betaníu er áberandi hvilft sem heitir Hafradalur. Þar hafa verið klifraðar 11 leiðir og einhverjir möguleikar eru á nokkrum í viðbót. Hafradalur var heimsóttur á Ísklifurfestivali Ísalp 2020 og þá voru nánast allar leiðirnar í dalnum klifraðar.

  1. Vor í febrúar – WI 3
  2. Vatnadrekinn – WI 3
  3. ?
  4. Djöfulsins bras – WI 3-4
  5. Brennivínshippinn – WI 4+
  6. Puttaferðalangar – WI 3+
  7. Bjöggi – Heiða
  8. No Ragrets – WI 3+
  9. Alúetta – WI 4
  10. Betanía – WI 4
  11. Sýndarveruleiki – WI 4
  12. Óklifin

Súgandafjörður

Spillisfjörur
Þegar komið er fram hjá Suðureyri eru um tveggja kílómetra langir hamrar kjaftfullir af ís með engri aðkomu. Áhugasamir gætu líklega komið fyrir tugum ef ekki hundruðum leiða þarna allt frá stuttum WI2-3 upp í fjölspanna WI4 ævintýri. Vegurinn er skráður sem grjóthrunssvæði svo það er góð hugmynd að koma bílnum fyrir á öruggum stað.

Óshlíð – Seljadalur
Seljadalur er einn af þremur dölum sem er á hlíðinni milli Hnífsdals og Bolungarvíkur. Í dalnum hafa í raun aðeins verið klifraðar tvær leiðir. Í ískönnunarferð um daginn sáust nokkrir skemmtilegir möguleikar s.s. mjög bratt kert sem fellur fram af klettaþaki og 50 – 60 m mjög brattar leiðir (a.m.k.) tvær.

Óshlíð – Kálfadalur

Óshlíð
(15 mín akstur frá Ísafirði + 20 – 40mín gangur frá vegi eftir leiðum)
Þarna er búið að klifra töluvert af leiðum og er úrvalið mikið. Leiðirnar sem hafa verið klifraðar eru á bilinu WI 3 – 5 og eru möguleikar á erfiðari leiðum ef menn og konur séu á þeim buxunum. Víða eru skemmtilegir gilskorningar með löngum „alpaleiðum“ þar sem skiptist á snjór, ís og klettar. Bergið er merkilega gott. Það þarf að síga úr öllum leiðunum nema það sé klifrað alveg upp á topp. Það er sjaldan gert. Best er að nota V – þræðingar en oft er hægt að finna klettanibbur til að síga fram af. Taka skal fram að varhugavert er að vera á hlíðinni ef það snjóar. Kosturinn er sá að þessi gil hreinsa sig um leið og snjór sest í þau, þannig að heimamenn vita hvenær fjallið er öruggt.

Nágrenni Ísafjarðar – Bakkahvilft
Bakkahvilft er inni í Hnífsdal og er ekki vitað til þess að þar hafi verið klifrað þangað til 2019

  1. Googooplex – WI 4, AD+
  2. Purrkur – WI 3+

Nágrenni Ísafjarðar – Gleiðarhjalli
(40 -50 mín gangur frá bænum)
Gleiðarhjalli er í Eyrarfjalli beint fyrir ofan Eyrina á Ísafirði. Svæðið er með fullt af styttri leiðum í giljum í endilöngum hjallanum. Gott fyrir klifrara sem ekki eru búnir að klifra mikið. Ofan Gleiðarhjalla eru nokkrar lengri leiðir sem ekki hafa verið klifraðar sökum þess að í venjulegu árferði sest svo mikið af snjó á hjallann sem styttir leiðirnar verulega.

Hömrunum í Gleiðarhjalla er skipt niður í vinstri, mið og hægri hamra.

  1. Vestri
  2. Hörður
  3. Aldrei fór ég suður
  4. Eyrin
  5. Pollurinn
  6. Langi Mangi
  7. Edenborg
  8. Húsið
  9. Krúsin
  10. Krílið
  11. Kroppsæla
  12. Beikonsæla
  13. Púkar
  14. Dokkan

Nágrenni Ísafjarðar – Naustahvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Hvilftin er ofan flugvallarins á Ísafirði og býður upp á langar leiðir (3ja spanna) í flottu umhverfi með Ísafjörð fyrir neðan og útsýni út Ísafjarðardjúp. Flestar léttu leiðirnar 4gr. og undir) hafa verið klifraðar en a.m.k. tvær til fimm svakalega flotta leiðir eru mögulegar. Fer eftir aðstæðum.

Nágrenni Ísafjarðar – Kirkjubólshvilft
(60 mín gangur frá vegi)
Næsta hvilft inn frá Naustahvilft, ofan við endurvinnslustöðina Funa.

 

Álftafjörður – Súðavíkurhlíð
Í Súðavíkurhlíð er allt roadside. Þar var klifrað á kvennaísklifurnámskeiðinu Chicks with picks árið 2016.

  1. Roadside living – WI 3+
  2. Life’s a beach – WI 3+

Álftafjörður – Svarthamarsfjall

Álftafjörður – Seljalandsdalur
Valagil er í botni Álftafjarðar og er einnig í Seljalandsdal. Um 30 mín akstur er frá Ísafirði og 50 min gangur. Hægt er að keyra langleiðina upp að leiðunum á sæmilegum jeppa og eru þar skemmtilegir möguleikar. Búið er að klifra eina leið, Stekkjastaur WI 4 um 60m löng og mjög falleg. Leiðin er reyndar aðeins innan Valagilsins sjálfs. Í gilinu er mikill foss sem úðar vatni á klettaveggina sitthvoru megin. Eins eru smærri sprænur sem renna niður af gilbörmunum neðar í gilinu.

Hestfjörður – Straumberg

  1. Brotnar skeljar – WI 3
  2. Öldugangur – WI 5
  3. Axarskaft – M 4-
  4. Brotnar varir – WI 4
  5. Marfló – WI 4

Hestfjörður – Austan megin í firðinum (eða í firðinum)

    1. Visiting Souls – WI 3+
    2. Hestfoss

Skötufjörður og Mjóifjörður
Vitað er um eina leið í hvorum firði, báðar eru alveg við veginn og því tilvaldar til að brjóta upp aksturinn inn eða út Djúpið.

  1. Sú eina rétta – WI 3/+
  2. Vegastopp – WI 3

Sjónhverfingar WI 4+

Leið númer 2 á mynd

Þegar komið er upp á efri brún innstuhvelfingarinnar í Grænafjallsgljúfri Sér maður tvær áberandi línur; Nálaraugað vinstra megin en Sjónhverfingar hægra megin inni í horni.

Leiðin leit út fyrir að vera auðveld en var það ekki, hliðranir og smá yfirhangandi á köflum leiðir upp á stall þaðan sem hægt er að klifra upp á brún á ísfylltri sprungu og klettum (2m). Líklega komu allir þessir erfiðleikar til af því að ísin hafði tekið á sig skrítin form þegar hann bráðnaði, leiðin þarf því ekki að vera svo erfið í góðum aðstæðum.

FF: Ívar Freyr Finnbogason og Tony Klein, 20. mars 1999, 50m

 

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing

Græna byltingin M 5+

WI 5+ / M5-6      70m

Í Grænafjallsgljúfri milli Sandfells og Grænafjalls í Öræfum. Ein af fyrstu leiðunum sem komið er að, er í ytri hvelfingunni. (Til að fara í innri hvelfinguna þarf að klifra upp 6-8 metra íshaft. Leiðin liggur upp í Sandfell og rétt hægra megin við hana

Leiðin byrjar í áberandi kerti sem kemur úr klettaveggnum. Efst af því þarf að hliðra til vinstri í klettaveggnum til að komast í ísinn í gilinu sjálfu. (Þriðji maðurinn fór direct afbrigði beint upp í gilið) Síðan tekur við létt klifur upp að kerti sem liggur efst úr gilinu upp á brún. Þar þurfti að klifra í kletti/mosa bak við þunnt kertið áður en óhætt var að fara í ísinn hægra meginn í kertinu. Síðan tók við góður kafli með vinstri hendi/fót í kertinu, en hægri fót/hendi í mosaveggnum. Bellisimo.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar R. Sigurðsson, 05. mar. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Mix Climbing

Sléttubjargafoss WI 5

Leið númer 1 á mynd

Sléttubjargarfoss er innst (lengst til vinstri) inni í hvilft með mörgum ísleiðum. Stigárjökullinn er ca. 1 km fyrir norðan (til hægri). Fyrri hluti leiðarinnar er í víðáttumiklum góðum 4- gráðu ís og efri hlutinn liggur upp kerti sem helst vel lóðrétt langleiðina upp að brún. (Skrifað 1999)

Sléttubjargafossinn fellur af Sléttubjörgum sem eru upp af Háöxl og Hnappavöllum í Öræfum. Aðkoman er á milli Hnappavalla og Stigár.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar Sigurðsson, 4. mars 1999, 60m

Klifursvæði Öræfi, Austur og Suðursveit
Svæði Stigárdalur
Tegund Ice Climbing

Nálarauga WI 5

Leið númer 1 á mynd

Leiðin er mest áberandi kertið sem sést m.a. vel af Virkisjöklinum. Fyrri spönnin liggur upp lóðréttann ís með klettavegginn á vistri hönd. Seinni spönnin hefst á að klifra undan litlu slúti, síðan þræðir maður sig inn í auga á kertinu og klifrar inni í því og kemur út í gegnum það langleiðina upp við brún.

FF: Dan Gibson, Ívar Finnbogason og Einar R. Sigðurðsson, 03. mar. 1999

Klifursvæði Öræfi, Vestur
Svæði Grænafjallsgljúfur
Tegund Ice Climbing