Öræfasýn

Öræfasýn AI4 200m – N – NW hlið Tindaborgar

Aðkoma um hnappavallaleið. Keyrt upp í 700m og skinnað upp á skíðum upp að vestari hnapp. Svo yfir sléttuna og norður fyrir hnjúkinn. Niður upptakasvæði svínafellsjökul og að tindaborg. Aðkoman tók um 5klst. Skíði skilin eftir neðan við normal leiðina. Farið í brodda og labbað niður fyrir.

Frekar sprungið landslag til að komast að leiðinni og vísara að fara með gát. Leiðin byrjar á stóru bergshrundi sem þarf að fara yfir. Þetta reyndist ansi snúið þar sem lítið hald var í snjónum fyrir axir og þetta var mjög stórt skref. Settur var niður snjóhæll ofan við sprunguna og togað í hann til þess að komast yfir.
Fyrsta spönn var um 55m að áberandi stein í rennuni. 60-70° ís með 3-4m lóðréttum höftum af og til. Lesa meira

Klifursvæði Öræfajökull
Svæði Tindaborg
Tegund Alpine

Kambshryggur

Leið númer 16a á mynd

AI3 M3/4, 600 m. FF: Andri Bjarnason, Freyr Ingi Björnsson, Sveinn Friðrik Eydal Sveinsson, 2.maí 2021.

Leiðin liggur úr Kaldárdal, austan við Skessuhorn, upp klettabelti í upphafi og fylgir síðan löngum og áberandi hrygg á Miðfjallskamb. Veiklekar í neðsta klettabeltinu voru eltir upp á hrygginn og honum síðan fylgt að langmestu leyti alla leið upp á topp.

Mestu erfiðleikarnir voru í mixhöftum í byrjun leiðar, sérstaklega í fyrstu spönn, og í næstsíðustu spönn við toppinn. Ís var víða að finna en yfirleitt býsna þunnur. Þá var töluvert mikið af snjóklifri í leiðinni.

Lesa meira

Klifursvæði Skarðsheiði
Svæði Kaldárdalur
Tegund Alpine

BANFF 2021!

Til að hita upp fyrir sumarið þá mun Ísalp standa fyrir BANFF fjallakvikmyndahátíðinni í Bíó Paradís við Hverfisgötu 4. og 6. maí. Eins og fyrri ár sér GG sport um að gera hátíðina mögulega (svo lengi sem heimsfaraldurinn blandar sér ekki í málið).
Það er af nægu að taka og flestir útivistar- og jaðarsports iðkendur og áhugafólk ættu að finna eitthvað við sitt hæfi: klettaklifur, alpaklifur, skíði, fjallahjól, hlaup og fleira.
ATH. Vegna sóttvarnalaga eru örfáir miðar í boði og því mikilvægt að tryggja sér miða sem fyrst. Einungis verður hægt að kaupa miða á netinu í gegnum tix.is
Félagar í Ísalp geta sótt afsláttarorð á stjorn@isalp.is
Myndir:
Þriðjudagur, 4. maí 20:00
Charge 2
Free As Can Be
Ocean to Asgard
The Chairlift
Pretty Strong: Fernanda
K2: The Impossible Descent
Fimmtudagur, 6. maí 20:00
The Legend of Tommy G
FKT
Climbing Blind
One Star Reviews: National Park
Mount Logan
Slack Sisters
The Secret of Bottom Turn Island
The Ghosts Above