Komið er í kletta í um 400m hæð. Fyrsti hluti klifursins er mjög góður, fast berg og gott að tryggja. Aðallega tryggt með fleygum. (gráða III)
Þegar að byrjunar lænunni lýkur blasir við hellisskúti nokkru ofar. Þá er farið til hægri og upp smá hrygg. Sá hryggur er ekki jafn fastur í sér og byrjunin. Þá er haldið áfram til hægri yfir klettabrún, sem líkja má ivð brauðmylsnu, hvað festu snertir.
Þaðan tekur við erfiðasti partur klifursins (gráða IV). Ekki mjög bratt, en lítið um hand og fótfestur, með þverhnýpi fyrir neðan.
Að þessum kafla loknum tekur við mosavaxinn hryggur og þaðan er haldið upp til vinstri í skriðu.
Þaðan er rölt upp auðvelda kletta á toppinn.
Niðurleiðin er niður vesturhrygg fjallsins, sigið síðustu 40m á hryggnum og svo farið niður Kexið.
Í frumferðinni var stefnan sett á að klifra Kambhornið en teymið endaði ekki á réttu fjalli og áttaði sig ekki á því fyrr en í nestispásu á mosavaxna hryggnum.
FF: Birgir Jóhannesson, Ævar Aðalsteinsson og Örvar Aðalsteinsson, 8. ágúst 1979
Klifursvæði |
Vestrahorn
|
Svæði |
Leitishamar |
Tegund |
Alpine |